Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. september 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari

. Sam­þykkt að taka á dagskrá sem 1. dag­skrárlið Um­gengni gagna í vörslu Mos­fells­bæj­ar er­indi nr. 201109385. Einn­ig sam­þykkt að taka á dagskrá sem 2. dag­skrárlið Ný sveit­ar­stjórn­ar­lög er­indi nr. 201109384. Að­r­ir dag­skrárlið­ir fær­ast til sem þessu nem­ur.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­gengni gagna í vörslu Mos­fells­bæj­ar201109385

    Til máls tóku: HS, JJB, HSv, JS, BH, KT og SÓJ.

     

    Bæj­ar­ráð ósk­ar eft­ir því við fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að fram fari lög­fræði­leg skoð­un á því hvort brot­ið hafi ver­ið gegn regl­um Mos­fells­bæj­ar um með­ferð mála, ákvæð­um sveit­ar­stjórn­ar­laga og ákvæð­um ann­arra laga sem kveða á um vernd per­sónu­upp­lýs­inga þeg­ar Íbúa­hreyf­ing­in birti upp­lýs­ing­ar um af­skrift­ir til lög­að­ila í Mos­fells­bæ í dreifi­bréfi til íbúa Mos­fells­bæj­ar í sept­em­ber sl.

    • 2. Ný sveit­ar­stjórn­ar­lög201109384

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að und­ir­búa kynn­ingu á nýj­um sveit­ar­stjórn­ar­lög­um við fyrsta hent­ug­leika.

      • 3. Krafa um bæt­ur vegna breyt­inga á deili­skipu­lagi vegna Krika­skóla2011081223

        Áður á dagskrá 1041. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til lögmanns bæjarins. Komin er niðurstaða í útreikning vaxta sem lækkuðu umtalsvert. Óskað er staðfestingar bæjarráðs á því að greiða út bætur í samræmi við niðurstöður matsmanna.

        Til máls tóku: HS og JJB.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila stjórn­sýslu­sviði að ganga frá greiðsu bóta í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi mat mats­manna. Upp­hæð­in 6.719.350 verði tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

        • 4. Er­indi Þór­ar­ins Jónas­son­ar varð­andi landa­kaup201109264

          Til máls tóku: HS, HSv, JJB, JS, BH og KT.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að koma sjón­ar­mið­um bæj­ar­ins á fram­færi.

          • 5. Er­indi Hug­ins Þórs Grét­ars­son­ar vegna Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar201109265

            Til máls tóku: HS, JS, JBB og KT.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs til um­sagn­ar.

            • 6. Er­indi Dals­bús­ins ehf. varð­andi dreif­ingu á líf­ræn­um áburði201109324

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara bréf­rit­ara og vekja at­hygli hans á því að Mos­fells­bær er einn eig­anda í óskiptu landi Lax­ness I og því verði hann að rita sam­eig­end­um öll­um bréf þar sem ósk­inni verði kom­ið á fram­færi.

              Jafn­framt sam­þykkt að óska eft­ir um­sögn­um um­hverf­is­nefnd­ar og heil­brigð­is­nefnd­ar á áhrif­um dreif­ing­ar á líf­ræn­um áburði í landi Lax­ness I.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30