16. maí 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samkomulag um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að lagningu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu201905110
Anna Sigríður Guðnadóttir sat undir kynningu frá SSH.Framkvæmdastjóri SSH, Páll Björgvin Guðmundsson, kemur kl. 8.00 og kynnir málið.
Bæjarráð samþykkir samninginn á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu enda liggi fyrir samþykkt allra sveitarfélaganna og að greiðsla þeirra á kr. 500 mkr séu háðar því að ásættanlegur samningur náist við ríkið samanber grein 7. í samkomulagi SSH og Vegagerðarinnar
Bókun V-, D- og C-lista
Bæjarráð Mosfellsbæjar fagnar fyrirliggjandi samningum um undirbúningsverkefni borgarlínunnar. Um er að ræða tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, fyrirkomulag og verkefnaskiptingu Vegagerðarinnar og SSH vegna þessa. Verkefnið er mikilvægur liður í því samkomulagi sem unnið er að á milli ríkisins og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033. Samkvæmt erindisbréfi starfshóps sem vinnur að því er markmiðið að komast að samkomulagi um fjármögnun 102 milljarða fjárfestingaráætlunar í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, eða um 7 milljarða á ári í 15 ár. Uppbygging samgangna á höfuðborgarsvæðinu, stofnbrauta, almenningssamgangna og hjóla- og göngustíga, er afar brýnt viðfangsefni til að ná fram markmiðum um betra umferðarflæði, meira öryggi vegfarenda og til að draga úr mengun á svæðinu. Samþykkt fyrirliggjandi samninga um næstu skref hvað almenningssamgöngurnar varðar er mikilvæg en framhald heildaruppbyggingar samgöngumannvirkjanna ræðst síðan af því hvort ásættanlegur samningur náist á milli ríkis og sveitarfélaga.Bókun fulltrúa M-lista
Fulltrúi Miðflokksins telur mikilvægt að kanna, með tilsvarandi greiningar- og hönnunarvinnu, hvort ekki þurfi að forgangsraða framkvæmdum við önnur samgöngumannvirki en Borgarlínu til að ná fram auknum afköstum sem allra fyrst til að losa um umferðahnúta og tafir sem þegar skapa mikinn vanda og kostnað. Fulltrúi Miðflokksins samþykkir að Mosfellsbær taki þátt í þessari greiningar- og hönnunarvinnu með fyrirvara þeim er varðar kostnaðarþátttöku annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samning við ríkið um framangreinda vinnu.Gestir
- Anna Sigríður Guðnadóttir
- Hrafnkell Proppé
2. Úttekt og endurbætur íþróttagólfa, Íþróttamiðstöðin Varmá2018084785
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Egil Árnason og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs þeirra að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Samþykkt með tveim atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Egil Árnason og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs þeirra að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt. Fulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins leggur til að lokadrög að verksamningi, þrátt fyrir að frumdrög liggi fyrir í útboðsgöngum, liggi ávallt fyrir bæjarráðsfundum Mosfellsbæjar svo að skýrt og greinilega komi fram að um lokadrög séu að ræða. Með því má tryggja aukið gagnsæi varðandi vinnu við verkið og samningagerð. Fulltrúi Miðflokksins situr hjá sökum þessa en er að öðru leyti ánægður með þessar framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar og fagnar þeim.Bókun V- og D-lista
Verksamningsdrög á grunni útboðsgagna liggja fyrir ásamt öllum tilboðstölum. Fulltrúar V og D lista telja rétt að veita umhverfissviði heimild til að ljúka málinu.3. Samkeppni um aðkomutákni á bæjarmörkum201711015
Tillaga um gerð aðkomutákns að bæjarmörkum Mosfellsbæjar skv. vinningstillögu.
Samþykkt með tveim atkvæðum að hefjast handa við smíði eins aðkomutákns að Mosfellsbæ til samræmis við úrslit hönnunarsamkeppni. Fulltrúi M-lista sat hjá.
4. Okkar Mosó 2019201701209
Okkar Mosó 2019 - Kynning á verkefnum sem lagt er til að fari í kosningu meðal íbúa 17.-28.maí næstkomandi.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með frábæra þátttöku Mosfellinga í verkefninu Okkar Mosó 2019. Kosning um þrjátíu tillögur fer fram dagana 17.-28. maí og vill bæjarráð hvetja Mosfellinga til að taka þátt í kosningunni.
5. Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga - beiðni um umsögn201905106
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til nýrra heildarlaga um skráningu einstaklinga.
Frestað vegna tímaskorts.
6. Ljósleiðari í dreifbýli201802204
Lögð eru fyrir bæjarráð drög að samningi við Fjarskiptasjóð um styrkúthlutun á árinu 2019-2021 til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli Mosfellsbær (Ísland ljóstengt)ásamt minnisblaði umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU.
Frestað vegna tímaskorts.