20. september 2006 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. SSH, fundargerð 295. fundar200609049
Til máls tóku: JS,RR,HS,MM,HS.%0D%0D295. fundargerð SSH lögð fram.
2. Strætó bs. fundargerð 80. fundar200608223
Til máls tóku: JS,HSv.%0D%0D80. fundargerð Strætó bs. lögð fram.
Almenn erindi
3. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006200609025
Til máls tóku: RR,JS,HSv,MM.%0D%0DEndurskoðun fjárhagsáætlunar, mál 200609025 og fyrri hluti máls 200609023 sbr. fundargerð fjölskyldunefndar.%0D%0DBókun S-lista Samfylkingar vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2006:%0D%0D"Því ber að fagna að rekstur sveitarfélagsins stendur nokkuð vel sem og það ber að þakka forstöðumönnum sviða og stofnana hversu vel þeir halda sig innan ramma fjárhagsáætlunar þó naumt sé þeim skammtað á ýmsum sviðum.%0DLjóst er af þeim gögnum sem lögð hafa verið fram að ytri efnahagslegar aðstæður , sem eru rekstri bæjarfélagsins mjög hagstæðar, skapa fyrst og fremst þessa góðu stöðu. Sala byggingaréttar til lóðarhafa og stefna meirihlutans í gjaldskrár- og skattamálum hafa líka sitt að segja í þessum efnum.%0DÞó nokkur frávik eru frá fjárhagsáætlun ársins og í því mæli að sjálfstæðismenn hefðu áður fyrr talið það bera vott um laka áætlanagerð. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun voru tekjur vanáætlaðar um tæpar 170 millj.kr. og þá einkum og sér í lagi útsvarstekjur og launagreiðslur voru vanáætlaðar um 77 millj.kr. Jafnframt er um að ræða hækkun á framkvæmdaáætlun um tæpar 120 millj.kr. vegna vanáætlunar. Auk þessa er gert ráð fyrir að verðbótagjöld og gengistap af lánum sveitarfélagsins verði verulega umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.%0DVegna ört batnandi fjárhagsstöðu bæjarfélagsins sem áætlanir til margra ára hafa bent til telja bæjarfulltrúar Samfylkingar, eins og bent hefur verið á áður, löngu tímabært að endurskoða gjaldskrár- og skattastefnu bæjarins eins og hún hefur birst í valdatíð sjálfstæðismanna."%0D%0DFulltrúi B-lista tekur undir bókun S-lista.%0D%0DFulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:%0D"Bæjarfulltrúar D–listans lýsa furðu sinni á bókun bæjarfulltrúa B og S-listans og þeirri vanþekkingu sem þar kemur fram á tilurð breytinga á fjárhagsáætlun og nefndar eru vanáætlanir.%0DÍ framkominni endurskoðun fjárhagsáætlunar sem nú liggur fyrir er ljóst að tekjur eru umfram það sem fjárhagsáætlun 2006 gerði ráð fyrir og ber það vott um aukna hagsæld íbúa Mosfellsbæjar og því ber að fagna og vart er það vanáætlun.%0DHvað varðar auknar launagreiðslur þá ákvað bæjarstjórn Mosfellsbæjar að verða við tillögum LN í febrúar um hækkun launa starfsmanna Mosfellsbæjar til samræmis við nýgerða kjarasamninga Reykjavíkurborgar. Það er grundvallarmunur á því og að áætla ekki fyrir fyrirsjáanlegum breytingum á launaliðum vegna ógerðra kjarasamninga eins og tíðkaðist í meirihlutatíð Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins.%0DBæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti nýjar framkvæmdir að upphæð 109 mkr. á árinu 2006. Hér er um nýja ákvörðun um framkvæmdir að ræða en ekki vanáætlun á þegar samþykktri framkvæmdaáætlun og á því er grundvallarmunur.%0DÞessar breytingar voru samþykktar samhljóða í bæjarstjórn Mosfellsbæjar."%0D%0DSamþykkt að breyta fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2006 í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu samantekins A- og B-hluta.%0D%0DSamþykkt með 7 atkvæðum.%0D%0DBókun bæjarráðs vegna máls 200609025 samþykkt og jafnframt samþykkt að breyta fjárhagsáætlun Félagslegra íbúða fyrir árið 2006 þannig að áætlaður söluhagnaður lækki úr 5 mkr og verði 0. Tekjulækkun skal mætt með lántöku.%0D%0DSamþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 788200609008F
Fyrsta lið fundargerðarinnar, endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006, er vísað til sérstakrar afgreiðslu undir almenn erindi í lok fundargerðarinnar.
