Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. júní 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kort­lagn­ing um­ferð­ar­há­vaða og gerð að­gerða­áætl­ana201204069

    Fulltrúi verkfræðistofunnar Eflu ehf. mætir á fundinn og kynnir drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða í Mosfellsbæ ásamt greinargerð sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Skv. tilskipuninni ber að kynna aðgerðaráætlunina fyrir almenningi í 4 vikur og er óskað eftir samþykki umhverfisnefndar fyrir því að aðgerðaráætlunin verði auglýst til kynningar.

    Ólaf­ur Daní­els­son og Kristín Óm­ars­dótt­ir frá Verk­fræði­stof­unni Eflu mættu á fund­inn og gerðu grein fyr­ir að­gerða­áætlun vegna há­vaða í Mos­fells­bæ sem unn­in er skv. há­vaða­til­skip­un ESB frá ár­inu 2002 og reglu­gerð nr. 1000/2005.
    Um­hverf­is­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi að­gerða­áætlun og mæl­ing­ar og sam­þykk­ir fyr­ir sitt leyti að áætl­un­in verði aug­lýst til kynn­ing­ar.

    • 2. Hunda­hald í Mos­fells­bæ 2013201306079

      Lögð fram svör umhverfissviðs Mosfellsbæjar við fyrirspurnum fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd varðandi hundahald í Mosfellsbæ. Hundaeftirlitsmaður Mosfellsbæjar kemur á fundinn.

      Hafdís Ósk­ars­dótt­ir hunda­eft­ir­lits­mað­ur Mos­fells­bæj­ar mætti til fund­ar­ins og svar­aði fyr­ir­spurn­um varð­andi hunda­hald í Mos­fells­bæ.
      Um­hverf­is­nefnd ræddi al­mennt um hunda­hald í Mos­fells­bæ og vill minna á að gefnu til­efni að sam­kvæmt gild­andi hunda­sam­þykkt er lausa­ganga hunda óheim­il og á al­manna­færi er hundeig­end­um skylt að þrífa upp eft­ir hunda sína.

      • 3. Regl­ur um hænsna­hald í Mos­fells­bæ201211086

        Drög að reglum um hænsnahald í Mosellsbæ lagðar fram til umræðu, en umhverfisnefnd lagði til á 133. fundi sínum þann 21.06.2012 að unnar yrðu sérstakar reglur um hænsnahald í bæjarfélaginu.

        Í sam­ræmi við álit frá lög­ræði­stof­unni LEX legg­ur um­hverf­is­nefnd til að heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæð­is full­móti og af­greiði regl­ur um hænsna­hald í Mos­fells­bæ.

        • 4. Er­indi beit­ar­nefnd­ar Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar um breyt­ingu á út­lín­um vernd­ar­lands við Varmárósa201303173

          Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa. Umhverfisnefnd samþykkti á 139. fundi sínum þann 21.03.2013 að kanna vettvang við Leiruvogi ásamt hestamannafélaginu og jafnframt að óska eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar, sem nú liggur fyrir.

          Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að Nátt­úru­fræði­stofn­un verði feng­in til að kanna út­breiðslu fitjasefs í Leir­vogi og gefa álit sitt á því hvort hrossa­beit á af­mörk­uð­um hólf­um inn­an frið­aða svæð­is­ins þar myndi skaða vöxt og við­g­ang plönt­unn­ar.

          • 5. Er­indi Um­hverf­is- og auð­lind­ar­ráðu­neyt­is varð­andi Dag ís­lenskr­ar nátt­úru 2013201305194

            Lagt fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem sveitarfélög eru hvött til að efna til viðburða í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september 2013

            Um­hverf­is­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­hverf­is­stjóra til úr­vinnslu.

            • 6. Skýrsla Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2012201304239

              Áætlun Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um fyrirhugaða útplöntun og skipulag skógræktarsvæða innan Mosfellsbæjar árið 2013 lögð fram til kynningar. Umhverfisnefnd óskaði eftir áætluninni á 140. fundi sínum þann 18.04.2013 í samræmi við 3. gr. samstarfssamnings Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

              Um­hverf­is­nefnd þakk­ar fyr­ir skýrslu Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar og
              legg­ur til að unn­in verði ít­ar­leg stefnu­mörk­un um skógrækt í Mos­fells­bæ.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00