Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. ágúst 2012 kl. 16:30,
Bókasafni Mosfellsbæjar


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
  • Karl Tómasson 1. varaforseti
  • Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frið­lýs­ing­ar fossa í Mos­fells­bæ201208014

    Til máls tóku: BH og KT.

    Karl Tóm­asson bæj­ar­full­trúi Vinstri grænna fylgdi úr hlaði til­lögu, sem bygg­ir á fram­lagðri grein­ar­gerð, um frið­lýs­ingu fossa í Mos­fells­bæ, en til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að foss­arn­ir, Ála­foss, Helgu­foss og Tungu­foss verði frið­lýst­ir.

    Til­lag­an borin upp og sam­þykkt sam­hljóða.

    • 2. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

      Til máls tóku: BH og JS.

      Jón­as Sig­urðs­son bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar fylgdi úr hlaði til­lögu, sem bygg­ir á fram­lagðri grein­ar­gerð, um heilsu­efl­andi sam­fé­lag, en til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að stofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar, frjáls fé­laga­sam­tök, fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar taki hönd­um sam­an og legg­ist á eitt til að gera Mos­fells­bæ að efl­andi um­hverfi fyr­ir heilsu og heil­brigð­an lífs­stíl.

      Til­lag­an borin upp og sam­þykkt sam­hljóða.

      • 3. Upp­bygg­ing í Æv­in­týragarði201208016

        Til máls tóku: BH og JJB.

        Jón Jósef Bjarna­son bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fylgdi úr hlaði til­lögu, sem bygg­ir á fram­lagðri grein­ar­gerð, um upp­bygg­ingu í æv­in­týragarði, en til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu á æv­in­týragarði í Ull­ar­nes­brekk­um, m.a. með kaup­um á leik­tækj­um og frek­ari gróð­ur­setn­ingu og fram­kvæmd­um við án­ing­ar­svæði.

        Til­lag­an borin upp og sam­þykkt sam­hljóða.

        • 4. Villi­dýra­safn í Mos­fells­bæ201208023

          Til máls tóku: BH og HS.

          Herdís Sig­ur­jóns­dótt­ir bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks fylgdi úr hlaði til­lögu, sem bygg­ir á fram­lagðri grein­ar­gerð, um villi­dýra­safn Mos­fells­bæj­ar, en til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að Mos­fells­bær gangi til sam­starfs við Kristján Vídalín Ósk­ars­son skot­veiðimann um stofn­un villi­dýra­safns í Mos­fells­bæ, en Kristján muni í sam­starf­inu leggja vænt­an­legu safni til fjöl­marg­ar teg­und­ir upp­stopp­aðra villi­dýra.

          Til­lag­an borin upp og sam­þykkt sam­hljóða.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30