11. janúar 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður B Guðmundsson varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fossatunga 9-15 - breyting á deiliskipulagi201811023
Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu." Borist hefur viðbótarerindi.
Meirihluti skipulagsnefndar er jákvæður gagnvart erindinu og heimilar umsækjanada að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. , Fulltrúar L og M lista greiða atkvæði gegn erindinu. Bókun M lista: Deiliskipulag var samþykkt árið 2016, lóðarhafa var ljóst að hvaða skilmálum hann gekk þegar hann kaupir lóðina. Það að fjölga íbúðum á lóð gefur að öllum líkindum fordæmi. Að öllum líkindum verða vandamál með bílastæði. Umferð mun einnig aukast í götunni. Fulltrúi L lista tekur efnislega undir bókun M lista.
2. Klapparhlíð - gangbrautir á götunni Klapparhlíð201810111
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar og úrvinnslu umhverfissviðs." Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu.
Frestað.
3. Efri-Klöpp - stækkun á húsi lnr. 125248201901118
Borist hefur erindi frá Öldu Sigurðardóttur dags. 19. desember 2018 varðandi stækkun á húsinu að Efri-Klöpp landnr. 125248
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum, þar sem m.a. er gerð nánari grein fyrir stærð viðbyggingar og takmörkunum með tilliti til vatnsverndar samkvæmt ákvæðum svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðisins.
4. Sumarhús í landi við Varmá, landnr. 125418 - fyrirspurn varðandi hús201901119
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónassyni ark. fh. Lukasz Slezak dags. 4. janúar 2019 varðandi sumarhúsaland við Varmá landnr. 125418.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman svör við erindinu og leggja fram drög að svörum á næsta fundi nefndar.
5. Framkvæmdaleyfisumsókn vegna endurnýjunar á háspennustrengjum við Vesturlandsveg.201901120
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landsneti dags. 4. janúar 2019 vegna endurnýjunar á háspennustreng við Vesturlandsveg.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
6. Bæjarás 1 - skipting lóðar201806102
Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að rökstyðja synjun erindis í samræmi við niðurstöður nefndarinnar." Borist hefur nýtt erindi.
Skipulagsnefnd óskar eftir skýrari gögnum, sem sýna hvort um sé að ræða eina eða tvær íbúðir, til að hægt sé að taka afstöðu til erindisins.
7. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins - tillaga að breytingu á svæðisskipulagi.201901121
Borist hefur erindi frá SSH dags. 7. janúar 2018 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins á málinu.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 353201812020F
Samþykkt.
8.1. Álafossvegur 23, Umsókn um byggingarleyfi 201807044
Sigurjón Axelsson Álafossvegur 23 sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar á 4. hæð fjölbýlishúss á lóðinni Álafossvegur nr.23, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.8.2. Blesabakki 1 / Umsókn um byggingarleyfi 201806324
Guðríður Gunnarsdóttir Laxatungu 11 sækir um leyfi til að byggja úr timbri kaffiaðstöðu ofan á matshluta 0102 á lóðinni Blesabakki nr. 3, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Fyrir breytingu 241,3 m², 865,5 m³. Eftir breytingu 265,3 m², 902,5 m³.8.3. Kvíslartunga 9 umsókn um byggingarleyfi 200703002
Lilja Hrafnberg Kvíslartungu 9 sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi tvíbýlishúss á lóðinni Kvíslartunga nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
8.4. Reykjahvoll 33, Umsókn um byggingarleyfi 201306156
Guðmundur Borgarsson ehf. sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 33 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.8.5. Sölkugata 9, Umsókn um byggingarleyfi 201806251
Ómar Ingþórsson og Þorbjörg Jensdóttir, þrastarhöfði 2 Mosfellsbæ, sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbygðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Sölkugata nr.9 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 354,2 m², bílgeymsla 36,2 m², 1.201,165 m³.