Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. október 2010 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Jóns R. Sig­munds­son­ar varð­andi frest­un gatna­gerð­ar­gjalda201009013

    Áður á dagsskrá 993. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Umsögn er hjálögð.

    Til máls tóku: HSv, SÓJ, JJB og HSv.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ekki sé hægt að verða við beiðni um frest­un gagna­gerð­ar­gjalda. Jafn­framt verði fjár­mála­stjóra fal­ið að móta al­menn­ar regl­ur um greiðslu­til­hög­un gatna­gerð­ar­gjalda. 

    • 2. Hljóð­rit­un­ar­bún­að­ur201009048

      Niðurstaða verðkönnunar í hljóðritunarbúnað.

      Til máls tóku: HS, BH, SÓJ, KT, JJB, JS og HSv.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að und­ir­búa kaup á hljóð­rit­un­ar­bún­aði í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

      • 3. Hljóð­rit­un­ar­bún­að­ur og drög að regl­um vegna hljóð­rit­in­ar201009054

        Áður á dagsrká 542. fundar bæjarstjórnar þar sem reglur um hljóðupptökur voru samþykktar. Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnason óskar eftir þessum dagskrárlið og leggur til niðurfellingu 5. greinar í nýsamþykktum reglum.

        Til máls tóku: JJB, HS, HSv, SÓJ, JS og KT. 

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fella ekki nið­ur 5. grein ný­sam­þykktra reglna um hljóðupp­tök­ur eins og bæj­ar­ráðs­mað­ur Jón Jósef Bjarna­son legg­ur til.

        • 4. Notk­un hug­bún­að­ar hjá Mos­fells­bæ201009322

          Dagskrárliðurinn er að ósk bæjarráðsmanns Jóns Jósef Bjarnasonar og gerir hann frekari grein fyrir dagskrárliðnum á fundinum.

          Til máls tóku: JJB, HS, HSv, BH, JS, KT og SÓJ.

          Um­ræð­ur fóru fram um mögu­lega notk­un á opn­um hug­bún­aði hjá stofn­un­um Mos­fells­bæ og var fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs fal­ið að láta skoða fram­tíð­ar­mögu­leika Mos­fells­bæj­ar í þeim efn­um. 

          • 5. Staða heim­ila í Mos­fells­bæ við lok frest­un­ar upp­boða201010022

            Erindið sett á dagskrá að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar sem óskar umræðu um málefnið.

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið mætti Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs.

             

            Um­ræð­ur fóru fram um þá stöðu sem skap­ast gæti þeg­ar heim­ili eru seld á upp­boði og út­skýrði fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs al­mennt í hverju fé­lags­leg að­stoð sveit­ar­fé­lag­anna gæti ver­ið fólg­in.  

            Til máls tóku: JJB, HS, UVI, JS, BH, SÓJ, KT og HSv.

            • 6. At­vinnu­mál í Mos­fells­bæ200903171

              Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun mælist atvinnuleysi í Mosfellsbæ nú 6,9%. Það hefur ekki mælst lægra í 20 mánuði, síðan í janúar 2009 og hefur lækkað jafnt og þétt sl. fjóra mánuði skv. meðfylgjandi Excel skjali.

              <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Er­ind­inu frestað.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

              • 7. Er­indi Famos varð­andi styrk 2011201009365

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til með­ferð­ar við gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2011. 

                • 8. Sjálfs­björg fé­lag fatl­aðra, um­sókn um styrk 2011201009361

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                  • 9. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ200802201

                    Fram er lagt forval verkfræðiráðgjafar ásamt skýrslu KPMG vegna áhrifa byggingar hjúkrunarheimilis á rekstur og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins skv. 65. gr. sveitarstjórnarlaga.

                    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið mætti Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs.

                     

                    Til máls tóku: HS, UVI og HSv.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að aug­lýsa út­boð á verk­fræði­ráð­gjöf vegna nýs hjúkr­un­ar­heim­il­is á grund­velli fyr­ir­liggj­andi for­vals sviðs­ins.

                    • 10. Er­indi SSH varð­andi samn­ing um "Sam­st­arf sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna þjón­ustu við fatl­aða"201010076

                      Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið mætti Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs.

                       

                      Til máls tóku: HS, UVI, HSv, SÓJ, KT og JS.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að stað­festa af hálfu Mos­fells­bæj­ar fyr­ir­liggj­andi drög að samn­ingi um sam­st­arf  sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna þjón­ustu við fatl­aða ásamt fylgiskjöl­um.

                      • 11. Fjár­mál Mos­fells­bæj­ar201010083

                        Fundur bæjarstjóra og fjármálastjóra með eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

                        Er­ind­inu frestað.

                        • 12. Varð­andi Meyj­ar­hvamm í landi Ell­iða­kots2010081797

                          áður á dagskrá 993. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og umhverfissviða. Hjálögð er umsögn.

                          Er­ind­inu frestað.

                          • 13. Breyt­ing á gjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar201008523

                            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið mætti Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

                             

                            Til máls tóku: HS, JS, HSv, JBH, BH, JJB og KT.

                            Fyr­ir ligg­ur til­laga um 16,5% hækk­un á gjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar vegna hækk­un­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur á heitu vatni til hita­veit­unn­ar. Sam­þykkt að vísa er­ind­inu til næsta bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar.

                            • 14. Út­hlut­un lóða Í Desja­mýri og Krika­hverfi201009047

                              Er­ind­inu frestað.

                              • 15. Hamra­borg, götu­lýs­ing201009383

                                Er­ind­inu frestað.

                                • 16. Trjálund­ur Rot­ary­klúbbs Mos­fells­sveit­ar201010015

                                  Er­ind­inu frestað.

                                  • 17. Er­indi Lárus­ar Björns­son­ar varð­andi lóð­ina Litlikriki 372010081419

                                    Er­ind­inu frestað.

                                    • 18. Er­indi Arn­dís­ar Þor­valds­dótt­ur varð­andi nið­ur­greidd far­gjöld í skóla201010028

                                      Er­ind­inu frestað.

                                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30