16. mars 2011 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson áheyrnarfulltrúi
- Richard Már Jónsson 1. varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Skipulags- og byggingarnefnd vísaði drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi 2009-2030 til umsagnar nefnda bæjarins.
Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með drög að nýju aðalskipulagi.
Almenn erindi
2. Erindi Ungmennafélags íslands varðandi 1. landsmót UMFÍ 50201102243
Erindi lagt fram. Íþrótta- og tómstundanefnd telur að ekki sé hægt að svo stöddu að bregðast við auglýsingu Ungmennafélags Íslands.
3. Erindi Ungmennafélags Íslands varðandi 16. og 17. Unglingalandsmót UMFÍ 2013 og 2014201102135
Erindi lagt fram. Íþrótta- og tómstundanefnd telur að ekki sé hægt að svo stöddu að bregðast við auglýsingu Ungmennafélags Íslands.
4. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2010201102269
Þjónustukönnun lögð fram. Þar kemur fram að uþb. 92% bæjarbúa eru ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar í Mosfellsbæ. Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þessari niðurstöðu.
5. Um gervigrasvöll201103179
Lögð fram gögn um upphitun gervigrasvallar. Íþróttafulltrúa falið að upplýsa Aftureldingu um forsendur fyrir upphitun gervigrasvallarins og hvernig bregðast eigi við þegar hitakerfi vallarins ræður ekki við að bræða holklaka.
6. Sumarstörf 2011201103127
Kynnt var niðurstaða vinnuhóps sem fjallað hefur um skipulag sumarstarfa ungmenna á vegum Mosfellsbæjar árið 2011. Þá var einnig farið yfir verkefni Vinnuskólans 2011. Starfsemin verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár.
7. Styrkir til efnilegra ungmenna - 2011201103180
Auglýsing um styrki til efnilegra ungmenna í listum, íþróttum og tómstundum kynnt. Umsóknarfrestur er til 28. mars.