17. febrúar 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Auður Sveinsdóttir varamaður
- Hugrún Elvarsdóttir varamaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Sigurður Eggert Halldóruson varamaður
- Örn Jónasson (ÖJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið202106232
Samþykkt er að Örn Jónasson verði fundarstjóri fundarins.Stefna og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftslagsmálum lögð fram til umsagnar umhverfisnefndar í samræmi við ákvörðun bæjarráðs á 1520. fundi þann 27.01.2022. Stefán Gíslason frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice), einn höfunda skýrslunnar, kemur á fundinn.
Hér er um stórt og yfirgripsmikið mál að ræða og er nefndarfólk sammála um að nauðsynlegt sé að frekari tíma þurfi til að kynna sér efni loftslagsstefnunnar og felur umhverfisstjóra að leggja fram tillögu að umsögn í samræmi við umræðu á fundinum og ábendingar sem nefnarmenn senda.
2. Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál201906067
Kynning á verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum, Loftslagsvænni sveitarfélög, vegna reksturs og starfsemi sveitarfélaga, sem finna má á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar, www.loftslagsstefna.is
Lagt fram til kynningar.
3. Reiðstígur við Skiphól - ósk um framkvæmdaleyfi202110425
Erindi barst frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar. Umhverfisnefnd óskaði á 224. fundi sínum þann 20.01.2022 eftir frekari rökstuðningi á nauðsyn framkvæmdarinnar. Lagður fram rökstuðningur frá hestamannafélaginu Herði.
Umhverfisnefnd vill benda skipulagsnefnd á að æskilegra hefði verið að fá tillögu að deiliskipulagsbreytingu á svæðinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd áður en hun var samþykkt í skipulagsnefnd.
Umhverfisnefnd getur ekki veitt umsögn fyrr en nánari upplýsingar um nákvæma legu, efnisval og tilhögun framkvæmda liggur fyrir.