Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. ágúst 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Bari­on Há­holti 4 - ósk um úti­veit­ing­ar.202008606

  Barion Háholti 4 - ósk um útiveitingar.

  Bæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir um­sókn Bari­on um leyfi til að bæta við svæði fyr­ir úti­veit­ing­ar. Bæj­ar­ráð tel­ur rétt að slíkt leyfi verði í upp­hafi veitt til skamms tíma á með­an reynsla kemst á starf­sem­ina, enda verði notk­un svæð­is­ins tak­mörk­uð við að opn­un­ar­tíma ljúki kl. 23. Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt teikn­ingu sem fylg­ir um­sókn, er svæð­ið sem fyr­ir­hug­að er að nýta fyr­ir úti­veit­ing­ar nær al­far­ið á lóð Mos­fells­bæj­ar. Áður en að starf­sem­inni get­ur orð­ið er nauð­syn­legt að sam­ið verði við Mo­fells­bæ um af­not af lóð­inni. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að gera samn­ing við Bari­on um af­not af lóð Mos­fells­bæj­ar (l 124698) til úti­veit­inga. Í samn­ingi verði m.a. kveð­ið á um tíma­bund­in af­not til reynslu og tíma­setn­ing­ar á notk­un svæð­is­ins.

 • 2. Lax­nes krá - end­ur­nýj­un á rekstr­ar­leyfi.202008552

  Laxnes krá - endurnýjun á rekstrarleyfi.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um ósk um end­ur­nýj­un á rekstr­ar­leyf­is Lax­nes ehf. sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

 • 3. Er­indi Bakka ósk um end­ur­skoð­un ákvörð­un­ar um kvöð á Þver­holti 21-23 og 27-31.202006390

  Minnisblað bæjarstjóra og bæjarlögmanns um erindi Bakka varðandi endurskoðun kvaða.

  Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að bæj­ar­stjóra og lög­manni bæj­ar­ins verði fal­ið að gera sam­komulag við Bakka í sam­ræmi við til­lögu í minn­is­blaði bæj­ar­stjóra og lög­manns. Full­trúi S-lista greið­ir at­kvæði gegn til­lög­unni.

 • 4. Sam­göngusátt­máli - stofn­un hluta­fé­lags.202008693

  Samgöngusáttmáli - stofnun hlutafélags.

  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að taka þátt í að stofna op­in­bert hluta­fé­lag, Betri sam­göng­ur ohf., um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða með að­ild rík­is­sjóðs, Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað­ar, Kópa­vogs­bæj­ar, Garða­bæj­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar og Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, sbr. heim­ild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heim­ild til að stofna op­in­bert hluta­fé­lag um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og legg­ur fé­lag­inu til hlutafé við stofn­un þess með áskrift hluta að nafn­virði kr. 51.847, í sam­ræmi við fyr­ir­hug­að­an eign­ar­hlut Mos­fells­bæj­ar eða 1,296% af hlutafé fé­lags­ins.
   
  Greiðsla hluta­fjár verð­ur með þeim hætti að Mos­fells­bær inn­ir af hendi kr. 51.847, með ein­greiðslu í reiðufé til fé­lags­ins sam­hliða stofn­un þess.
   
  í sam­ræmi við fram­an­greint sam­þykk­ir Mos­fells­bær stofn­samn­ing og hlut­hafa­sam­komulag fyr­ir Betri sam­göng­ur ohf., sbr. hjá­lögð skjöl, og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita þessi skjöl fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

  Bæj­ar­ráð vís­ar til­lög­unni til stað­fest­ing­ar bæj­ar­stjórn­ar.

  Gestir
  • Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH
  • Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH
  • 5. Kæra vegna Kvísl­artungu 5.202008427

   Deiliskipulagstillaga vegna Kvíslártungu 5 kærð til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála - mál nr. 74/2020.

   Kæra vegna Kvíslár­tungu 5 lögð fram. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa og lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gæta hags­muna Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

   • 6. Minnk­andi starfs­hlut­fall - At­vinnu­leysi.202004177

    Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi.

    Upp­færð­ar töl­ur um minnk­andi starfs­hlut­fall og at­vinnu­leysi lagð­ar fram.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:52