5. apríl 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skolafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Yfirlit yfir félagsfærninámskeið og verkefni í grunnskólum201604004
Kynning á ýmsum félagsfærniverkefnum í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynningu sérfræðiþjónustu á ýmsum félagsfærniverkefnum í grunnskólum Mosfellsbæjar.
2. Hinsegin fræðsla í grunnskólum Mosfellsbæjar - tillaga frá bæjarfulltrúum allra flokka201506183
Í bókun 311. fundar fræðslunefndar segir ma: Fræðslunefnd ... felur Skólaskrifstofu og skólunum að koma með tillögu að útfærslu fræðslunnar.
Áfram verði haldið með það fræðslustarf sem fram fer í grunnskólum Mosfellsbæjar varðandi hinsegin fræðslu. Jafnframt lagt til að leitað verði til Samtakanna 78 og/eða annarra fagaðila, um frekari fræðslu og kynningu á hinsegin fræðslu í samvinnu við skólanna, bæði er snertir fræðslu fyrir kennara, nemendur svo og alla starfsmenn skólanna. Fræðsla þessi fari fram á næsta skólaári og verði kynnt fræðslunefnd.
3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015201601291
Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 lagðar fram.
Skólaskrifstofa, í samvinnu við leik- og grunnskóla, rýni í niðurstöður þeirra atriða er snúa að leik- og grunnskóla og kynni fyrir fræðslunefnd.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Heilsueflandi samfélag201208024
Bæjarráð vísaði framvinduskýrslu um verkefnið Heilsueflandi samfélag til umfjöllunar fagnefnda bæjarins.
Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin kynnti framvinduskýrslu um Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ.