Mál númer 200606272
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Skv. upplýsingum frá Umhverfisráðuneyti var breyting á aðalskipulagi staðfest 30. nóvember 2006 og auglýsing um gildistöku birt í Stjórnartíðindum B þann 1. desember 2006.
Frestað.
- 13. desember 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #456
Skv. upplýsingum frá Umhverfisráðuneyti var breyting á aðalskipulagi staðfest 30. nóvember 2006 og auglýsing um gildistöku birt í Stjórnartíðindum B þann 1. desember 2006.
Frestað.
- 5. desember 2006
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar #185
Skv. upplýsingum frá Umhverfisráðuneyti var breyting á aðalskipulagi staðfest 30. nóvember 2006 og auglýsing um gildistöku birt í Stjórnartíðindum B þann 1. desember 2006.
Skv. upplýsingum frá Umhverfisráðuneyti var breyting á aðalskipulagi staðfest 30. nóvember 2006 og auglýsing um gildistöku birt í Stjórnartíðindum B þann 1. desember 2006.
- 18. október 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #452
Framhald umfjöllunar frá 179. fundi um auglýsta tillögu, athugasemdir og svör við þeim.
Karl Tómasson vék af fundi undir þessum dagskrárlið og við stjórn fundarins tók 1. varaforseti Herdís Sigurjónsdóttir. Jóhanna B. Magnúsdóttir varabæjarfulltrúi tók sæti Karls Tómassonar.%0D%0DTil máls tóku: JS, HSv, RR, HS og MM.%0D%0DBæjarfulltrúar S-lista endurflytja tillögu fulltrúa S-lista frá 180. fundi skipulags- og byggingarnefndar, en tillagan er svohljóðandi:%0DGeri það að tillögu minni að frestað verði umfjöllun um breytingu á aðalskipulaginu þar til fyrir liggur niðurstaða umhverfisráðuneytisins um kærur vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um að tengibraut úr Helgafellslandi að Vesturlandsvegi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.%0DJafnframt er það eðlilegt að afgreiðslu málsins sé frestað þar sem til umfjöllunar er í bæjarráði erindi Varmársamtakanna um skoðun á annarri legu tengibrautarinnar.%0D%0DTillagan borin upp og felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur.%0D%0DAfgreiðsla 180. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um tillögu að svörum vegna innsendra athugasemda og vegna smávægilegra breytinga á aðalskipulagstillögunni, staðfest með fimm atkvæðum.%0D%0DBókun S- lista vegna breytingar á aðalskipulagi .%0DBæjarfulltrúar S- lista Samfylkingar ítreka bókun fulltrúa S- lista í nefndinni sem og aðrar bókanir okkar um sama mál. Við ítrekum þá afstöðu okkar að í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið við skipulagið verði umhverfi Varmár og starfsemin í Álafosskvos látin njóta vafans með þeim hætti að málið verði endurskoðað í heild sinni, aðrar lausnir skoðaðar og metnar og besti kosturinn síðan valinn. Jafnframt teljum við að óeðilegt sé að afgreiða skipulagsbreytinguna áður en fyrir liggur úrskurður umhverfisráðuneytisins vegna kæru margra aðila um að ekki skuli fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar á tengibraut við Helgafellshverfi. Ómálefnanlegum fullyrðingum meirihlutans um annarlegar ástæður fyrir afstöðu okkar vísum við á bug. %0D%0DMeirihluti D – og V – lista getur ekki fallist á að nauðsynlegt sé að fresta afgreiðslu málsins .%0DTenging Helgafellshverfis frá Vesturlandsvegi meðfram Varmá hefur verið á aðalskipulagi Mosfellsbæjar frá árinu 1983. Sú breyting sem hér um ræðir er smávægileg og er til þess fallin að fella veginn betur að landi og færa hann fjær Varmánni. Framkvæmdin sem slík er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar og uppfyllti Mosfellsbær tilkynningaskyldu sína í vor með sérstakri skýrslu. Skipulagsstofnun úrskurðaði í framhaldinu að framkæmdin væri ekki þess eðilis að hún þarfnaðist mats á umhverfisáhrifum. Sá úrskurður hefur verið kærður til umhverfisráðherra. Ef ráðherra úrskurðar að umhverfismats sé þörf mun það fara fram samkvæmt því skipulagi sem hér var samþykkt með fimm atkvæðum.
- 18. október 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #452
Framhald umfjöllunar frá 179. fundi um auglýsta tillögu, athugasemdir og svör við þeim.
Karl Tómasson vék af fundi undir þessum dagskrárlið og við stjórn fundarins tók 1. varaforseti Herdís Sigurjónsdóttir. Jóhanna B. Magnúsdóttir varabæjarfulltrúi tók sæti Karls Tómassonar.%0D%0DTil máls tóku: JS, HSv, RR, HS og MM.%0D%0DBæjarfulltrúar S-lista endurflytja tillögu fulltrúa S-lista frá 180. fundi skipulags- og byggingarnefndar, en tillagan er svohljóðandi:%0DGeri það að tillögu minni að frestað verði umfjöllun um breytingu á aðalskipulaginu þar til fyrir liggur niðurstaða umhverfisráðuneytisins um kærur vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um að tengibraut úr Helgafellslandi að Vesturlandsvegi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.%0DJafnframt er það eðlilegt að afgreiðslu málsins sé frestað þar sem til umfjöllunar er í bæjarráði erindi Varmársamtakanna um skoðun á annarri legu tengibrautarinnar.%0D%0DTillagan borin upp og felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur.%0D%0DAfgreiðsla 180. fundar skipulags- og byggingarnefndar, um tillögu að svörum vegna innsendra athugasemda og vegna smávægilegra breytinga á aðalskipulagstillögunni, staðfest með fimm atkvæðum.%0D%0DBókun S- lista vegna breytingar á aðalskipulagi .%0DBæjarfulltrúar S- lista Samfylkingar ítreka bókun fulltrúa S- lista í nefndinni sem og aðrar bókanir okkar um sama mál. Við ítrekum þá afstöðu okkar að í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið við skipulagið verði umhverfi Varmár og starfsemin í Álafosskvos látin njóta vafans með þeim hætti að málið verði endurskoðað í heild sinni, aðrar lausnir skoðaðar og metnar og besti kosturinn síðan valinn. Jafnframt teljum við að óeðilegt sé að afgreiða skipulagsbreytinguna áður en fyrir liggur úrskurður umhverfisráðuneytisins vegna kæru margra aðila um að ekki skuli fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar á tengibraut við Helgafellshverfi. Ómálefnanlegum fullyrðingum meirihlutans um annarlegar ástæður fyrir afstöðu okkar vísum við á bug. %0D%0DMeirihluti D – og V – lista getur ekki fallist á að nauðsynlegt sé að fresta afgreiðslu málsins .%0DTenging Helgafellshverfis frá Vesturlandsvegi meðfram Varmá hefur verið á aðalskipulagi Mosfellsbæjar frá árinu 1983. Sú breyting sem hér um ræðir er smávægileg og er til þess fallin að fella veginn betur að landi og færa hann fjær Varmánni. Framkvæmdin sem slík er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar og uppfyllti Mosfellsbær tilkynningaskyldu sína í vor með sérstakri skýrslu. Skipulagsstofnun úrskurðaði í framhaldinu að framkæmdin væri ekki þess eðilis að hún þarfnaðist mats á umhverfisáhrifum. Sá úrskurður hefur verið kærður til umhverfisráðherra. Ef ráðherra úrskurðar að umhverfismats sé þörf mun það fara fram samkvæmt því skipulagi sem hér var samþykkt með fimm atkvæðum.
- 4. október 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #451
Lögð verða fram drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust, sbr. fundargerð 178. fundar.
Frestað.
- 4. október 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #451
Lögð verða fram drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust, sbr. fundargerð 178. fundar.
Frestað.
- 3. október 2006
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar #180
Framhald umfjöllunar frá 179. fundi um auglýsta tillögu, athugasemdir og svör við þeim.
