15. desember 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Veislugarðs varðandi niðurfellingu á leigu í Hlégarði201104216
Erindinu var frestað a 1055. fundi bæjarráðs. Sömu gögn og þá voru sett inn gilda.
Til máls tóku: HS, HSv, JJB og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjórnar.
2. Erindi Húsfélags Brekkutanga 17-31 vegna bílaplans við Bogatanga201108024
Áður á dagskrá 1039. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og til skipulagsnefndar. Hjálagðar eru báðar umsagnir.
Til máls tóku: HS, BH, JJB, HBA og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að framfylgja þeim reglum sem um notkun bifreiðastæðisins gilda til að bæta umgengnina og svara bréfritara.
3. Erindi SSH varðandi skýrslu verkefnhóps 11 um íþróttamannvirki o.fl.201110028
Áður á dagskrá 1047. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar. Hjálögð er umsögn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri umsögn íþrótta- og tómstundanefndar að umsögnin verði send SSH.
4. Samræming á lögsögumörkum milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur á Hólmsheiði201110109
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs á 310 fundi skipulagsnefndar.
Til máls tóku: HS, BH, HSv og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við Reykjavíkurborg um framkomnar tillögur að breytingu á lögsögumörkum.
5. Erindi Gísla Friðrikssonar varðndi skautasvell í Mosfellsbæ201111233
Áður á dagskrá 1054. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og íþrótta- og tómstundanefndar. Hjálagðar báðar umsagnir.
Til máls tóku: HS, HBA, HSv, JJB og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela íþrótta- og tómstundanefnd að taka upp og skoða fyrirkomulag um skautasvell til lengri framtíðar.
6. Erindi LSS varðandi styrk201111164
Áður á dagskrá 1053. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að styrkja LSS um þrjátíu þúsund krónur.
7. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Samþykkt með þremur atkvæðum að samþykkja tillögu SSH um framhald málsins.
8. Samningur vegna notkunar á höfundaréttarvörðu efni201112102
Samþykkt með þremur atkvæðum að framlenga samninginn um hálft ár.
9. Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, ákvæði 2.mgr. 50.gr. staða áheyrnarfulltrúa í fjölskyldunefnd201112135
Erindið lagt fram til kynningar.
10. Umsókn um leyfi til tveggja flugeldasýninga201112110
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar áramóta- og þrettándabrennur björgunarsveitarinnar Kyndils.