Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. apríl 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi lána­mál og ábyrgð­ir201103056

    Áður á dagskrá 1020. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að undirbúa svar til ráðuneytisins. Hjálögð eru drög að svari. Í töluliðum 9 og 10 er vísað til fylgiskjala. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölulið 9 liggja þegar á gáttinni undir 1020. fundi. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölulið 10 fylgja hjálagt.

    Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, ÞBS, JS, BH og KT. Bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.Íbúa­hreyf­ing­in í Mos­fells­bæ get­ur ekki fall­ist á drög­in að svar­bréf­inu eins og þau eru lögð fyr­ir bæj­ar­ráð þann 28. apríl 2011. Því fer Íbúa­hreyf­ing­in fram á að til­tek­ið verði í bréf­inu til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins að stuðn­ing­ur Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar við af­greiðslu bæj­ar­ráðs á mál­inu, og eft­ir at­vik­um bæj­ar­stjórn­ar, sé ekki fyr­ir hendi.Sú af­staða sem mót­uð er til máls­ins í drög­un­um að svar­bréf­inu er í meg­in drátt­um í and­stöðu við efni og nið­ur­stöðu Lög­manns­stof­unn­ar LEX sem rit­aði minn­is­blaðs um mál­ið, dags. 2. fe­brú­ar 2011. Til­laga um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að gera út­tekt á kost­um og göll­um þess að krefjast við­ur­kenn­ing­ar á að ábyrgð­in sé ógild sbr. nið­ur­lag í minn­is­blaði Lex.Til­lag­an er fell með þrem­ur at­kvæð­um. Bæj­ar­ráð tel­ur að ekki sé tíma­bært að fara í slíka rann­sókn. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að senda ráðu­neyt­inu fyr­ir­liggj­andi drög að svar­bréfi.

    • 2. Styrkt­ar­um­sókn Specialisterne á Ís­landi201103429

      Áður á dagskrá 1023. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviða. Hjálögð er umsögn frá fjölskyldusviði, en eins og kunnugt er er framkvæmdastjóri fræðslusviðs farinn í leyfi og náði ekki að klára umsögn sína áður.

      Frestað.

      • 3. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, um­sagn­ar­beiðni vegna Lax­nes201104089

        Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs vekur athygli á minnisblaði sínum með þessu erindi.

        Frestað.

        • 4. Til­laga að gjaldskrá árs­ins 2011 vegna leigu á beit­ar­hólf­um og vegna hand­söm­un­ar og vörslu hrossa201104098

          Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2011, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.

          Frestað.

          • 5. Um­hverf­is­stefna bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar 2011201104101

            Lögð fram til kynningar umhverfisstefna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar sem samþykkt var á starfsmannafundi skrifstofunnar þann 13. apríl 2011

            Frestað.

            • 6. Árs­reikn­ing­ur skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2010201104130

              Frestað.

              • 7. Er­indi Al­þing­is,um­sagn­ar­beiðni vegna frum­varps til sveit­ar­stjórn­ar­laga201104151

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs.

                • 8. Er­indi Al­þing­is,um­sagn­ar­beiðni vegna frum­varps til laga um vatna­lög og rann­sókn­ir og nýt­ingu á auð­lind­um í jörðu201104153

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

                  • 9. Er­indi Al­þing­is,um­sagn­ar­beiðni varð­andi frum­varp til laga um rétt­inda­gæslu fyr­ir fatlað fólk201104156

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                    • 10. Er­indi Al­þing­is,um­sagn­ar­beiðni varð­andi or­lof201104157

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30