Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. janúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka nýtt mál á dagskrá fund­ar­ins sem verði mál nr. 4


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hamra­brekk­ur 2, 270 Mos­fells­bær, Blue hea­ven um­sagn­ar­beiðni v. rekstr­ar­leyf­is202112183

    Beiðni um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististaðar í flokki II.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um rekstr­ar­leyfi fyr­ir gisti­stað í flokki II við Hamra­brekk­ur 2.

  • 2. Ósk um við­ræð­ur vegna skila á veg­um sem féllu úr tölu þjóð­vega við setn­ingu vegalaga202109325

    Samningur um skilavegi milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar lagður fram til samþykkis.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­komulag milli Mos­fells­bæj­ar og Vega­gerð­ar­inn­ar sem und­ir­ritað var með fyr­ir­vara þann 31. des­em­ber 2021, með þeim at­huga­semd­um sem fram koma í bók­un bæj­ar­ráðs.

    Bók­un bæj­ar­ráðs:
    Af hálfu Mos­fells­bæj­ar er gerð at­huga­semd við að Hafra­vatns­vegi hafi ver­ið skilað til Mos­fells­bæj­ar án þess að í yf­ir­færsl­unni hafi ver­ið gert ráð fyr­ir að það fjár­magn sem nú er á hendi Vega­gerð­ar­inn­ar vegna veg­halds færist yfir til sveit­ar­fé­lags­ins sam­hliða yf­ir­færsl­unni. Af hálfu Mos­fells­bæj­ar er því lit­ið svo á að þeim þætti sem lýt­ur að fjár­mögn­un rekst­urs og við­halds veg­ar­ins til fram­tíð­ar sé ólok­ið líkt og kem­ur fram í fyr­ir­vara Mos­fells­bæj­ar í sam­komu­lagi við Vega­gerð­ina. Þá eru von­brigði að Vega­gerð­in skuli ekki hafa fall­ist á full­nægj­andi kostn­að til að lag­færa veg­inn með til­liti til um­ferðarör­ygg­is auk þess að ekki hafi ver­ið fall­ist á að hálfu Vega­gerð­ar­inn­ar að vinna að því að nýr of­an­byggða­veg­ur sem tengja mun Mos­fells­bæ við Reykja­vík og Kópa­vog verði hluti af sam­göngu­áætlun.

    • 3. Verk­falls­listi Mos­fells­bæj­ar201909226

      Óskað eftir heimild til að auglýsa lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2022.

      Af­greiðslu máls­ins frestað til næsta fund­ar.

      • 4. Er­indi Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til sveit­ar­fé­laga vegna fyr­ir­hug­aðra bólu­setn­inga 6-11 ára barna202201102

        Erindi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins varðandi bólusetningar 6-11 ára barna lagt fram til afgreiðslu.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að fá af­not af skóla­hús­næði sveit­ar­fé­lags­ins vegna bólu­setn­inga 6-11 ára barna í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi er­indi. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt að skóla­hald verði fellt nið­ur í við­kom­andi skóla bólu­setn­ing­ar­dag­ana auk þess að starfs­fólki skól­anna veiti að­stoð varð­andi um­gengni um hús­næði eft­ir því sem þurfa þyk­ir á hverj­um stað.

        Gestir
        • Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:28