6. janúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Í upphafi fundar var samþykkt með þremur atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins sem verði mál nr. 4
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hamrabrekkur 2, 270 Mosfellsbær, Blue heaven umsagnarbeiðni v. rekstrarleyfis202112183
Beiðni um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististaðar í flokki II.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II við Hamrabrekkur 2.
2. Ósk um viðræður vegna skila á vegum sem féllu úr tölu þjóðvega við setningu vegalaga202109325
Samningur um skilavegi milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar lagður fram til samþykkis.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar sem undirritað var með fyrirvara þann 31. desember 2021, með þeim athugasemdum sem fram koma í bókun bæjarráðs.
Bókun bæjarráðs:
Af hálfu Mosfellsbæjar er gerð athugasemd við að Hafravatnsvegi hafi verið skilað til Mosfellsbæjar án þess að í yfirfærslunni hafi verið gert ráð fyrir að það fjármagn sem nú er á hendi Vegagerðarinnar vegna veghalds færist yfir til sveitarfélagsins samhliða yfirfærslunni. Af hálfu Mosfellsbæjar er því litið svo á að þeim þætti sem lýtur að fjármögnun reksturs og viðhalds vegarins til framtíðar sé ólokið líkt og kemur fram í fyrirvara Mosfellsbæjar í samkomulagi við Vegagerðina. Þá eru vonbrigði að Vegagerðin skuli ekki hafa fallist á fullnægjandi kostnað til að lagfæra veginn með tilliti til umferðaröryggis auk þess að ekki hafi verið fallist á að hálfu Vegagerðarinnar að vinna að því að nýr ofanbyggðavegur sem tengja mun Mosfellsbæ við Reykjavík og Kópavog verði hluti af samgönguáætlun.3. Verkfallslisti Mosfellsbæjar201909226
Óskað eftir heimild til að auglýsa lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2022.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
4. Erindi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra bólusetninga 6-11 ára barna202201102
Erindi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins varðandi bólusetningar 6-11 ára barna lagt fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að fá afnot af skólahúsnæði sveitarfélagsins vegna bólusetninga 6-11 ára barna í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Bæjarráð samþykkir jafnframt að skólahald verði fellt niður í viðkomandi skóla bólusetningardagana auk þess að starfsfólki skólanna veiti aðstoð varðandi umgengni um húsnæði eftir því sem þurfa þykir á hverjum stað.
Gestir
- Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs