10. desember 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vatnsborun Seljabrekku202008678
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um vatnsborun í landi Seljabrekku í Mosfellsdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs, með aðkomu lögmanns Mosfellsbæjar, að ganga frá drögum að samkomulagi við landeiganda Seljabrekku um kaup á landsskika vegna rannsóknarborunar sem lagt verði fyrir bæjarráð til samþykktar. Jafnframt samþykkt að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að senda inn umsókn um heimild til rannsóknarborunar til Orkustofnunar, heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og annarra viðeigandi aðila.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
2. Umferðarljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu202012051
Skýrsla með niðurstöðum á úttekt á umferðarljósastýringu á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður úttektar á umferðarljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu.
Í úttektinni felst greining á núverandi umferðarljósakerfi og rekstri þess, mat á kostum og göllum mismunandi umferðarljósakerfa og verkferla og tillaga um hvernig þróa á umferðarljósastýringar á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa skýrslunni til kynningar í skipulagsnefnd.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
3. Yfirfærsla vega sem falla úr tölu stofnvega og verða sveitarfélagavegir skv. vegalögum.202011419
Upplýsingar um samskipti SSH og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna yfirfærslu vega sem falla úr tölu stofnvega og verða sveitarfélagavegir skv. vegalögum (skilavegir).
Bæjarstjóri kynnti stöðu mála varðandi viðræður við Vegagerðina um frágang á rekstrar- og viðhaldsþáttum í tengslum við svokallaða skilavegi. Lagt fram bréf SSH til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 10.11.2020 og svarbréf ráðuneytisins, dags. 11.11.2020 varðandi málið.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
4. Málefni Skálatúns201902055
Tillögur um næstu skref í rekstri Skálatúns.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við IOGT um nýtingu óbyggðs lands á lóð Skálatúns. Jafnframt samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við IOGT um framtíðarskipulag á rekstri Skálatúns.
5. Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands um viðhald og nýframkvæmdir202012009
Frjálsíþróttasambandið minnir á mikilvægi þess að fyrirliggjandi keppnis- og æfingaaðstaða sé fullnægjandi auk þess sem hugað verði að nýframkvæmdum.
Lagt fram.
6. Þingsályktun um skákkennslu í grunnskólum- beiðni um umsögn202012004
Þingsályktun um skákkennslu í grunnskólum - beiðni um umsögn fyrir 11. desember
Lagt fram.
7. Þingsályktun um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum - beiðni um umsögn202012006
Þingsályktun um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum - beiðni um umsögn fyrir 15. desember
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjórum fjölskyldusviðs og fræðslu- og frístundasviðs að rita umsögn um málið.