788. fundargerð bæjarráðs Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.%0D%0DFyrsta lið fundargerðarinnar, endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006, er vísað til sérstakrar afgreiðslu undir almenn erindi í lok fundargerðarinnar.
4.1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 200609025
Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2006 m.a. vegna kjarasamningsbreytinga o.fl.
Niðurstaða þessa fundar:
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 vísað til sérstakrar afgreiðslu sbr. síðasta dagskrárlið þessarar fundargerðar.
4.2. Rekstraryfirlit janúar-júní 2006 200609026
Kynntar eru niðurstöður rekstrar janúar til júní 2006.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
4.3. Dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2007 200609027
Drög að tímasettri vinnu við fjárhagsáætlanagerð vegna ársins 2007 verða send á morgun miðvikudag.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
4.4. Umsókn um lóð 200603130
Áslákur sækir um stærri lóð vegna framtíðarhagsmuna og hugsanlegrar stækkunar.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.5. Skólaakstur skólaárið 2006-7 200608041
Lögð er fram tillaga um greiðslu vegna skólaaksturs nemanda úr dreifbýli.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS,RR,HSv,MM.%0D%0DAfgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.6. Erindi frá Lögfræðistofu Sóleyjargötu 17 sf.,vegna eignaskráningu í Selholti Mos. 200604099
Í erindinu er óskað viðurkenningar á því að land hafi verið selt, einnig viðurkenningar á því að leigt land sé 7 hekturum stærra en skráð stærð í leigusamningi.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.7. Minnisblað bæjarstjóra varðandi úthlutun iðnaðarlóða í Mosfellsbæ 200604003
Drög að úthlutunarskilmálum verða send á morgun miðvikudag.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.8. Strætó í Grafarvog, Borgarholtsskóli 200608021
Ábending og athugun á akstri Strætó í tengslum við nýjan Korpúlfsstaðaveg.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
4.9. Erindi Sigurðar I.B.Guðmundssonar v.ósk um heilsársbúsetu og byggingarleyfi á Háeyri við Reykjalundarveg 200608145
Óskað er eftir að Háeyri verði viðurkennt sem hús til heilsársbúsetu, einnig óskað eftir byggingarleyfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
4.10. Umsókn um lóð undir sthapatya-ved hús/byggð 200609021
Óskað er eftir byggingarleyfi á Mosfellsheiði.
Niðurstaða þessa fundar:
Frestað.
5. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 789200609013F
789. fundargerð bæjarráðs Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
5.1. Umsókn um lóð undir sthapatya-ved hús/byggð 200609021
Þessu erindi var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.2. Erindi Sigurðar I.B.Guðmundssonar v.ósk um heilsársbúsetu og byggingarleyfi á Háeyri við Reykjalundarveg 200608145
Þessu erindi var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.3. Ósk Skipulagsstofnunar um umsögn vegna efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals 200608232
Óskað er eftir því að tekið verði á dagskrá sem 3. dagskrárerindi, erindi 200608232, umsögn bæjarverkfræðings og umhverfisnefndar.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: RR,JS,KT,MM.%0D%0DUmsögn um fyrirhugaða efnistöku samþykkt.
