21. ágúst 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skólabraut 2-4, Umsókn um stöðuleyfi201208007
Tekið fyrir að nýju og lögð fram ný teikning ásamt minnisblaði Láru Drafnar Gunnarsdóttur arkitekt. Frestað á 324. fundi.
Tekið fyrir að nýju, lögð fram ný teikning ásamt minnisblaði Láru Drafnar Gunnarsdóttur arkitekts. Frestað á 324. fundi.
Nefndin samþykkir að gera ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar þau vinnubrögð sem höfð hafa verið í þessu máli. Bæjaryfirvöld fóru ekki eftir þeim lögum og reglum sem bæjarfélagið ætlast til að bæjarbúar fari eftir og gerir ítarlegar kröfur um að séu uppfylltar af öllum sem framkvæma innan ramma skipulags- og byggingarmála. Þar af leiðandi eru vinnubrögðin af hálfu bæjaryfirvalda í þessu máli óásættanleg og skipulagsnefnd, embættismönnum og bæjarstjóra til skammar.
Fulltrúar V og D lista taka undir það að undirbúningi bæjarins varðandi þetta mál hafi verið ábótavant, ákveðnar upplýsingar skorti sem nú liggja fyrir.2. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Tekið fyrir að nýju í kjölfar forkynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Lögð fram svör Kópavogsbæjar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, sem gera ýmsar athugasemdir við tillögu, og svar Vegagerðarinnar um afstöðu hennar til tillögunnar. Einnig lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSH sem spyrst fyrir um samræmi tillögunnar við svæðisskipulag. Svör bárust einnig frá Flugmálastjórn, Seltjarnarnesbæ, Ölfusi og Grímsnes og Grafningshreppi sem ekki gera neinar athugasemdir. Lögð fram tillaga að ýmsum breytingum á greinargerð og uppdráttum vegna framkominna athugasemda, og drög að svari til Kópavogsbæjar. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um samanburð tillögu við svæðisskipulag.
Tekið fyrir að nýju í kjölfar forkynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Lögð fram svör Kópavogsbæjar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, sem gera ýmsar athugasemdir við tillögu, og svar Vegagerðarinnar um afstöðu hennar til tillögunnar. Einnig lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSH sem spyrst fyrir um samræmi tillögunnar við svæðisskipulag. Svör bárust einnig frá Flugmálastjórn, Seltjarnarnesbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi sem ekki gerðu neinar athugasemdir.
Lögð fram tillaga að ýmsum breytingum á greinargerð og uppdráttum vegna framkominna athugasemda, og drög að svari til Kópavogsbæjar. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um samanburð tillögu við svæðisskipulag.
Nefndin samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á skipulagsgögnunum með þeim breytingum sem fram komu í umræðum á fundinum, og óskar eftir að tillagan svo breytt verði lögð fram til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Nefndin samþykkir ennfremur eftirfarandi bókun:
Vegna athugasemdar Kópavogsbæjar um að svæði norðan Sandskeiðs sem merkt er "skipulagi frestað" sé skv. dómi hæstaréttar í máli nr 685/2008 innan lögsögu Kópavogsbæjar og því eigi það ekki lengur við að fjalla um það í aðalskipulagi Mosfellsbæjar, vill skipulagsnefnd taka fram að hún er ósammála þeirri túlkun að umræddur hæstaréttardómur feli í sér niðurstöðu um lögsögumörkin. Enda hefur Kópavogsbær sjálfur ekki litið svo á, því að hann óskaði með bréfi 28. febrúar 2011 eftir því við Óbyggðanefnd að hún ákvarðaði umrædd staðarmörk sveitarfélaganna í samræmi við lögbundið hlutverk hennar. Erindi Kópavogsbæjar er nú til meðferðar hjá Óbyggðanefnd, og meðan úrskurður hennar liggur ekki fyrir telur skipulagsnefnd Mosfellsbæjar ekki tilefni til að breyta umræddri framsetningu í tillögu að aðalskipulagi.