19. mars 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skýrsla sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks.201503380
Skýrsla sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks lögð fram ásamt bréfi formanns.
Lagt fram.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni201502344
Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Strætó bs. og umhverfissviðs.
Lagt fram.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar á hagkvæmni lestarsamgangna201503379
Erindi Alþingis sent til umsagnar Mosfellsbæjar.
Lagt fram.
4. Erindi Kots ylræktar varðandi holræsagjald201501809
Ósk íbúa við Æsustaðaveg 6 um niðurfellingu rotþróargjalda. Meðfylgjandi er umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Bæjarráð getur ekki fallist á ósk um niðurfellingu rotþróargjalds og felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs áframhaldandi vinnu málsins í samræmi við framlagt minnisblað.
5. Tjón vegna óveðurs 14. mars 2015201503370
Lögð fyrir bæjarráð stutt samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015.
Þorsteinn Sigvaldason, forstöðumaður þjónustustöðvar og Bjarni Ásgeirsson, bæjarverkstjóri, mættu á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda fyrirliggjandi samantekt til skipulagsnefndar og umhverfisnefndar til upplýsingar.
6. Ársskýrsla umhverfissviðs201503298
Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2014.
Lagt fram.
7. Erindi Bryndísar Haraldsdóttur bæjarfulltrúa um rafræn skilríki201503382
Óskað eftir upplýsingum um rafræn skilríki og notkun þeirra í stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Frestað.