Mál númer 201902055
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Tillögur um næstu skref í rekstri Skálatúns.
Afgreiðsla 1469. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. desember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1469
Tillögur um næstu skref í rekstri Skálatúns.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við IOGT um nýtingu óbyggðs lands á lóð Skálatúns. Jafnframt samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við IOGT um framtíðarskipulag á rekstri Skálatúns.
- 13. ágúst 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1453
Máli vísað til kynningar í fjölskyldunefnd af 1448. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 295. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 1453. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 21. júlí 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #295
Máli vísað til kynningar í fjölskyldunefnd af 1448. fundi bæjarráðs.
Fjölskyldunefnd óskar eftir að fá kynningu á skýrslu ÞIG ráðgjafar á næsta fundi nefndarinnar ásamt upplýsingum um raunstöðu mála á Skálatúni frá skýrsluhöfundi.
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Tillaga sáttasemjara um lausn á fjárahagsvanda Skálatúns
Afgreiðsla 1448. fundar bæjarráðs samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1448
Tillaga sáttasemjara um lausn á fjárahagsvanda Skálatúns
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um stöðu Skálatúns lagt fram til kynningar og jafnframt samþykkt að minnisblaðið verði lagt fram til kynningar í fjölskyldunefnd.
- 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Aðkoma sáttasemjara að rekstri Skálatúns og viðbrögð Skálatúns við niðurstöðum úttekar.
Afgreiðsla 1443. fundar bæjarráðs samþykkt á 762. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1444
Aðkoma sáttasemjara að rekstri Skálatúns og viðbrögð Skálatúns við niðurstöðum úttekar.
Bæjarráð upplýst um stöðu viðræðna um rekstur Skálatúns. Bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs falið að halda áfram viðræðum við málsaðila um lausn málsins.