22. september 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
. Samþykkt að taka á dagskrá sem 1. dagskrárlið Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar erindi nr. 201109385. Einnig samþykkt að taka á dagskrá sem 2. dagskrárlið Ný sveitarstjórnarlög erindi nr. 201109384. Aðrir dagskrárliðir færast til sem þessu nemur.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar201109385
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, JS, BH, KT og SÓJ.
Bæjarráð óskar eftir því við framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að fram fari lögfræðileg skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákvæðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa Mosfellsbæjar í september sl.
2. Ný sveitarstjórnarlög201109384
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa kynningu á nýjum sveitarstjórnarlögum við fyrsta hentugleika.
3. Krafa um bætur vegna breytinga á deiliskipulagi vegna Krikaskóla2011081223
Áður á dagskrá 1041. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til lögmanns bæjarins. Komin er niðurstaða í útreikning vaxta sem lækkuðu umtalsvert. Óskað er staðfestingar bæjarráðs á því að greiða út bætur í samræmi við niðurstöður matsmanna.
Til máls tóku: HS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði að ganga frá greiðsu bóta í samræmi við fyrirliggjandi mat matsmanna. Upphæðin 6.719.350 verði tekin af liðnum ófyrirséð.
4. Erindi Þórarins Jónassonar varðandi landakaup201109264
Til máls tóku: HS, HSv, JJB, JS, BH og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að koma sjónarmiðum bæjarins á framfæri.
5. Erindi Hugins Þórs Grétarssonar vegna Listaskóla Mosfellsbæjar201109265
Til máls tóku: HS, JS, JBB og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
6. Erindi Dalsbúsins ehf. varðandi dreifingu á lífrænum áburði201109324
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara og vekja athygli hans á því að Mosfellsbær er einn eiganda í óskiptu landi Laxness I og því verði hann að rita sameigendum öllum bréf þar sem óskinni verði komið á framfæri.
Jafnframt samþykkt að óska eftir umsögnum umhverfisnefndar og heilbrigðisnefndar á áhrifum dreifingar á lífrænum áburði í landi Laxness I.