28. apríl 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi lánamál og ábyrgðir201103056
Áður á dagskrá 1020. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að undirbúa svar til ráðuneytisins. Hjálögð eru drög að svari. Í töluliðum 9 og 10 er vísað til fylgiskjala. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölulið 9 liggja þegar á gáttinni undir 1020. fundi. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölulið 10 fylgja hjálagt.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, ÞBS, JS, BH og KT. Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ getur ekki fallist á drögin að svarbréfinu eins og þau eru lögð fyrir bæjarráð þann 28. apríl 2011. Því fer Íbúahreyfingin fram á að tiltekið verði í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að stuðningur Íbúahreyfingarinnar við afgreiðslu bæjarráðs á málinu, og eftir atvikum bæjarstjórnar, sé ekki fyrir hendi.Sú afstaða sem mótuð er til málsins í drögunum að svarbréfinu er í megin dráttum í andstöðu við efni og niðurstöðu Lögmannsstofunnar LEX sem ritaði minnisblaðs um málið, dags. 2. febrúar 2011. Tillaga um að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að gera úttekt á kostum og göllum þess að krefjast viðurkenningar á að ábyrgðin sé ógild sbr. niðurlag í minnisblaði Lex.Tillagan er fell með þremur atkvæðum. Bæjarráð telur að ekki sé tímabært að fara í slíka rannsókn. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að senda ráðuneytinu fyrirliggjandi drög að svarbréfi.
2. Styrktarumsókn Specialisterne á Íslandi201103429
Áður á dagskrá 1023. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviða. Hjálögð er umsögn frá fjölskyldusviði, en eins og kunnugt er er framkvæmdastjóri fræðslusviðs farinn í leyfi og náði ekki að klára umsögn sína áður.
Frestað.
3. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Laxnes201104089
Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs vekur athygli á minnisblaði sínum með þessu erindi.
Frestað.
4. Tillaga að gjaldskrá ársins 2011 vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar og vörslu hrossa201104098
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2011, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.
Frestað.
5. Umhverfisstefna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar 2011201104101
Lögð fram til kynningar umhverfisstefna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar sem samþykkt var á starfsmannafundi skrifstofunnar þann 13. apríl 2011
Frestað.
6. Ársreikningur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2010201104130
Frestað.
7. Erindi Alþingis,umsagnarbeiðni vegna frumvarps til sveitarstjórnarlaga201104151
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
8. Erindi Alþingis,umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu201104153
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
9. Erindi Alþingis,umsagnarbeiðni varðandi frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk201104156
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
10. Erindi Alþingis,umsagnarbeiðni varðandi orlof201104157
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.