11. október 2011 kl. 17:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörn Sigvaldason 1. varamaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Indriði Jósafatsson menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþróttaþing Mosfellsbæjar201104020
Ákveðið hefur verið að stefna að íþrótta- og tómstundaþingi, sem verði vettvangur samræðu um íþróttir og tómstundir í Mosfellsbæ. Jafnframt verði drög að stefnu Mosfellsbæjar um málaflokkinn lögð fram og til grundvallar umræðu á væntanlegu þingi.
Samráð verður haft við íþrótta- og tómstundafélög í bænum. Stefnt er að því að halda þingið í janúar.
2. Endurskoðun á reglum um kjör á íþróttamanni og konu ársins201110099
Enn er rætt um reglur um kjör á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar. Lagt er til að reglurnar verði óbreyttar frá síðasta ári.
3. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar201010230
Samkvæmt upplýsingum frá Hestamannafélagi er fjöldi barna 234 að 18 ára aldri, sem er 4 sinnum fleiri iðkendur en voru áður en ný reiðhöll var byggð. Jafnframt er íþróttahöllin opin fyrir börn og ungmenni 20 tíma á viku, auk námskeiða sem eru á þeim tíma og um helgar. Nefndin leggur til að vísa málinu til gerð fjárhagsáætlunar 2012 og framangreindar staðreyndir verði hafðar til hliðsjónar þegar kemur að ákvörðun um erindið.
4. Fyrirspurn um erindi201109249
Fyrirspurn um erindi frá stjórn UMFA. Umrætt erindi hefur ekki verið móttekið hjá Mosfellsbæ og ekki vistað inn í málakerfið hvorki frá UMFA eða annarri deild Aftureldingar. Fjögur erindi hafa borist frá UMFA frá áramótum og er tilgreint erindi ekki eitt af þeim.
5. Frístundabíll201110100
Frístundaakstur hefur farið fram samhliða skólaakstri fyrir yngstu grunnskólabörn. Önnur sveitarfélög hafa rekið frístundabíl með öðrum hætti - í samvinnu við félög og fyrirtæki. Málið kynnt og rætt á fundinum.
Frístundaakstur hefur farið fram samhliða skólaakstri fyrir yngstu grunnskólabörn undanfarin ár einkum til að þjóna frístundafjöri. Önnur sveitarfélög hafa rekið frístundabíl með öðrum hætti - í samvinnu við félög og fyrirtæki. Til stendur að UMFA komi að verkefninu. Málið kynnt.
6. Sumarnámskeið ÍTÓM201110110
Lagt fram.
7. Ársskýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar201110107
Lagt fram.
8. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnhóps 11 um íþróttamannvirki o.fl.201110028
Máli vísað frá bæjarráði sl. fimmtudag. Óskað eftir að bæta þessu máli við fundarboðið.
Lagt fram.
Málið rætt en frekari umfjöllun frestað, þar sem framtíðarhópur SSH hefur óskað eftir að sveitarfélög taki efnislega afstöðu til framlagðra tillagna.