20. júní 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana201204069
Fulltrúi verkfræðistofunnar Eflu ehf. mætir á fundinn og kynnir drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða í Mosfellsbæ ásamt greinargerð sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Skv. tilskipuninni ber að kynna aðgerðaráætlunina fyrir almenningi í 4 vikur og er óskað eftir samþykki umhverfisnefndar fyrir því að aðgerðaráætlunin verði auglýst til kynningar.
Ólafur Daníelsson og Kristín Ómarsdóttir frá Verkfræðistofunni Eflu mættu á fundinn og gerðu grein fyrir aðgerðaáætlun vegna hávaða í Mosfellsbæ sem unnin er skv. hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi aðgerðaáætlun og mælingar og samþykkir fyrir sitt leyti að áætlunin verði auglýst til kynningar.2. Hundahald í Mosfellsbæ 2013201306079
Lögð fram svör umhverfissviðs Mosfellsbæjar við fyrirspurnum fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd varðandi hundahald í Mosfellsbæ. Hundaeftirlitsmaður Mosfellsbæjar kemur á fundinn.
Hafdís Óskarsdóttir hundaeftirlitsmaður Mosfellsbæjar mætti til fundarins og svaraði fyrirspurnum varðandi hundahald í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd ræddi almennt um hundahald í Mosfellsbæ og vill minna á að gefnu tilefni að samkvæmt gildandi hundasamþykkt er lausaganga hunda óheimil og á almannafæri er hundeigendum skylt að þrífa upp eftir hunda sína.3. Reglur um hænsnahald í Mosfellsbæ201211086
Drög að reglum um hænsnahald í Mosellsbæ lagðar fram til umræðu, en umhverfisnefnd lagði til á 133. fundi sínum þann 21.06.2012 að unnar yrðu sérstakar reglur um hænsnahald í bæjarfélaginu.
Í samræmi við álit frá lögræðistofunni LEX leggur umhverfisnefnd til að heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis fullmóti og afgreiði reglur um hænsnahald í Mosfellsbæ.
4. Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á útlínum verndarlands við Varmárósa201303173
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa. Umhverfisnefnd samþykkti á 139. fundi sínum þann 21.03.2013 að kanna vettvang við Leiruvogi ásamt hestamannafélaginu og jafnframt að óska eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar, sem nú liggur fyrir.
Umhverfisnefnd leggur til að Náttúrufræðistofnun verði fengin til að kanna útbreiðslu fitjasefs í Leirvogi og gefa álit sitt á því hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins þar myndi skaða vöxt og viðgang plöntunnar.
5. Erindi Umhverfis- og auðlindarráðuneytis varðandi Dag íslenskrar náttúru 2013201305194
Lagt fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem sveitarfélög eru hvött til að efna til viðburða í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september 2013
Umhverfisnefnd vísar erindinu til umhverfisstjóra til úrvinnslu.
6. Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2012201304239
Áætlun Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um fyrirhugaða útplöntun og skipulag skógræktarsvæða innan Mosfellsbæjar árið 2013 lögð fram til kynningar. Umhverfisnefnd óskaði eftir áætluninni á 140. fundi sínum þann 18.04.2013 í samræmi við 3. gr. samstarfssamnings Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Umhverfisnefnd þakkar fyrir skýrslu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og
leggur til að unnin verði ítarleg stefnumörkun um skógrækt í Mosfellsbæ.