6. september 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Herdís Kristín Sigurðardóttir (HKS) 3. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Land lögmanna f.h. Kjartans Jónssonar vegna Hraðastaða 1201610007
Fyrirspurn vegna Hraðastaða 1, lnr. 123653
Samþykkt með 3 atkvæðum 1365. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til umsagnar Skipulagsfulltrúa.
2. Ósk um endurgreiðslu ofgreiddra gatnagerðargjalda201804219
Beiðni um endurgreiðslu álagðra gatnagerðargjalda að hluta. Minnisblað skipulagsfulltrúa sem óskað var eftir í kjölfar minnisblaðs lögmanns.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1365. fundar bæjarráðs að fermetrafjöldi þess sumarhúss sem rifið var/verður að Skógum við Engjaveg 22 komi til lækkunar fermetrafjölda nýbyggingar á lóðinni við útreikning gatnagerðargjalda.
3. Erindi til bæjarráðs varðandi hverfisvernd201809013
Erindi Víghólls, íbúasamtaka varðandi hverfisvernd í Mosfellsdal.
Bókun M- lista: Við ákvörun á hverfisvernd í Mosfellsbæ, sem er afar íþyngjandi inngrip í eignarrétt þess sem ber að lúta takmörkunum á nýtingarétti vegna hverfisverndar, er mikilvægt að ítarleg gögn og tilsvarandi rannsóknir liggi til grundvallar ákvörðun af þessum toga og aðalskipulagi. Fulltrúi Miðflokksins í bæjarráði leggur áherslu á að öll gögn og allar upplýsingar, eftir atvikum niðurstöður rannsókna á vatnasviði, verði send þeim sem hafa hagsmuni að gæta.
Bókun V- og D lista: Misskilnings gætir í bókun M- lista á eðli hverfisverndar og þá sérstaklega varðandi ástæður og forsendur þess að svæði njóti slíkrar verndar. Skipulagsreglur eru í eðli sínu íþyngjandi en eru settar til verndar almannahagsmuna.
Samþykkt með 2 atkvæðum 1365. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til umsagnar Umhverfissviðs. Fulltrúi M- lista situr hjá.
4. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út búnaðarkaup vegna 1 & 4 áfanga Helgafellsskóla.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1365. fundar bæjarráðs að fresta málinu til næsta fundar.
5. Úttekt og endurbætur íþróttagólfa, Íþróttamiðstöðin Varmá2018084785
Mati á ástandi á gólfefna og undirlags í sölum 1, 2 og 3 í íþróttamiðstöðinni að Varmá auk kostnaðaráætlunar.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1365. fundar bæjarráðs að fela umhverfissviði að vinna málið áfram á grundvelli þess sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði.
6. Landsfundur jafnréttismála og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018201804072
Landsfundur sveitarfélaga í jafnréttismálum, málþing og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018
Lagt fram.