Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. maí 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sam­komulag um tækni­leg­an og fjár­hags­leg­an und­ir­bún­ing að lagn­ingu há­gæða al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu201905110

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir sat und­ir kynn­ingu frá SSH.

    Framkvæmdastjóri SSH, Páll Björgvin Guðmundsson, kemur kl. 8.00 og kynnir málið.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir samn­ing­inn á milli sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu enda liggi fyr­ir sam­þykkt allra sveit­ar­fé­lag­anna og að greiðsla þeirra á kr. 500 mkr séu háð­ar því að ásætt­an­leg­ur samn­ing­ur ná­ist við rík­ið sam­an­ber grein 7. í sam­komu­lagi SSH og Vega­gerð­ar­inn­ar

    Bók­un V-, D- og C-lista
    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fagn­ar fyr­ir­liggj­andi samn­ing­um um und­ir­bún­ings­verk­efni borg­ar­lín­unn­ar. Um er að ræða tækni­leg­an og fjár­hags­leg­an und­ir­bún­ing að há­gæða al­menn­ings­sam­göng­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, fyr­ir­komulag og verk­efna­skipt­ingu Vega­gerð­ar­inn­ar og SSH vegna þessa. Verk­efn­ið er mik­il­væg­ur lið­ur í því sam­komu­lagi sem unn­ið er að á milli rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna um upp­bygg­ingu sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til árs­ins 2033. Sam­kvæmt er­ind­is­bréfi starfs­hóps sem vinn­ur að því er mark­mið­ið að kom­ast að sam­komu­lagi um fjár­mögn­un 102 millj­arða fjár­fest­ingaráætl­un­ar í sam­göngu­mál­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða um 7 millj­arða á ári í 15 ár. Upp­bygg­ing sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, stofn­brauta, al­menn­ings­sam­gangna og hjóla- og göngu­stíga, er afar brýnt við­fangs­efni til að ná fram mark­mið­um um betra um­ferð­ar­flæði, meira ör­yggi veg­far­enda og til að draga úr meng­un á svæð­inu. Sam­þykkt fyr­ir­liggj­andi samn­inga um næstu skref hvað al­menn­ings­sam­göng­urn­ar varð­ar er mik­il­væg en fram­hald heild­ar­upp­bygg­ing­ar sam­göngu­mann­virkj­anna ræðst síð­an af því hvort ásætt­an­leg­ur samn­ing­ur ná­ist á milli rík­is og sveit­ar­fé­laga.

    Bók­un full­trúa M-lista
    Full­trúi Mið­flokks­ins tel­ur mik­il­vægt að kanna, með til­svar­andi grein­ing­ar- og hönn­un­ar­vinnu, hvort ekki þurfi að for­gangsr­aða fram­kvæmd­um við önn­ur sam­göngu­mann­virki en Borg­ar­línu til að ná fram aukn­um af­köst­um sem allra fyrst til að losa um um­ferða­hnúta og taf­ir sem þeg­ar skapa mik­inn vanda og kostn­að. Full­trúi Mið­flokks­ins sam­þykk­ir að Mos­fells­bær taki þátt í þess­ari grein­ing­ar- og hönn­un­ar­vinnu með fyr­ir­vara þeim er varð­ar kostn­að­ar­þátt­töku ann­arra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og samn­ing við rík­ið um fram­an­greinda vinnu.

    Gestir
    • Anna Sigríður Guðnadóttir
    • Hrafnkell Proppé
  • 2. Út­tekt og end­ur­bæt­ur íþróttagólfa, Íþróttamið­stöðin Varmá2018084785

    Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Egil Árnason og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs þeirra að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.

    Sam­þykkt með tveim at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Egil Árna­son og að um­hverf­is­sviði verði veitt heim­ild til und­ir­rit­un­ar samn­ings á grund­velli til­boðs þeirra að því gefnu að skil­yrð­um út­boðs­gagna sé upp­fyllt. Full­trúi M-lista sat hjá við af­greiðsl­una.

    Bók­un M-lista
    Full­trúi Mið­flokks­ins legg­ur til að loka­drög að verk­samn­ingi, þrátt fyr­ir að frumdrög liggi fyr­ir í út­boðs­göng­um, liggi ávallt fyr­ir bæj­ar­ráðs­fund­um Mos­fells­bæj­ar svo að skýrt og greini­lega komi fram að um loka­drög séu að ræða. Með því má tryggja auk­ið gagn­sæi varð­andi vinnu við verk­ið og samn­inga­gerð. Full­trúi Mið­flokks­ins sit­ur hjá sök­um þessa en er að öðru leyti ánægð­ur með þess­ar fram­kvæmd­ir sem eru fyr­ir­hug­að­ar og fagn­ar þeim.

    Bók­un V- og D-lista
    Verk­samn­ings­drög á grunni út­boðs­gagna liggja fyr­ir ásamt öll­um til­boðstöl­um. Full­trú­ar V og D lista telja rétt að veita um­hverf­is­sviði heim­ild til að ljúka mál­inu.

  • 3. Sam­keppni um að­komu­tákni á bæj­ar­mörk­um201711015

    Tillaga um gerð aðkomutákns að bæjarmörkum Mosfellsbæjar skv. vinningstillögu.

    Sam­þykkt með tveim at­kvæð­um að hefjast handa við smíði eins að­komu­tákns að Mos­fells­bæ til sam­ræm­is við úr­slit hönn­un­ar­sam­keppni. Full­trúi M-lista sat hjá.

    • 4. Okk­ar Mosó 2019201701209

      Okkar Mosó 2019 - Kynning á verkefnum sem lagt er til að fari í kosningu meðal íbúa 17.-28.maí næstkomandi.

      Bæj­ar­ráð lýs­ir yfir ánægju með frá­bæra þátt­töku Mos­fell­inga í verk­efn­inu Okk­ar Mosó 2019. Kosn­ing um þrjá­tíu til­lög­ur fer fram dag­ana 17.-28. maí og vill bæj­ar­ráð hvetja Mos­fell­inga til að taka þátt í kosn­ing­unni.

      • 5. Frum­varp til laga um skrán­ingu ein­stak­linga - beiðni um um­sögn201905106

        Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til nýrra heildarlaga um skráningu einstaklinga.

        Frestað vegna tíma­skorts.

      • 6. Ljós­leið­ari í dreif­býli201802204

        Lögð eru fyrir bæjarráð drög að samningi við Fjarskiptasjóð um styrkúthlutun á árinu 2019-2021 til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli Mosfellsbær (Ísland ljóstengt)ásamt minnisblaði umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU.

        Frestað vegna tíma­skorts.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:07