Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. október 2011 kl. 17:00,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörn Sigvaldason 1. varamaður
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
  • Indriði Jósafatsson menningarsvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Íþrótta­þing Mos­fells­bæj­ar201104020

    Ákveð­ið hef­ur ver­ið að stefna að íþrótta- og tóm­stunda­þingi, sem verði vett­vang­ur sam­ræðu um íþrótt­ir og tóm­stund­ir í Mos­fells­bæ.  Jafn­framt verði drög að stefnu Mos­fells­bæj­ar um mála­flokk­inn lögð fram og til grund­vall­ar um­ræðu á vænt­an­legu þingi.

     

    Sam­ráð verð­ur haft við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög í bæn­um.  Stefnt er að því að halda þing­ið í janú­ar.

    • 2. End­ur­skoð­un á regl­um um kjör á íþrótta­manni og konu árs­ins201110099

      Enn er rætt um regl­ur um kjör á íþrót­ta­karli og íþrótta­konu Mos­fells­bæj­ar.  Lagt er til að regl­urn­ar verði óbreytt­ar frá síð­asta ári. 

      • 3. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar varð­andi leigu­samn­ing reið­hall­ar201010230

        Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hesta­manna­fé­lagi er fjöldi barna 234 að 18 ára aldri, sem er 4 sinn­um fleiri ið­k­end­ur en voru áður en ný reið­höll var byggð.  Jafn­framt er íþrótta­höllin opin fyr­ir börn og ung­menni 20 tíma á viku, auk nám­skeiða sem eru á þeim tíma og um helg­ar. Nefnd­in legg­ur til að vísa mál­inu til gerð fjár­hags­áætl­un­ar 2012 og fram­an­greind­ar stað­reynd­ir verði hafð­ar til hlið­sjón­ar þeg­ar kem­ur að ákvörð­un um er­ind­ið.

        • 4. Fyr­ir­spurn um er­indi201109249

          Fyr­ir­spurn um er­indi frá stjórn UMFA.  Um­rætt er­indi hef­ur ekki ver­ið mót­tek­ið hjá Mos­fells­bæ og ekki vist­að inn í mála­kerf­ið hvorki frá UMFA eða ann­arri deild Aft­ur­eld­ing­ar. Fjög­ur er­indi hafa borist frá UMFA frá ára­mót­um og er til­greint er­indi ekki eitt af þeim.

          • 5. Frí­stunda­bíll201110100

            Frístundaakstur hefur farið fram samhliða skólaakstri fyrir yngstu grunnskólabörn. Önnur sveitarfélög hafa rekið frístundabíl með öðrum hætti - í samvinnu við félög og fyrirtæki. Málið kynnt og rætt á fundinum.

            Frí­stunda­akst­ur hef­ur far­ið fram sam­hliða skóla­akstri fyr­ir yngstu grunn­skóla­börn und­an­farin ár einkum til að þjóna frí­stunda­fjöri. Önn­ur sveit­ar­fé­lög hafa rek­ið frí­stunda­bíl með öðr­um hætti - í sam­vinnu við fé­lög og fyr­ir­tæki. Til stend­ur að UMFA komi að verk­efn­inu.  Mál­ið kynnt.

            • 6. Sum­ar­nám­skeið ÍTÓM201110110

              Lagt fram.

              • 7. Árs­skýrsla Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar201110107

                Lagt fram.

                • 8. Er­indi SSH varð­andi skýrslu verk­efn­hóps 11 um íþrótta­mann­virki o.fl.201110028

                  Máli vísað frá bæjarráði sl. fimmtudag. Óskað eftir að bæta þessu máli við fundarboðið.

                  Lagt fram. 

                   

                  Mál­ið rætt en frek­ari um­fjöllun frestað, þar sem fram­tíð­ar­hóp­ur SSH hef­ur óskað eft­ir að sveit­ar­fé­lög taki efn­is­lega af­stöðu til fram­lagðra til­lagna.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00