Mál númer 201010204
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Mat á framkvæmd stefnu og áætlunar Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2010-2014.
Afgreiðsla 222. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar.$line$Fram kemur í skjalinu "Mat á framkvæmd stefnu og áætlunar Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2010-2014" að ekki hafi verið gerð forvarnastefna fyrir bæjarfélagið eins og til stóð að gera fyrir árslok 2011. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hvetja til þess að vinna við gerð forvarnastefnu og tilheyrandi framkvæmdaáætlunar verði sett í algjöran forgang á vettvangi fjölskyldusviðs. Þar verði , í nánu samráði við þá aðila sem sinna starfi með börnum og unglingum, útfærð markviss stefna og ábyrgðin á innleiðingu og framfylgni hennar sett í fastar skorður sem og mótaður rammi utan um verkefnið sem tryggir fjármögnun og starfskraft.$line$$line$$line$Bókun D og V lista.$line$Samkvæmt stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2010 - 2014 hófst vinna við gerð forvarnarstefnu á síðasta kjörtímabili en ekki tókst að ljúka þeirri vinnu á tilsettum tíma. Eins fram kemur í fundargerð fjölskyldunefndar á 222. fundi nefndarinnar þann 24. september var samþykkt að hefja vinnu við stefnuáætlun í barnaverndarmálum fyrir árin 2014 - 2018 í samræmi við 9. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Um mikilvægi forvarnarstefnu erum við öll sammála.
- 24. september 2014
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #222
Mat á framkvæmd stefnu og áætlunar Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2010-2014.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram mat á framkvæmd stefnu og áætlunar Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum árin 2010-2014.
Fjölskyldunefnd samþykkir að hefja undirbúning að gerð stefnu og áætlunar Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum árin 2014-2018 í samræmi við 9.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og felur framkvæmdastjóra að leggja drög þess efnis fyrir næsta fund nefndarinnar. - 2. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #553
<DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HSv, HS og JS.</DIV><DIV>Afgreiðsla 170. fundar fjölskyldunefndar, um stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum, samþykkt á 553. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 22. febrúar 2011
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #170
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að Stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2010-2014.
- 16. febrúar 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #552
Málil frestað á 163. fundi fjölskyldunefndar 26.10.2010.
<DIV>Afgreiðsla 169. fundar Fjölskyldunefndar, um breytingar á stefnunni, samþykkt á 552. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 8. febrúar 2011
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #169
Málil frestað á 163. fundi fjölskyldunefndar 26.10.2010.
Rætt var um drög að breyttri stefnu Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum. Framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs er falið að gera breytingar á stefnunni í samræmi við umræðu fundarins. Frestað.
- 3. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #545
<DIV>Frestað á 545. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 26. október 2010
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #163
Frestað.