16. júní 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
- Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
. Samþykkt að taka á dagskrá sem fyrsta dagskrárlið erindi nr. 201106090, meðan fæturnir bera mig - landshlaup.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Meðan fæturnir bera mig - landshlaup201106090
Tillaga um að taka á dagskrá sem fyrsta dagskrárlið erindi nr. 201106090, meðan fæturnir bera mig - landshlaup.
Til máls tóku: HS, HSv, BH og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að styrkja landssöfnunina, Meðan fæturnir bera mig, með 50 króna framlagi á hvert leikskóla- og grunnskólabörn í Mosfellsbæ, eða samtals 100 þúsund króna styrkur.
2. Erindi Reykjavíkurborgar varðandi uppsögn á samkomulagi um leikskóladvöl201102329
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tóku: HS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fræðslusviði að undirrita fyrirliggjandi drög að samningi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna barna sem flytjast milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.
3. Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi201103454
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tóku: HS og HSv.
Bæjarráðsmaður Hanna Bjartmars Arnardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Erindið lagt fram.
4. Umsóknir um styrki félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatta vegna ársins 2011201105165
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tóku: HS, HSv, HBA og BH.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að tillögu fjármálastjóra styrkir til félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts. Jafnframt samþykkt að gera þá breytingu á gildandi fjárhagsáætlun 2011, að upphæðin kr. 1.009.000 verði flutt af 21-82 og á 06-89.
5. Fyrirspurn um vegslóða201105249
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tóku: HS og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
6. Umsagnarbeiðni vegna Grillnesti, Háholti 24, 270 Mosfellsbæ.201105251
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
7. Ósk um launað námsleyfi201105254
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita umbeðið námsleyfi.
8. Beiðni varðandi gistingu þátttakenda á Gogga Galvaska mótinu201105273
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tóku: HS, BH og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar og afgreiðslu.
9. Ósk um umsögn vegna umsóknar til fornleifarannsókna við Leiruvog201105284
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tóku: HS, ÞBS og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemdir af sinni hálfu vegna umsóknar til fornleifarannsókna við Leiruvog. Erindið jafnframt sent til umhverfisnefndar til kynningar.
10. Beiðni um styrk til íþróttamanns vegna smáþjóðaleikanna í Liectenstein201105294
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tóku: HS, HBA, HSv, ÞBS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
11. Erindi varðandi starfsemi loðdýrabús í Mosfellsdal201106008
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Til máls tóku: HS, HBA, BH, SÓJ, HSv, ÞBS
Framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs falið að svara erindinu og benda bréfritara á að Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis fer með starfsleyfisumsóknir vegna loðdýrabúsins.
Jafnframt verði erindið sent umhverfisnefnd til kynningar. Einnig verði umhverfissviði Mosfellsbæjar verði falið að fara yfir starfsleyfistillöguna og undirbúa umsögn til heilbrigðiseftirlitsins ef svo ber undir.
12. Umsagnarbeiðni um vinnudrög byggingarreglugerðar201106019
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Frestað.
13. Skuldbreyting erlendra lána201106038
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs. Sömu fylgiskjöl gilda og liggja þau á fundargáttinni.
Frestað.
14. Sumarstörf 2011201103127
Erindinu var frestað á 1031. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku:
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita umbeðna aukafjárveitingu allt að kr. 4.450.000 vegna vinnuskólans og sumarstarfa sumarið 2011 og fari nákvæmt uppgjör á því fram í lok sumars.
Bæjarráð lýsir ánægju með hve vel tókst til með utanumhald og framkvæmd allrar vinnu í tengslum við sumarstörf ungmenna. Tekist hefur að veita öllum sumarvinnu sem þess hafa óskað og er ofangreind aukafjárveiting veitt í því skini.
15. Erindi Veðurstofu Íslands varðandi ofanflóðahættumat200707124
Á fundinn mæta Gunnar Guðni Tómasson forseti tækni- og verkfræðideildar Háskóla Íslands, formaður hættumatsnefndar og Eiríkur Gíslason verkfræðingur og skýrsluhöfundur og gera grein fyrir fyrirliggjandi tillögu. Vefslóð vegna skýrslunnar fylgir með.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Gunnar Guðni Tómasson forseti tækni- og verkfræðideildar Háskóla Íslands og Eiríkur Gíslason verkfræðingur og skýrsluhöfundur. </DIV><DIV> </DIV><DIV>Til máls tóku: HS, HSv, ÞBS, BH, HBA, KT og SÓJ.</DIV><DIV>Þeir Gunnar Guðni og Eiríkur gerður grein fyrir fyrirliggjandi tillögum varðandi ofanflóðahættumat fyrir Mosfellsbæ.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
16. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar200811187
Erindið sett á dagskrá vegna fyrirspurnar um það á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Frestað.
17. Framkvæmdir 2011201106009
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs mætir á fundinn og fer yfir helstu framkvæmdi á árinu 2011.
Frestað.
18. Umsagnarbeiðni um vinnudrög reglugerðar um framkvæmdaleyfi201106041
Frestað.