9. ágúst 2012 kl. 16:30,
Bókasafni Mosfellsbæjar
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Friðlýsingar fossa í Mosfellsbæ201208014
Til máls tóku: BH og KT.
Karl Tómasson bæjarfulltrúi Vinstri grænna fylgdi úr hlaði tillögu, sem byggir á framlagðri greinargerð, um friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ, en tillagan gerir ráð fyrir að fossarnir, Álafoss, Helgufoss og Tungufoss verði friðlýstir.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
2. Heilsueflandi samfélag201208024
Til máls tóku: BH og JS.
Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingar fylgdi úr hlaði tillögu, sem byggir á framlagðri greinargerð, um heilsueflandi samfélag, en tillagan gerir ráð fyrir að stofnanir Mosfellsbæjar, frjáls félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman og leggist á eitt til að gera Mosfellsbæ að eflandi umhverfi fyrir heilsu og heilbrigðan lífsstíl.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
3. Uppbygging í Ævintýragarði201208016
Til máls tóku: BH og JJB.
Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fylgdi úr hlaði tillögu, sem byggir á framlagðri greinargerð, um uppbyggingu í ævintýragarði, en tillagan gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu á ævintýragarði í Ullarnesbrekkum, m.a. með kaupum á leiktækjum og frekari gróðursetningu og framkvæmdum við áningarsvæði.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
4. Villidýrasafn í Mosfellsbæ201208023
Til máls tóku: BH og HS.
Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks fylgdi úr hlaði tillögu, sem byggir á framlagðri greinargerð, um villidýrasafn Mosfellsbæjar, en tillagan gerir ráð fyrir að Mosfellsbær gangi til samstarfs við Kristján Vídalín Óskarsson skotveiðimann um stofnun villidýrasafns í Mosfellsbæ, en Kristján muni í samstarfinu leggja væntanlegu safni til fjölmargar tegundir uppstoppaðra villidýra.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.