16. apríl 2015 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Sigurður L Einarsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsueflandi samfélag201208024
Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin ehf kemur og kynnir stöðu og markmið verkefnisins.
Á fundinn mætti Ólöf Sívertsen og kynnti starf Heilsueflandi samfélags.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun201503385
Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun. Vísað til umhverfisnefndar til upplýsingar á 1207. fundi bæjarráðs þann 9. apríl 2015.
Umhverfisnefnd hefur kynnt sér erindi Alþingis um tillögu til þingsályktunar til þess að draga út plastpokanotkun og jákvæð fyrir erindinu.
Nefndin hvetur bæjaryfirvöld til þess að ganga fram með góðu fordæmi.3. Ársfundur Umhverfisstofnunar 2015201504074
Kynning á ársfundi Umhverfisstofnunar sem haldinn verður 17. apríl n.k.
Umhverfisstjóri kynnti ársfund Umhverfisstofnunar sem haldinn er 17. apríl 2015 og hvatti nefndarmenn til þess að mæta á fundinn.
4. Tjón vegna óveðurs 14. mars 2015201503370
Lögð fyrir bæjarráð stutt samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015. Bæjarráð samþykkti á 1204. fundi að senda samantektina til umhverfisnefndar til kynningar.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti fyrir umhverfisnefnd samantekt vegna tjóns sem varð af völdum óveðurs þann 14. mars 2015.
5. Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2014201504040
Lögð fram ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt áætlun um framkvæmdir félagsins árið 2015.
Umhverfisstjóri kynnti fyrir umhverfisnefnd skýrslu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 en í henni er greint frá helstu verkefnum síðasta árs ásamt áætlun um framkvæmdir ársins 2015.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna Meltúnsreits201503337
Lögð fram umsögn umhverfissviðs og nánari gögn vegna erindis Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um samstarf vegna skipulags skógræktarsvæðis í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.
Umhverfisstjóri kynnti umsögn umhverfissviðs um mögulegt samstarf við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um framkvæmdir á Meltúnsreit í tilefni af 60 ára afmælis félagsins.
umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindinu og hvetur bæjaryfirvöld til samstarfs við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar um verkefnið. Umhverfissviði falið að skoða mögulega útfærslu á verkefninu.