Mál númer 201103127
- 22. júní 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #561
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs.
<DIV>Afgreiðsla 1032. fundar bæjarráðs, að veita umbeðna aukafjárveitingu, samþykkt á 561. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 22. júní 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #561
<DIV><DIV>Erindin var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Frestað á 561. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 16. júní 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1032
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku:
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita umbeðna aukafjárveitingu allt að kr. 4.450.000 vegna vinnuskólans og sumarstarfa sumarið 2011 og fari nákvæmt uppgjör á því fram í lok sumars.
Bæjarráð lýsir ánægju með hve vel tókst til með utanumhald og framkvæmd allrar vinnu í tengslum við sumarstörf ungmenna. Tekist hefur að veita öllum sumarvinnu sem þess hafa óskað og er ofangreind aukafjárveiting veitt í því skini.
- 9. júní 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1031
Frestað.
- 30. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #555
<DIV>Erindið kynnt á 152. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Lagt fram á 555. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 16. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #554
Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri mætir á fundinn og fer yfir drög að fyrirkomulagi sumarstarfa 2011.
<DIV>Afgreiðsla 1020. fundar bæjarráðs, um verklag sumarstarfa, staðfest á 554. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 16. mars 2011
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #152
Kynnt var niðurstaða vinnuhóps sem fjallað hefur um skipulag sumarstarfa ungmenna á vegum Mosfellsbæjar árið 2011. Þá var einnig farið yfir verkefni Vinnuskólans 2011. Starfsemin verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár.
- 10. mars 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1020
Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri mætir á fundinn og fer yfir drög að fyrirkomulagi sumarstarfa 2011.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Sigríður Indriðadóttir (SI) mannauðsstjóri Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HS, SI, HSv, JS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að greinargerð vinnuhóps um verklag við sumarstörf "skipulag sumarstarfs hjá Mosfellsbæ sumarið 2011" verði það verklag sem gildi um sumarstörf hjá Mosfellsbæ á komandi sumri.