5.4. Erindi Löggarðs fh. leikskólakennara. Trúnaðarmál. 200608243
Óskað er eftir því að tekið verði á dagskrá sem 4. dagskrárerindi, erindi 200608243, varðandi áskorun um afturköllun áminningar.%0D
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.5. Erindi Málhildar Sigurbjörnsdóttur v. leyfi til heilsársbúsetu í sumarhúsi 200609064
Óskað er eftir leyfi til heilsársbúsetu og lögheimilisskráningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.6. Lóð að Álafossvegi 12 200510169
Mótmælt er afturköllun lóðarinnar að Álafossvegi 12 og talið að m.a. sé kominn á eignarréttur afnota.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.7. Erindi Samband íslenskra sveitarfélaga v. lánasjóð sveitarfélaga 200608241
Bréf frá Lánasjóði sveitarfélags, þar sem sjóðurinn kynnir starfssemi sína.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
5.8. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi 200607122
Óskað er heimildar til gatnaframkvæmda við Bjargslund.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.9. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 á lið 61-09 söluíbúðir minnisblað 200609023
Lagt er til að horfið verði frá því að selja leiguíbúð Mosfellsbæjar eins og ráðgert hafði verið í gildandi fjárhagsáætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Vísað til 12. liðar fundargerðarinnar: Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.
5.10. Erindi Einars Jörundssonar v. umferðaröryggi barna í Leirutanga 200609030
Erindi er varðar umferðaröryggi barna við Leirutanga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.11. Lágafellsskóli - breytingar á stjórnunarálmu 200609035
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.12. Bréf frá Sorpu bs v/drög að þjónustusamningi. 200609036
Sorpa bs. óskar eftir viðbrögðum sveitarfélaganna varðandi drög að þjónustusamningi við Sorpu bs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.13. Bréf frá Landbúnaðarráðuneyti, skýrsla Votlendisnefndar. 200609038
Landbúnaðarráðuneytið vekur athygli á skýrslu Votlendisnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
5.14. Erindi Alþingis varðandi fjárlagaárið 2007 200609047
Fjárlaganefnd gefur sveitarstjórnarmönnum kost á fundum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.15. Flóðlýsing gervigrasvallar við íþróttasvæðið Varmá. 200609055
Óskað er heimildar til þess að ganga til samninga við lægstbjóðandi um flóðlýsingu gervigrasvallar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
5.16. Umsókn um lóð f.h. Vífilfells 200609063
Óskað er eftir lóð fyrir hönd Vífilfells hf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
6. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 67200609007F
67. fundargerð fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
6.1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 á lið 61-09 söluíbúðir%0Dminnisblað 200609023
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku:MM,HS,RR,JS,HSv.%0D%0DAfgreiðsla fjölskyldunefndar staðfest með sjö atkvæðum, en fyrri hluta afgreiðslu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2006 sem er til sérstakrar afgreiðslu sbr. síðasta dagskrárlið þessarar fundargerðar.%0D%0DFulltrúi B-lista fagnar breyttum hugsunarhætti í fjölskyldunefnd. Hugmyndir um að selja ekki fleiri félagslegar íbúðir er í anda þeirra tillagna og bókana sem fulltrúi B-listans hefur lagt til í fjölskyldunefnd undanfarin ár. Í ört vaxandi bæjarfélagi ber bæjarstjórn / fjölskyldunefnd að huga að því að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði er tekur mið af þörfum skjólstæðinga fjölskyldusviðs hverju sinni. %0D%0DBæjarfulltrúar D listans mótmæla þeirri fullyrðingu fulltrúa B-listans að hér sé um að ræða breyttan hugsunarhátt í fjölskyldunefnd. %0DÁ undanförnum árum hefur ásókn í félagslegt húsnæði verið í sögulegu lágmarki en teikn eru á lofti um að það kunni að vera að breytast. Fjölskyldunefnd er því að bregaðst við breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu.
6.2. Foreldrafélag Öskjuhlíðarskóla, beiðni um fjárveitingu til reksturs til sumardvalarheimilis fyrir fötluð börn. 200605329
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla fjölskyldunefndar staðfest með sjö atkvæðum.
