Mál númer 201009048
- 17. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #546
Erindinu er vísað til bæjarráðs frá 544. fundi bæjarstjórnar. Sömu fylgiskjöl gilda á þá fylgdu.
<DIV><DIV><DIV>Til máls tók: JJB.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV>Íbúahreyfinginn vill upplýsa að undir þessum lið var annars vegar rætt um tilboð um ókeypis ráðgjöf sem send var bæjarstjóra. Í tölvupóstinum var auk þess lögð til bráðabirgðalausn fyrir hljóðupptökur sem kosta bæjarsjóð tæplega 50 þúsund krónur. Undir þessum lið var auk þess fjallað um að 5. grein reglna um hljóðupptökur kunni að brjóta í bága við höfundarréttarlög.</DIV><DIV>Íbúahreyfingin hefur ítrekað óskað eftir að fá að hljóðrita bæjarstjórnarfundi en verið þráfaldlega neitað.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 1003. fundar bæjarráðs samþykkt á 546. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
- 4. nóvember 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1003
Erindinu er vísað til bæjarráðs frá 544. fundi bæjarstjórnar. Sömu fylgiskjöl gilda á þá fylgdu.
Til máls tóku: HS, JBB, SÓJ og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu hvað varðar upptökubúnað og kostnað við hann til yfirstandandi fjárhagsáætlunargerðar. Hvað varðar að skoða nýsamþykktar reglur um hljóðritanir verði framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs falið að skoða reglurnar með tilliti til höfundarréttarlaga.
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
Niðurstaða verðkönnunar í hljóðritunarbúnað.
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: KGÞ, JS, HSv, HS, BH og K og JJB.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarfulltrúi D-lista leggur fram tillögu um að vísa kaupum á hljóðritunarbúnaði til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.</DIV><DIV>Dagskrártillaga kom fram frá bæjarfulltrúa S-lista um að vísa framkominni tillögu bæjarfulltrúa D-lista til bæjarráðs til frekari meðferðar.</DIV><DIV>Dagskrártillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga frá bæjarfulltrúa M-lista um að gestum á bæjarstjórnarfundum verði heimilt að hljóðrita fundi á meðan ekki er búið að koma upp hljóðritunarbúnaði.</DIV><DIV><DIV>Dagskrártillaga kom fram frá bæjarfulltrúa S-lista um að vísa framkominni tillögu bæjarfulltrúa M-lista til bæjarráðs til frekari meðferðar.</DIV><DIV><DIV>Dagskrártillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 20. október 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #544
<DIV><DIV>Erindinu sem var frestað á 996. fundi bæjarráðs, frestað á 544. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 14. október 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #998
Niðurstaða verðkönnunar í hljóðritunarbúnað.
Til máls tóku: HS, BH, SÓJ, KT, JJB, JS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa kaup á hljóðritunarbúnaði í samræmi við umræður á fundinum.
- 7. október 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #996
Erindinu frestað.
- 22. september 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #542
Áður á dagskrá 541. fundar bæjarstjórnar og þá frestað.
Forseti leggur fram skriflega greinargerð sína varðandi hljóðritanir á bæjstjórnarfundum í samræmi við óskir þar um frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Undir lok síðasta kjörtímabils viðraði undirritaður óformlega þá hugmynd við þáverandi bæjarfulltrúa að hugað skildi að upptökum bæjarstjórnarfunda.
Allir bæjarfulltrúar tóku vel í þá hugmynd, þó vissulega hefðu komið fram sjónarmið um að fundirnir gætu með því móti orðið stirðari.
Ákveðið var, þar sem langt var liðið á kjörtímabilið að huga að hljóðritunum strax í upphafi nýs kjörtímabils. Sú var og raunin og er sú vinna þegar langt á veg komin. Leitað hefur verið verðtilboða í upptökubúnað. Mótaðar hafa verið reglur um hvernig að slíkum upptökum skuli staðið það er vistun hljóðupptaka og aðgengi sem samþykktar voru fyrr á þessum fundi bæjarstjórnar. Reglurnar má sjá hér að neðan.
Reglur um hljóðupptökur á fundum bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
1. gr.<BR>Með vísan til 19. gr. samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, þar sem forseti getur heimilað upptökur einstakra funda bæjarstjórnar, samþykkir bæjarstjórn að hljóðrita skuli alla fundi bæjarstjórnar, svo sem nánar er fyrir um mælt í reglum þessum.<BR>2. gr.<BR>Hljóðritanir funda bæjarstjórnar skulu fara fram nema málefnalegar og/eða tæknilegar ástæður hamli.<BR>3. gr.<BR>Hljóðritanir skulu hefjast um leið og forseti setur fund bæjarstjórnar og lýkur þegar forseti slítur fundi. Sé tekið fundarhlé er hljóðritun stöðvuð á meðan fundarhlé varir.<BR>4. gr.<BR>Hjóðritanir skulu framkvæmdar af stjórnsýslu bæjarins/ starfsmönnum fundarins hverju sinni og skulu þær varðveittar í skjalasafni bæjarins á sama hátt og gildir um fundargerðir bæjarstjórnar á rafrænu formi og pappírsformi og fundargerðabækur bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.<BR>5. gr.<BR>Hljóðritanir eru eign Mosfellsbæjar og eru þær eingöngu ætlaðar til afspilunar og óheimilt er að nota þær til annarra hluta eða af öðrum en Mosfellsbæ sjálfum án sérstakrar heimildar hverju sinni. Þó er heimilt að vísa til texta hljóðritunar og eða nota hljóðritunina til afspilunar, en þá skal nota allan textann ef vitnað er til ákveðins dagskrárliðs, eða allan textann ef vísað er til ákveðins ræðumanns undir ákveðnum dagskrárlið.<BR>6. gr.<BR>Hljóðritanir skulu vera aðgengilegar á heimasíðu Mosfellsbæjar með sama eða sambærilegum hætti og gildir um fundargerðir bæjarstjórnar<BR>7. gr.<BR>Reglur þessar um hljóðritun á fundum bæjarstjórnar eru staðfestar af bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 22.09.2010 og gilda þar til þeim kann að verða breytt.
<BR>Strax á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar kom fram ósk frá áheyranda um að fá heimild til að hljóðrita fundinn, það var samþykkt. Að loknum fundi var rætt að fyrirferðarmikill búnaður og aðstöðuleysi hafi haft truflandi áhrif á fundinn. Því var ákveðið að heimila ekki áfram slíkar upptökur heldur að vinna hratt og örugglega að því að koma upp fullkomnum búnaði. Það verk er eins og áður segir í góðum farvegi.
<BR>Virðingarfyllst. Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar.
- 8. september 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #541
Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi óskar eftir þessum lið á dagskrá fundarins og óskar umræðu um hann og ástæður synjunar forseta á hljóðritunum.
Til máls tóku: JJB, KT, HSv, HS, KGÞ og JS.
Samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu atkvæði að fresta erindinu.