Framhald umfjöllunar frá 179. fundi um auglýsta tillögu, athugasemdir og svör við þeim.%0D%0DJS lagði fram svohljóðandi tillögu: Geri það að tillögu minni að frestað verði umfjöllun um breytingu á aðalskipulaginu þar til fyrir liggur niðurstaða umhverfisráðuneytisins um kærur vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um að tengibraut úr Helgafellslandi að Vesturlandsvegi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.%0D%0DTillagan var felld með þremur atkvæðum gegn einu.%0D%0DNefndin samþykkir með fjórum atkvæðum framlögð drög að svörum við athugasemdum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum um staðsetningu settjarna. Jafnframt samþykkir hún að gerðar verði eftirtaldar breytingar á tillögunni: %0DÁ afmörkun íbúðarsvæðis: a) Horn byggðarfleka austan tengivegar að Þingvallavegi, undir Helgafelli, verði teygt lítillega til norðurs. b) Rétt verði úr sveig á afmörkun byggðarfleka gegnt Álafosskvos, þannig að vestasta horn hans færist fjær Kvos en miðjan færist nær henni. c) Við beygju á Skammadalslæk þar sem lækjargilið er dýpst verði það skilgreint sem opið svæði og íbúðarsvæði minnkað að sama skapi. %0DÁ legu tengivega: a) Tengibraut til austurs færist neðar í landið við Skammadalslæk, þess verði þó gætt að stíflumannvirki við lækinn spillist ekki. b) Rétt verði úr hlykkjum á tengivegi til norðurs þannig að hann færist aftur fjær Ásahverfi. %0DNefndin leggur til að tillagan svo breytt verði samþykkt og send Skipulagstofnun til staðfestingarmeðferðar.%0D%0DJS lagði fram svohljóðandi bókun: Ég greiði ekki atkvæði með þessari niðurstöðu meirihluta nefndarinnar og minni jafnframt á sjónarmið mín og tillögur, sem ég hef sett fram á undanförnum mánuðum um endurskoðun málsins í heild hvað tengibrautina varðar. Sú endurskoðun nái bæði til gildandi aðalskipulags sem og þeirra breytinga á því sem eru í farvatninu. Ég sit því hjá við afgreiðslu málsins.%0DJafnframt tel ég að svörum við athugasemdum við skipulagsbreytinguna sé áfátt þar sem á skortir að athuganir og rannsóknir liggi fyrir í mörgum þáttum. Því er í mörgum tilfellum beitt huglægu mati og fullyrðingum sem eru umdeilanlegar og ekki studdar gögnum á grundvelli skoðunar eða rannsókna.%0D%0DFulltrúar V og D lista óska bókað: Fulltrúar meirihluta í skipulags-og byggingarnefnd lýsa undrun sinni á afstöðu og bókun fulltrúa S lista í nefndinni. Leitun er að skipulagsverkefni sem unnið hefur verið að í Mosfellsbæ, sem fengið hefur jafn veigamikla skoðun og umfjöllun og þetta verkefni, m.a. af fulltrúa S lista sem hér bókar. Þeim fullyrðingum sem fram koma í niðurlagi bókunarinnar um að svörum við athugasemdum sé áfátt og á skorti rannsóknir og athuganir, er vísað algerlega á bug.
- 26. september 2006
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar #179
Lögð verða fram drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust, sbr. fundargerð 178. fundar.
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust, sbr. fundargerð 178. fundar. %0DUmræður, afgreiðslu frestað til næsta fundar.
- 20. september 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #450
Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi lauk 4. september s.l. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum: Hildi Margrétardóttur f.h. hagsmunaaðila í Álafosskvos; Berglindi Björgúlfsdóttur f.h. Varmársamtakanna; Hannesi Sigurgeirssyni f.h. landeigenda; Ingólfi Hrólfssyni o.fl. íbúum við Fellsás; Margréti Guðjónsdóttur og Kjartani Óskarssyni; Sigrúnu Guðmundsdóttur og Ævari Erni Jósepssyni; 12 íbúum við Brekkuland. Athugasemdir frá eftirtöldum við samhliða auglýstar deiliskipulagstillögur beinast einnig að atriðum í aðalskipulagi: Guðbjörgu Magnúsdóttur og Sigurði Ó. Lárussyni; Magnýju Kristinsdóttur og Sæberg Þórðarsyni; Sigurði Rúnari Ívarssyni.
Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
- 20. september 2006
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #450
Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi lauk 4. september s.l. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum: Hildi Margrétardóttur f.h. hagsmunaaðila í Álafosskvos; Berglindi Björgúlfsdóttur f.h. Varmársamtakanna; Hannesi Sigurgeirssyni f.h. landeigenda; Ingólfi Hrólfssyni o.fl. íbúum við Fellsás; Margréti Guðjónsdóttur og Kjartani Óskarssyni; Sigrúnu Guðmundsdóttur og Ævari Erni Jósepssyni; 12 íbúum við Brekkuland. Athugasemdir frá eftirtöldum við samhliða auglýstar deiliskipulagstillögur beinast einnig að atriðum í aðalskipulagi: Guðbjörgu Magnúsdóttur og Sigurði Ó. Lárussyni; Magnýju Kristinsdóttur og Sæberg Þórðarsyni; Sigurði Rúnari Ívarssyni.
Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.