31. janúar 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun umhverfisnefndar árið 2013201301558
Starfsáætlun umhverfisnefndar árið 2013, sbr. bókun 594. bæjarstjórnarfundar þann 21.11.2012 þar sem samþykkt var að í upphafi árs verði gerð áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins.
Drög að starfsáætlun umhverfisnefndar árið 2013 lögð fram.
Umhverfisnefnd samþykkir framlögð drög með breytingum.
Samþykkt samhljóða.2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301560
Samantekt um framgang verkefna á Verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2012, til undirbúnings fyrir gerð verkefnalista ársins 2013.
Samantekt um framgang verkefna á Verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2012 lögð fram.
Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2013 og leggja hann fyrir næsta fund nefndarinnar. Nefndarmönnum gefst kostur á að koma ábendingum og tillögum um verkefnalistann til umhverfisstjóra fram til 1. mars 2013.
Samþykkt samhljóða.Sigrún Guðmundsdóttir mætti til fundar í lok þessa dagskrárliðar.
3. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2012201211158
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2012. Umhverfisnefnd fer með hlutverk náttúruverndarnefndar í Mosfellsbæ og skv. náttúruverndarlögum skulu náttúruverndarnefndir veita Umhverfisstofnun árlega yfirlit yfir störf sín með skýrslu.
Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar fyrir árið 2012 lögð fram.
Umhverfisnefnd, sem fer með hlutverk náttúruverndarnefndar, samþykkir framlögð drög með breytingum.4. Friðlýsing Leiruvogs í Mosfellsbæ201301562
Minnisblað umhverfisstjóra varðandi mögulega friðlýsingu Leiruvog, sbr. bókun umhverfisnefndar á 133. fundi þann 21.06.2012 um möguleika á að láta friðlýsa Leiruvog, Álafoss, Helgufoss og Tungufoss, en bæjarstjórn ákvað á 585. fundi sínum þann 09.08.2012 að hefja vinnu við friðlýsingu umræddra fossa.
Minnisblað umhverfisstjóra varðandi mögulega friðlýsingu Leiruvogs lagt fram.
Umhverfissviði Mosfellsbæjar er falið að vinna frekar að málinu, meðal annars í samráði við sérfræðinga um náttúru svæðisins og alla hagsmunaaðila sem eiga hér hlut að máli.
Samþykkt samhljóða.5. Friðlýsingar fossa í Mosfellsbæ201208014
Kynning á stöðu mála við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ, en í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar er nú í gangi vinna við friðlýsingu þriggja fossa í Mosfellsbæ.
Umhverfisstjóri kynnti stöðu mála við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd leggur til að unnið verði að því að landsvæðið norðan Köldukvíslar í grennd við Helgufoss verð gert að fólkvangi.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Erindi SSH þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar.
Erindi SSH vegna endurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, sem bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um, lagt fram.
Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að koma áliti nefndarinnar á framfæri við bæjarráð.