27. ágúst 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Barion Háholti 4 - ósk um útiveitingar.202008606
Barion Háholti 4 - ósk um útiveitingar.
Bæjarráð er jákvætt fyrir umsókn Barion um leyfi til að bæta við svæði fyrir útiveitingar. Bæjarráð telur rétt að slíkt leyfi verði í upphafi veitt til skamms tíma á meðan reynsla kemst á starfsemina, enda verði notkun svæðisins takmörkuð við að opnunartíma ljúki kl. 23. Vakin er athygli á því að samkvæmt teikningu sem fylgir umsókn, er svæðið sem fyrirhugað er að nýta fyrir útiveitingar nær alfarið á lóð Mosfellsbæjar. Áður en að starfseminni getur orðið er nauðsynlegt að samið verði við Mofellsbæ um afnot af lóðinni. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að gera samning við Barion um afnot af lóð Mosfellsbæjar (l 124698) til útiveitinga. Í samningi verði m.a. kveðið á um tímabundin afnot til reynslu og tímasetningar á notkun svæðisins.
2. Laxnes krá - endurnýjun á rekstrarleyfi.202008552
Laxnes krá - endurnýjun á rekstrarleyfi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum ósk um endurnýjun á rekstrarleyfis Laxnes ehf. samkvæmt fyrirliggjandi umsókn.
3. Erindi Bakka ósk um endurskoðun ákvörðunar um kvöð á Þverholti 21-23 og 27-31.202006390
Minnisblað bæjarstjóra og bæjarlögmanns um erindi Bakka varðandi endurskoðun kvaða.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að bæjarstjóra og lögmanni bæjarins verði falið að gera samkomulag við Bakka í samræmi við tillögu í minnisblaði bæjarstjóra og lögmanns. Fulltrúi S-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.
4. Samgöngusáttmáli - stofnun hlutafélags.202008693
Samgöngusáttmáli - stofnun hlutafélags.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt í að stofna opinbert hlutafélag, Betri samgöngur ohf., um uppbyggingu samgönguinnviða með aðild ríkissjóðs, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, sbr. heimild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, og leggur félaginu til hlutafé við stofnun þess með áskrift hluta að nafnvirði kr. 51.847, í samræmi við fyrirhugaðan eignarhlut Mosfellsbæjar eða 1,296% af hlutafé félagsins.
Greiðsla hlutafjár verður með þeim hætti að Mosfellsbær innir af hendi kr. 51.847, með eingreiðslu í reiðufé til félagsins samhliða stofnun þess.
í samræmi við framangreint samþykkir Mosfellsbær stofnsamning og hluthafasamkomulag fyrir Betri samgöngur ohf., sbr. hjálögð skjöl, og felur bæjarstjóra að undirrita þessi skjöl fyrir hönd Mosfellsbæjar.Bæjarráð vísar tillögunni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Gestir
- Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH
- Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH
5. Kæra vegna Kvíslartungu 5.202008427
Deiliskipulagstillaga vegna Kvíslártungu 5 kærð til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála - mál nr. 74/2020.
Kæra vegna Kvíslártungu 5 lögð fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.
6. Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi.202004177
Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi.
Uppfærðar tölur um minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi lagðar fram.