5. apríl 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála - beiðni um umsögn201803392
Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála - beiðni um umsögn fyrir 5. apríl.
Lagt fram
2. Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis)201802129
Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis).
Lagt fram
3. Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur - beiðni um umsögn201803427
Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur - beiðni um umsögn fyrir 12. apríl
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um frumvarpið.
4. Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga - beiðni um umsögn201803160
Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga - umsögn fjármálastjóra.
Bæjarráð samþykkti með þremur atkvæðum að taka undir þau sjónarmið sem koma fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um þingsályktunartillögu um skiptingu útsvarstekna.
5. Ósk um aukið framlag til mfl. karla í knattsyrnu UMFA.201802181
Minnisblað starfsmanns vegna erindis frá knattspyrnudeild Aftureldingar þar sem óskað var eftir auknu framlag til mfl. karla í knattspyrnu
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera samning við Aftureldingu um aukið vinnuframlag vegna reksturs Tungubakka til samræmis við framlagt minnisblað.
6. Þingvallavegur um Mosfellsdal201704123
Erindi frá Víghóli varðandi Þingvallaveg um Mosfellsdal. Ósk um þátttöku í kostnaði og samvinnu vegna vegarins.
Bæjarráð samþykkti með þremur atkvæðum að taka þátt í kostnaði vegna vinnu Verkís við þetta verkefni um sem nemur allt að helmingi þess kostnaðar sem til hefur fallið eða kr. 121.015.
7. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félagasamtaka í Mosfellsbæ 2018201802093
Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félagasamtaka í Mosfellsbæ 2018
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framkomnar tillögur um styrkveitingar til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignaskatts hjá Mosfellsbæ árið 2018.
8. Vátryggingar Mosfellsbæjar - útboð201803402
Ósk um að bæjarráð heimili útboð á vátryggingum Mosfellsbæjar í samstarfi við Consello ehf.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila útboð á vátryggingum Mosfellsbæjar til samræmis við framlagt minnisblað.
9. Framlag 2018 vegna Skálatúns201802290
Framlag til Skálatúns 2018.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 til samræmis við framlögð gögn.
10. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2017201801245
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum framlagðan ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar vegna ársins 2017.