Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. apríl 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði

Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Land­græðslu rík­is­ins varð­andi upp­græðslu í beit­ar­hólfi á Mos­fells­heiði201211042

    Lögð fram umsögn umhverfisnefndar vegna erindis Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð 150 þúsund krónur á árinu 2013 vegna uppgræðsluverkefnis í beitarhólfi á Mosfellsheiði,sem bæjarráð vísaði til umhverfisnefndar til umsagnar. Hjálögð er umsögn nefndarinnar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða við er­ind­inu, fram­lag vegna þess verði af liðn­um ófyr­ir­séð.

    • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um barna­lög201302027

      Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytingu á lögum um barnalög, 323. mál. Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

      Lagt fram.

      • 3. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um út­lend­inga201303030

        Alþingi óskar umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga. Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara er­ind­inu á grund­velli um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

        • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um slysa­trygg­ing­ar al­manna­trygg­inga201303229

          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga, 635. mál. Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara er­ind­inu á grund­velli um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

          • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um líf­eyr­is­rétt­indi al­manna­trygg­inga og fé­lags­leg­an stuðn­ing201303230

            Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning, 636. mál. Hjálögð er umsögn framvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara er­ind­inu á grund­velli um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

            • 6. Út­boð á sorp­hirðu 2013201301469

              Um er að ræða niðurstöðu á útboði á sorphirðu fyrir árin 2013-2017.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að sam­þykkja mál­ið.

              • 7. Fram­halds­skóli - ný­bygg­ing2010081418

                Framkvæmdasýsla Ríkisins mótmælir skuldajöfnun gatnagerðargjalda. Drög að svari við bréfi Framkvæmsasýslunnar.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins verði svarað í sam­ræmi við fram­lögð drög að bréfi.

                • 8. Um­gengni gagna í vörslu Mos­fells­bæj­ar201109385

                  Meðfylgjandi er svar Innanríkisráðuneytisins vegna málsins frá 15. mars 2013.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að afla álits full­trúa Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á mál­inu.

                  • 9. Land­spilda úr landi Varmalands í Mos­fells­dal201206325

                    Landspilda úr landi Varmalands í Mosfellsdal krafa um beitarnýtingu. Viðbrögð við afgreiðslu bæjarráðs frá 2012.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að fara í við­ræð­ur við bréf­rit­ara um lausn máls­ins.

                    • 10. Opn­ir fund­ir nefnda og regl­ur hvað það varð­ar sam­kvæmt 46. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga201210269

                      Lögð eru fyrir drög að reglum vegna opinna funda nefnda Mosfellsbæjar. Afgreiðslu frestað á 1113. fundi bæjarráðs.

                      Um­ræð­ur voru um mál­ið en sam­þykkt var með þrem­ur at­kvæð­um að fresta mál­inu.

                      • 11. Er­indi Eir­ar, drög að skipu­lags­skrá til kynn­ing­ar201303319

                        Erindi Eirar, drög að nýrri skipulagsskrá fyrir Eir hjúkrunarheimili til kynningar.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs og fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                        • 12. Fyr­ir­spurn um leigu eða kaup á landi201303341

                          Fyrirspurn Þrastar Sigurðssonar og Júlíönnu Rannveigar Einarsdóttur um leigu eða kaup á landi sunnan við Suðurá í Mosfellsdal.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu á grund­velli þess að um skipu­lagt íbúða­svæði er að ræða.

                          • 13. Ör­ygg­is­regl­ur sund­staða - hæfn­is­próf sund­kenn­ara201304015

                            Erindi framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþróttafulltrúa varðandi hæfnispróf sundkennara.

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra mál­ið til frek­ari skoð­un­ar.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30