2. júlí 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kæra ÚU 46/2018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt201803283
Krafa um nýjan úrskurð bæjarfélagsins vegna úrskurðar Úua 11. júní sl.
Samþykkt með þrem atkvæðum að vísa málinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
- FylgiskjalGreinargerð til ÚUA 24.4.2019.pdfFylgiskjalBréf til Mosfellsbæjar 20190618.pdfFylgiskjalBréf til úrskurðarnefndar umhverfis- og skipulagsmála 01.pdfFylgiskjalBréf til úrskurðarnefndar umhverfis- og skipulagsmála 01.pdfFylgiskjalBréf til úrskurðarnefndar umhverfis- og skipulagsmála 01.pdfFylgiskjalKæra 117 2019 greinargerð 7.4.2020.pdfFylgiskjalÚrskurður ÚUA í kærumáli 117/2019.pdfFylgiskjalBréf til Mosfellsbæjar 20180110 yfirfarið.pdf
2. Skipulag á Esjumelum - Kæra202006563
Kæra Mosfellsbæjar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi á Esjumelum.
Bæjarráð krefst þess að ákvörðun borgarráðs frá 2. apríl 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6.-8. Við Koparsléttu, sem öðlast gildi 29. maí 2020, verði felld úr gildi.
3. Ósk um samþykki fyrir tímabundinni lántöku202002270
Tillögur til efnislegrar umræðu og afgreiðslu vegna fjármála SORPU bs auk almennrar kynningar á gjaldskrárbreytingu til að mæta kostnaði vegna hertra krafna um meðferð úrgangs.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir aukin stofnframlög til Sorpu bs., samtals um það bil 50 m.kr. á árunum 2020 og 2021, enda samþykki öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fyrirliggjandi viðauka við eigendasamkomulag Sorpu bs. frá árinu 2013. Fjármálastjóra falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 til samræmis við ofangreint.
Gestir
- Birkir Jón Jónsson
- Birgir Björn Sigurjónsson
- Gyða S. Björnsdóttir
- Páll Guðjónsson
- Helgi Ingason
- FylgiskjalTillögur vegan fjármála Sorpu bs.pdfFylgiskjalTillaga 1 Viðauki við eigendasamkomulag frá 25. október 2013 v. meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.pdfFylgiskjalTillaga 2 Aðgerðir til að takast á við vanda vegna ófjármagnaðra fjárfestinga SORPU bs.pdfFylgiskjalTillaga 3 Almenn kynning gjaldskrárbreytinga til að mæta kostnaði vegna hertra krafna um meðferð úrgangs.pdfFylgiskjalTillögur vegna fjármála SORPU bs - til efnislegrar umræðu og afgreiðslu.pdf
4. Tillögur að breytingum á eigendasamkomulagi SORPU bs.202006574
Tillögur að viðauka við eigendasamkomulag frá 25. október 2013.
Bæjarráð samþykkir tillögur að viðauka við eigendasamkomulag Sorpu bs. frá 25. október 2013 og felur bæjarstjóra að undirrita viðaukann.
5. Erindi Bakka ósk um endurskoðun ákvörðunar um kvöð á Þverholti 21 - 23 og 27-31202006390
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um erindi Bakka vegna óskar um endurskoðun kvaðar á Þverholti 21-2 og 27-31.
Bæjarráð samþykkir tillögu um að leiguverð íbúða í Þverholti 21-23 verði kr. 165.000 fyrir íbúðir að stærð 41 fm og kr. 169.000 fyrir íbúðir að stærð 45 fm. Leigufjárhæðir taki breytingum í samræmi við vísitölu leiguverðs.
Jafnframt samþykkt að fela bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að ræða við forsvarsmenn Bakka um erindi Bakka til bæjarráðs að öðru leyti.
6. Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (skipt búseta barns)- beiðni um umsögn202005044
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (skipt búseta barns)
Frestað vegna tímaskorts.
7. Samningur um púttaðstöðu eldri borgara á Hlíðarvelli202006540
Drög að samstarfssamningi um púttaðstöðu FaMos í Íþróttamiðstöðinni Kletti og á Hlíðarvelli.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi um púttaðstöðu FaMos í Íþróttamiðstöðinni Kletti.
8. Umferðarhraði Álafosskvos202006397
Bréf til bæjarráðs vegna ábendinga varðandi umferðarhraða í Álafosskvos.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19202006457
Upplýsingar um umsókn Mosfellsbæjar um styrk vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda til að auka félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Jafnlaunakerfi Mosfellsbæjar201805006
Minnisblað mannauðsstjóra vegna jafnlaunakerfis Mosfellsbæjar og jafnlaunavottunar Mosfellsbæjar 2020.
Frestað vegna tímaskorts.