25. apríl 2018 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- María Birna Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm fræðslusvið
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Innritun í leik- og grunnskóla haust 2018201804260
Upplýsingar um innritun barna í leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar haustið 2018 lagðar fram
Búið er að innrita í leikskóla Mosfellsbæjar öll börn fædd 2016 og eldri. Jafnframt er verið að úthluta 48 plássum í ungbarndeildir.
2. Starfsfólk leikskóla201804270
Samantekt af kennurum leikskóla Mosfellsbæjar og skiptingu eftir menntun
Leikskólakennarar og annað háskólamenntað fagfólk í leikskólunum bæjarins er um 41% af starfsmannahópnum. Fræðslusviðið og leikskólastjórar leggja áherslu á og styðja starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum.
3. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2017 - 2018201703415
Upplýsingar um fjölda barna og hreyfingar í Mosfellsbæ í mars 2018 lagðar fram til upplýsinga
Beytingar á fjölda leik- og grunnskólabarna í skólum Mosfellsbæjar milli mánaða, kynnt.
4. Vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans201701401
Fyrirspurn frá fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd um stöðu umbótaáætlunar Vegvísis í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Á fræðslufundi þann 14.2.2018 var farið lauslega yfir stöðuna á framkvæmdaáætlun Vegvísis. Formlegt stöðumat verður framkvæmt í lok skólaárs og verður kynnt fræðslunefnd þegar það liggur fyrir.
5. Hinsegin fræðsla í grunnskólum Mosfellsbæjar.201506183
Fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar í fræðslunefnd um upplýsingar um fræðslustarf er varðar hinsegin fræðslu í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Fulltrúi skólastjórnenda í Fræðslunefnd gerði grein fyrir í hinsegin fræðslu í grunnskólum Mosfellsbæjar. Fjölbreytt fræðsla í öllum árgöngum.
6. Hafragrautur í grunnskólum Mosfellsbæjar201804295
Fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar í fræðslunefnd um upplýsingar um stöðu mála varðandi hafragraut í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Kynning á framkvæmd við sölu á hafragraut í grunnskólum Mosfellsbæjar.