6.3. Yfirlit yfir styrkumsóknir árið 2006 200601336
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
6.4. Erindi frá Samtökum um kvennaathvarf, beiðni um styrk 200511270
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla fjölskyldunefndar staðfest með sjö atkvæðum.
6.5. Framkvæmdaleyfi vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ. 200609032
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
6.6. Forvarnir, umsókn um styrk í forvarnarsjóð 200602021
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 113200609012F
113. fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
7.1. Íþróttasvæði við Varmá, deiliskipulag 200608201
Niðurstaða þessa fundar:
Ályktun íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
7.2. Erindi ÍSÍ varðandi upplýsingar um aðgang minnihlutahópa að íþróttastarfi 200608224
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest með sjö atkvæðum.
7.3. Erindi UMFA v. tillögu að samstarfssamningi meistarflokks í knattspyrnu 200606200
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið lagt fram og því vísað til vinnu að stefnumótun íþrótta- og tómstundamálum.
7.4. Erindi Fimleikadeildar Aftureldingar v. fibergólf 200608012
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku:RR,KT,JS,HSv.%0D%0DEftirfarandi bókun var lögð fram af fulltrúum V og D-lista:%0D"Fulltrúi S-listans sem sat 113.fund íþrótta- og tómstundanefndar er fyrrverandi framkvæmdastjóri UMFA og í ljósi þess er bókun hans í hæsta máta furðuleg og lýsir mikilli vanþekkingu á samskiptaferli sveitarfélgsins og UMFA og á meðferð opinberra fjármuna.%0DFullyrðing um vilyrði af hálfu oddvita D og V lista er röng og bendir til að málskilningur fulltrúans sé annar en flestra. Það er töluverður munur að vera jákvæður eða veita vilyrði."%0D%0DFulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi tillögu:%0D%0D"Fimleikadeild Aftureldingar er ört vaxandi deild bæði hvað varðar fjölda iðkenda sem og vegna aukinns árangurs þeirra. Samkvæmt erindi deildarinnar sem er samþykkt af Aðalstjórn Aftureldingar er það mjög mikilvægt fyrir iðkendur að sem fyrst verði til staðar svo kallað fíbergólf (stökkrenningur).%0DBæjarfulltrúar Samfylkingar gera það því að tillögu sinni að veittir verði þeir fjármunir sem óskað er eftir eða 1,7 millj.kr. til kaupa á fíbergólfi nú þegar í stað þess að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007."%0D%0DSamþykkt að vísa tillögunni til bæjarráðs.
7.5. Heilsdagsskólaþjónusta - frístundasel og dægradvöl 2006. 200609002
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.6. Endurskoðun á reglum um frístundasel og dægradvöl grunnskólanna. 200609003
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku:JS,RR,BÞÞ,HS,MM.%0D%0DAfgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar, um breytingu á reglum um frístundasel og dægradvöl, staðfest með sjö atkvæðum.
7.7. Handbók íþrótta- og tómstundanefndar 200609071
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.8. Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum 200605097
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest með sjö atkvæðum.
8. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 169200609001F
169. fundargerð fræðslunefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
9. Atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar - 62200609010F
62. fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
10. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 177200609002F
177. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
11. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar - 178200609009F
178. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
12. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 111200609015F
111. fundargerð menningarmálanefndar Mosfellsbæjar tekin á dagskrá og afgreidd í einstökum liðum.
12.1. Samvinna menningarmálanefndar og bæjarlistamanns um kynningu á sér og verkum sínum innan Mosfellsbæjar. 200608268
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Kaup á listaverkum 200605274
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.3. Listasalur 2006 - 7; umsóknir um sýningar 200608240
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 111. fundar menningarmálanefndar staðfest með sjö atkvæðum.
12.4. Samstarf um menningarmál 200608242
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tók: HB.%0D%0DLagt fram.
12.5. Samningur við MAP um fornleifauppgröft í Mosfellsdal o.fl. 200608215
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 111. fundar menningarmálanefndar, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að staðfesta samning um fornleifauppgröft, staðfest með sjö atkvæðum.
12.6. Stefnumótun í menningarmálum 200603117