Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. janúar 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
  • Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs­áætlun um­hverf­is­nefnd­ar árið 2013201301558

    Starfsáætlun umhverfisnefndar árið 2013, sbr. bókun 594. bæjarstjórnarfundar þann 21.11.2012 þar sem samþykkt var að í upphafi árs verði gerð áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins.

    Drög að starfs­áætlun um­hverf­is­nefnd­ar árið 2013 lögð fram.

    Um­hverf­is­nefnd sam­þykk­ir fram­lögð drög með breyt­ing­um.
    Sam­þykkt sam­hljóða.

    • 2. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2013201301560

      Samantekt um framgang verkefna á Verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2012, til undirbúnings fyrir gerð verkefnalista ársins 2013.

      Sam­an­tekt um fram­gang verk­efna á Verk­efna­lista Stað­ar­dag­skrár 21 fyr­ir árið 2012 lögð fram.

      Um­hverf­is­nefnd fel­ur um­hverf­is­stjóra að vinna verk­efna­lista Stað­ar­dag­skrár 21 fyr­ir árið 2013 og leggja hann fyr­ir næsta fund nefnd­ar­inn­ar. Nefnd­ar­mönn­um gefst kost­ur á að koma ábend­ing­um og til­lög­um um verk­efna­list­ann til um­hverf­is­stjóra fram til 1. mars 2013.
      Sam­þykkt sam­hljóða.

      Sigrún Guð­munds­dótt­ir mætti til fund­ar í lok þessa dag­skrárlið­ar.

      • 3. Skýrsla nátt­úru­vernd­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar til Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir árið 2012201211158

        Drög að ársskýrslu náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2012. Umhverfisnefnd fer með hlutverk náttúruverndarnefndar í Mosfellsbæ og skv. náttúruverndarlögum skulu náttúruverndarnefndir veita Umhverfisstofnun árlega yfirlit yfir störf sín með skýrslu.

        Drög að árs­skýrslu nátt­úru­vernd­ar­nefnd­ar fyr­ir árið 2012 lögð fram.

        Um­hverf­is­nefnd, sem fer með hlut­verk nátt­úru­vernd­ar­nefnd­ar, sam­þykk­ir fram­lögð drög með breyt­ing­um.

        • 4. Frið­lýs­ing Leiru­vogs í Mos­fells­bæ201301562

          Minnisblað umhverfisstjóra varðandi mögulega friðlýsingu Leiruvog, sbr. bókun umhverfisnefndar á 133. fundi þann 21.06.2012 um möguleika á að láta friðlýsa Leiruvog, Álafoss, Helgufoss og Tungufoss, en bæjarstjórn ákvað á 585. fundi sínum þann 09.08.2012 að hefja vinnu við friðlýsingu umræddra fossa.

          Minn­is­blað um­hverf­is­stjóra varð­andi mögu­lega frið­lýs­ingu Leiru­vogs lagt fram.

          Um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar er fal­ið að vinna frek­ar að mál­inu, með­al ann­ars í sam­ráði við sér­fræð­inga um nátt­úru svæð­is­ins og alla hags­muna­að­ila sem eiga hér hlut að máli.
          Sam­þykkt sam­hljóða.

          • 5. Frið­lýs­ing­ar fossa í Mos­fells­bæ201208014

            Kynning á stöðu mála við friðlýsingu fossa í Mosfellsbæ, en í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar er nú í gangi vinna við friðlýsingu þriggja fossa í Mosfellsbæ.

            Um­hverf­is­stjóri kynnti stöðu mála við frið­lýs­ingu fossa í Mos­fells­bæ.
            Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að unn­ið verði að því að land­svæð­ið norð­an Köldu­kvísl­ar í grennd við Helgu­foss verð gert að fólkvangi.

            Almenn erindi - umsagnir og vísanir

            • 6. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið201112127

              Erindi SSH þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar.

              Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar vatns­vernd­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem bæj­ar­ráð ósk­ar um­sagn­ar um­hverf­is­nefnd­ar um, lagt fram.

              Um­hverf­is­nefnd fel­ur um­hverf­is­stjóra að koma áliti nefnd­ar­inn­ar á fram­færi við bæj­ar­ráð.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00