Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. apríl 2015 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Örn Jónasson (ÖJ) formaður
 • Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
 • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
 • Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
 • Sigurður L Einarsson 1. varamaður
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
 • Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

  Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin ehf kemur og kynnir stöðu og markmið verkefnisins.

  Á fund­inn mætti Ólöf Sívertsen og kynnti starf Heilsu­efl­andi sam­fé­lags.

  • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um að draga úr plast­poka­notk­un201503385

   Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun. Vísað til umhverfisnefndar til upplýsingar á 1207. fundi bæjarráðs þann 9. apríl 2015.

   Um­hverf­is­nefnd hef­ur kynnt sér er­indi Al­þing­is um til­lögu til þings­álykt­un­ar til þess að draga út plast­poka­notk­un og já­kvæð fyr­ir er­ind­inu.
   Nefnd­in hvet­ur bæj­ar­yf­ir­völd til þess að ganga fram með góðu for­dæmi.

   • 3. Árs­fund­ur Um­hverf­is­stofn­un­ar 2015201504074

    Kynning á ársfundi Umhverfisstofnunar sem haldinn verður 17. apríl n.k.

    Um­hverf­is­stjóri kynnti árs­fund Um­hverf­is­stofn­un­ar sem hald­inn er 17. apríl 2015 og hvatti nefnd­ar­menn til þess að mæta á fund­inn.

    • 4. Tjón vegna óveð­urs 14. mars 2015201503370

     Lögð fyrir bæjarráð stutt samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015. Bæjarráð samþykkti á 1204. fundi að senda samantektina til umhverfisnefndar til kynningar.

     Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti fyr­ir um­hverf­is­nefnd sam­an­tekt vegna tjóns sem varð af völd­um óveð­urs þann 14. mars 2015.

     • 5. Skýrsla Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014201504040

      Lögð fram ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt áætlun um framkvæmdir félagsins árið 2015.

      Um­hverf­is­stjóri kynnti fyr­ir um­hverf­is­nefnd skýrslu Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014 en í henni er greint frá helstu verk­efn­um síð­asta árs ásamt áætlun um fram­kvæmd­ir árs­ins 2015.

      Almenn erindi - umsagnir og vísanir

      • 6. Er­indi Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar um sam­st­arf vegna Mel­túns­reits201503337

       Lögð fram umsögn umhverfissviðs og nánari gögn vegna erindis Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna skipulags skógræktarsvæðis í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.

       Um­hverf­is­stjóri kynnti um­sögn um­hverf­is­sviðs um mögu­legt sam­st­arf við Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar um fram­kvæmd­ir á Mel­túns­reit í til­efni af 60 ára af­mæl­is fé­lags­ins.
       um­hverf­is­nefnd er já­kvæð fyr­ir er­ind­inu og hvet­ur bæj­ar­yf­ir­völd til sam­starfs við Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar um verk­efn­ið. Um­hverf­is­sviði fal­ið að skoða mögu­lega út­færslu á verk­efn­inu.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.