Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. ágúst 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skóla­braut 2-4, Um­sókn um stöðu­leyfi201208007

    Tekið fyrir að nýju og lögð fram ný teikning ásamt minnisblaði Láru Drafnar Gunnarsdóttur arkitekt. Frestað á 324. fundi.

    Tek­ið fyr­ir að nýju, lögð fram ný teikn­ing ásamt minn­is­blaði Láru Drafnar Gunn­ars­dótt­ur arki­tekts. Frestað á 324. fundi.
    Nefnd­in sam­þykk­ir að gera ekki at­huga­semd við veit­ingu stöðu­leyf­is.
    Full­trúi íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur fram eft­ir­far­andi bók­un:
    Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar harm­ar þau vinnu­brögð sem höfð hafa ver­ið í þessu máli. Bæj­ar­yf­ir­völd fóru ekki eft­ir þeim lög­um og regl­um sem bæj­ar­fé­lag­ið ætlast til að bæj­ar­bú­ar fari eft­ir og ger­ir ít­ar­leg­ar kröf­ur um að séu upp­fyllt­ar af öll­um sem fram­kvæma inn­an ramma skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála. Þar af leið­andi eru vinnu­brögð­in af hálfu bæj­ar­yf­ir­valda í þessu máli óá­sætt­an­leg og skipu­lags­nefnd, emb­ætt­is­mönn­um og bæj­ar­stjóra til skamm­ar.
    Full­trú­ar V og D lista taka und­ir það að und­ir­bún­ingi bæj­ar­ins varð­andi þetta mál hafi ver­ið ábóta­vant, ákveðn­ar upp­lýs­ing­ar skorti sem nú liggja fyr­ir.

    • 2. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

      Tekið fyrir að nýju í kjölfar forkynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Lögð fram svör Kópavogsbæjar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, sem gera ýmsar athugasemdir við tillögu, og svar Vegagerðarinnar um afstöðu hennar til tillögunnar. Einnig lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSH sem spyrst fyrir um samræmi tillögunnar við svæðisskipulag. Svör bárust einnig frá Flugmálastjórn, Seltjarnarnesbæ, Ölfusi og Grímsnes og Grafningshreppi sem ekki gera neinar athugasemdir. Lögð fram tillaga að ýmsum breytingum á greinargerð og uppdráttum vegna framkominna athugasemda, og drög að svari til Kópavogsbæjar. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um samanburð tillögu við svæðisskipulag.

      Tek­ið fyr­ir að nýju í kjöl­far forkynn­ing­ar skv. 2. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga. Lögð fram svör Kópa­vogs­bæj­ar og Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is, sem gera ýms­ar at­huga­semd­ir við til­lögu, og svar Vega­gerð­ar­inn­ar um af­stöðu henn­ar til til­lög­unn­ar. Einn­ig lagð­ur fram tölvu­póst­ur frá fram­kvæmda­stjóra SSH sem spyrst fyr­ir um sam­ræmi til­lög­unn­ar við svæð­is­skipu­lag. Svör bár­ust einn­ig frá Flug­mála­stjórn, Seltjarn­ar­nes­bæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafn­ings­hreppi sem ekki gerðu nein­ar at­huga­semd­ir.
      Lögð fram til­laga að ýms­um breyt­ing­um á grein­ar­gerð og upp­drátt­um vegna fram­kom­inna at­huga­semda, og drög að svari til Kópa­vogs­bæj­ar. Einn­ig lagt fram minn­is­blað skipu­lags­full­trúa um sam­an­burð til­lögu við svæð­is­skipu­lag.
      Nefnd­in sam­þykk­ir fram­lagð­ar til­lög­ur að breyt­ing­um á skipu­lags­gögn­un­um með þeim breyt­ing­um sem fram komu í um­ræð­um á fund­in­um, og ósk­ar eft­ir að til­lag­an svo breytt verði lögð fram til af­greiðslu á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar.
      Nefnd­in sam­þykk­ir enn­frem­ur eft­ir­far­andi bók­un:
      Vegna at­huga­semd­ar Kópa­vogs­bæj­ar um að svæði norð­an Sand­skeiðs sem merkt er "skipu­lagi frestað" sé skv. dómi hæsta­rétt­ar í máli nr 685/2008 inn­an lög­sögu Kópa­vogs­bæj­ar og því eigi það ekki leng­ur við að fjalla um það í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar, vill skipu­lags­nefnd taka fram að hún er ósam­mála þeirri túlk­un að um­rædd­ur hæsta­rétt­ar­dóm­ur feli í sér nið­ur­stöðu um lög­sögu­mörkin. Enda hef­ur Kópa­vogs­bær sjálf­ur ekki lit­ið svo á, því að hann ósk­aði með bréfi 28. fe­brú­ar 2011 eft­ir því við Óbyggðanefnd að hún ákvarð­aði um­rædd stað­ar­mörk sveit­ar­fé­lag­anna í sam­ræmi við lög­bund­ið hlut­verk henn­ar. Er­indi Kópa­vogs­bæj­ar er nú til með­ferð­ar hjá Óbyggðanefnd, og með­an úr­skurð­ur henn­ar ligg­ur ekki fyr­ir tel­ur skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ekki til­efni til að breyta um­ræddri fram­setn­ingu í til­lögu að að­al­skipu­lagi.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00