28. ágúst 2012 kl. 09.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Árvangur 123614, byggingaleyfi fyrir viðbyggingu201203136
Þórhildur S. Thorsteinsson Fálkakletti 16 Borgarnesi sækir um leyfi til að stækka íbúðarhúsið að Árvangi í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða tveggja hæða byggingu, bílgeymslu og íbúðarrými úr steinsteypu sem byggist vestanvert við núverandi íbúðarhús úr timbri.
Stækkun húss 208,5 m2, 771,4 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir borist.
Samþykkt.2. Ástu-Sólliljugata 1-7,Umsókn um breytingu á palli og sérafnotunarrétt201208650
Kobolt ehf. Bæjarlind 12 sækir um leyfi til að breyta burðarvirkjum svala, sérafnotareitum og pöllum á 2. hæð húsanna nr. 1-7 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir húsanna breytast ekki.
Samþykkt.3. Bugðufljót 19 - Byggingarleyfi fyrir breytingu á innra fyrirkomulagi skrifstofu201206095
Ístak Bugðufljóti 19 sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og skrfstofurýmum aðal-hússins nr. 19 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.4. Bugðufljót 19, umsókn um viðbyggingu við útigeymslu2012081628
Ístak Bugðufljóti 19 sækir um leyfi til að stækka úr stáli útigeymslu á lóðinni nr. 19 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 218,8 m2, 1518,8 m3.
Stækkun hússins er innan ramma gildandi deiliskipulags og byggingarreits.
Samþykkt.5. Innri miðdalur, Breyting á innri fyrirkomulagi201208138
Baldur Baldursson Suðurhlíð 38B Sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkiomulagi, þaki og byggingarefni efri hæðar frístundahúss að Efri Miðdal samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss eftir breytingar. Geymslukjallari 67,3 m2, efri hæð 133,6 m3.
Samþykkt.6. Skólabraut 2-4, Umsókn um stöðuleyfi201208007
Þorgeir Þorgeirsson fh. Mosfellsbæjar sækir um stöðuleyfi fyrir 54 m2 gámahús á lóðinni nr. 2-4 við Skólabraut samkvæmt framlögðum gögnum.
Um er að ræða aðstöðuhús vegna starfsemi Aftureldingar í stað áðursamþykkts húss sem nú hefur verið fjarlægt.
Stöðuleyfi samþykkt í eitt ár.