9. júní 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Drög að áhættumati aðildarsveitarfélaga SHS201105287
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri mætir á fundinn og fer yfir drögin.
<DIV><DIV><DIV>Á fundinn var mættur undir þessum dagskrárlið Jón Viðar Matthíasson (JVM) slökkviliðsstjóri.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: HS, JVM, JJB, HBA og BH.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Slökkviliðsstjóri fór yfir drög að áhættumati, aðildarsveitarfélga á svæði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem unnin voru að frumkvæði almannavarna höfuðborgarsvæðisins.</DIV></DIV></DIV>
2. Erindi íbúa í Aðaltúni 6 og 8 varðandi breytingu á lóðamörkum201102225
Áður á dagskrá 1024. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að skoða málið. Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við bréfritara.
Til máls tóku: BH, HSv, JJB, HBA og KT.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við bréfritara. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu aftur til skipulagsnefndar með það í huga að skipulagið verði endurskoðað í ljósi umræðna á fundinum og framkominna óska íbúa.
3. Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59200910113
Síðast á dagskrá 975. fundar bæjarráðs. Nú kynnt niðurstaða ÚSB og erindi um að bærinn leysi til sín lóðina.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, BH, HBA og SÓJ.
Skipulagsnefnd hefur tekið niðurstöðu úrskurðarnefndar fyrir á fundi sínum og samþykkt að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna að nýju sem óverulega breytingu. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
4. Erindi Íslenska Gámafélagsins efh. varðandi framlengingu á samning201003386
Minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs þar sem lagt er til að framlengja samninginn um eitt ár.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að framlengja um eitt ár samning um sorphirðu við Íslenska Gámafélagið ehf.
5. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs leggur fram niðurstöðu útboðs á jarðvinnu og mælir með því að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Til máls tóku: HS, HBA, JJB, HSv, SÓJ, BH og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, VGH ehf., um jarðvinnu vegna nýbyggingar hjúkrunarheimilisins.
Föstudaginn 3. júní var tekin fyrsta skóflustungan að Hjúkrunarheimilinu í Mosfellsbæ. Það hefur verið baráttumál allra bæjarstjórna Mosfellsbæjar síðastliðin 15 ár að reist verði hjúkrunarheimili í bænum. Því var vel til fundið að bjóða bæjarstjórum og formönnum fjölskyldunefnda, sem setið hafa á þessu tímabili, til athafnarinnar. Vegna mannlegra mistaka var bæjarfulltrúum í bæjarstjórn ekki boðið að vera viðstaddir skóflustunguna né voru þeir látnir vita af þessum sögulega atburði. <BR>Öll þessi ár hafa allir bæjarfulltrúar unnið að framgangi málsins, hvort sem er í meirihluta eða minnihluta og því er þessi mistök afar leið. <BR>Forsvarsmenn bæjarins hafa viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar boðið var til athafnarinnar og beðist afsökunar á þeim. Eftir stendur þó að hætt er við að fjarvera fulltrúa minnihlutans við athöfnina verði áberandi á myndum og í umfjöllun fjölmiðla um málið og að sú fjarvera verði túlkuð sem áhugaleysi minnihlutans á málinu og muni því skaða hann að ósekju.
6. Erindi Reykjavíkurborgar varðandi uppsögn á samkomulagi um leikskóladvöl201102329
Áður á dagskrá 1020. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögn sviðsins er hjálögð svo og drög að samkomulagi.
Frestað.
7. Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi201103454
Áður á dagskrá 1027. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að veita rökstuðning. Bréf móttekið 25. maí sl. lagt fram til kynningar.
Frestað.
8. Umsóknir um styrki félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatta vegna ársins 2011201105165
Frestað.
9. Fyrirspurn um vegslóða201105249
Frestað.
10. Umsagnarbeiðni vegna Grillnesti, Háholti 24, 270 Mosfellsbæ.201105251
Frestað..
11. Ósk um launað námsleyfi201105254
Frestað.
12. Beiðni varðandi gistingu þátttakenda á Gogga Galvaska mótinu201105273
Frestað.
13. Ósk um umsögn vegna umsóknar til fornleifarannsókna við Leiruvog201105284
Erindi Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til fornleifarannsókna við Leiruvog
Frestað.
14. Beiðni um styrk til íþróttamanns vegna smáþjóðaleikanna í Liectenstein201105294
Frestað.
15. Erindi varðandi starfsemi loðdýrabús í Mosfellsdal201106008
Frestað.
16. Umsagnarbeiðni um vinnudrög byggingarreglugerðar201106019
Frestað.
17. Skuldbreyting erlendra lána201106038
Frestað.
18. Sumarstörf 2011201103127
Frestað.