4. apríl 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu í beitarhólfi á Mosfellsheiði201211042
Lögð fram umsögn umhverfisnefndar vegna erindis Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð 150 þúsund krónur á árinu 2013 vegna uppgræðsluverkefnis í beitarhólfi á Mosfellsheiði,sem bæjarráð vísaði til umhverfisnefndar til umsagnar. Hjálögð er umsögn nefndarinnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að verða við erindinu, framlag vegna þess verði af liðnum ófyrirséð.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um barnalög201302027
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytingu á lögum um barnalög, 323. mál. Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Lagt fram.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um útlendinga201303030
Alþingi óskar umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga. Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara erindinu á grundvelli umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga201303229
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga, 635. mál. Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara erindinu á grundvelli umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning201303230
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning, 636. mál. Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara erindinu á grundvelli umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
6. Útboð á sorphirðu 2013201301469
Um er að ræða niðurstöðu á útboði á sorphirðu fyrir árin 2013-2017.
Samþykkt með þremur atkvæðum að samþykkja málið.
7. Framhaldsskóli - nýbygging2010081418
Framkvæmdasýsla Ríkisins mótmælir skuldajöfnun gatnagerðargjalda. Drög að svari við bréfi Framkvæmsasýslunnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Framkvæmdasýslu ríkisins verði svarað í samræmi við framlögð drög að bréfi.
8. Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar201109385
Meðfylgjandi er svar Innanríkisráðuneytisins vegna málsins frá 15. mars 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að afla álits fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga á málinu.
9. Landspilda úr landi Varmalands í Mosfellsdal201206325
Landspilda úr landi Varmalands í Mosfellsdal krafa um beitarnýtingu. Viðbrögð við afgreiðslu bæjarráðs frá 2012.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að fara í viðræður við bréfritara um lausn málsins.
10. Opnir fundir nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga201210269
Lögð eru fyrir drög að reglum vegna opinna funda nefnda Mosfellsbæjar. Afgreiðslu frestað á 1113. fundi bæjarráðs.
Umræður voru um málið en samþykkt var með þremur atkvæðum að fresta málinu.
11. Erindi Eirar, drög að skipulagsskrá til kynningar201303319
Erindi Eirar, drög að nýrri skipulagsskrá fyrir Eir hjúkrunarheimili til kynningar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
12. Fyrirspurn um leigu eða kaup á landi201303341
Fyrirspurn Þrastar Sigurðssonar og Júlíönnu Rannveigar Einarsdóttur um leigu eða kaup á landi sunnan við Suðurá í Mosfellsdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu á grundvelli þess að um skipulagt íbúðasvæði er að ræða.
13. Öryggisreglur sundstaða - hæfnispróf sundkennara201304015
Erindi framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþróttafulltrúa varðandi hæfnispróf sundkennara.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra málið til frekari skoðunar.