Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. september 2006 kl. 16:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Fundargerðir til kynningar

    • 1. SSH, fund­ar­gerð 295. fund­ar200609049

      Til máls tóku: JS,RR,HS,MM,HS.%0D%0D295. fund­ar­gerð SSH lögð fram.

      • 2. Strætó bs. fund­ar­gerð 80. fund­ar200608223

        Til máls tóku: JS,HSv.%0D%0D80. fund­ar­gerð Strætó bs. lögð fram.

        Almenn erindi

        • 3. End­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2006200609025

          Til máls tóku: RR,JS,HSv,MM.%0D%0DEnd­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar, mál 200609025 og fyrri hluti máls 200609023 sbr. fund­ar­gerð fjöl­skyldu­nefnd­ar.%0D%0DBók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar vegna end­ur­skoð­un­ar fjár­hags­áætl­un­ar 2006:%0D%0D"Því ber að fagna að rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins stend­ur nokk­uð vel sem og það ber að þakka for­stöðu­mönn­um sviða og stofn­ana hversu vel þeir halda sig inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar þó naumt sé þeim skammtað á ýms­um svið­um.%0DLjóst er af þeim gögn­um sem lögð hafa ver­ið fram að ytri efna­hags­leg­ar að­stæð­ur , sem eru rekstri bæj­ar­fé­lags­ins mjög hag­stæð­ar, skapa fyrst og fremst þessa góðu stöðu. Sala bygg­inga­rétt­ar til lóð­ar­hafa og stefna meiri­hlut­ans í gjald­skrár- og skatta­mál­um hafa líka sitt að segja í þess­um efn­um.%0DÞó nokk­ur frá­vik eru frá fjár­hags­áætlun árs­ins og í því mæli að sjálf­stæð­is­menn hefðu áður fyrr tal­ið það bera vott um laka áætlana­gerð. Sam­kvæmt end­ur­skoð­aðri áætlun voru tekj­ur vanáætl­að­ar um tæp­ar 170 millj.kr. og þá einkum og sér í lagi út­svar­s­tekj­ur og launa­greiðsl­ur voru vanáætl­að­ar um 77 millj.kr. Jafn­framt er um að ræða hækk­un á fram­kvæmda­áætlun um tæp­ar 120 millj.kr. vegna vanáætl­un­ar. Auk þessa er gert ráð fyr­ir að verð­bóta­gjöld og geng­istap af lán­um sveit­ar­fé­lags­ins verði veru­lega um­fram það sem gert var ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun árs­ins.%0DVegna ört batn­andi fjár­hags­stöðu bæj­ar­fé­lags­ins sem áætlan­ir til mar­gra ára hafa bent til telja bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar, eins og bent hef­ur ver­ið á áður, löngu tíma­bært að end­ur­skoða gjald­skrár- og skatta­stefnu bæj­ar­ins eins og hún hef­ur birst í valda­tíð sjálf­stæð­is­manna."%0D%0DFull­trúi B-lista tek­ur und­ir bók­un S-lista.%0D%0DFull­trú­ar D-lista leggja fram eft­ir­far­andi bók­un:%0D"Bæj­ar­full­trú­ar D–list­ans lýsa furðu sinni á bók­un bæj­ar­full­trúa B og S-list­ans og þeirri van­þekk­ingu sem þar kem­ur fram á til­urð breyt­inga á fjár­hags­áætlun og nefnd­ar eru vanáætlan­ir.%0DÍ fram­kom­inni end­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar sem nú ligg­ur fyr­ir er ljóst að tekj­ur eru um­fram það sem fjár­hags­áætlun 2006 gerði ráð fyr­ir og ber það vott um aukna hag­sæld íbúa Mos­fells­bæj­ar og því ber að fagna og vart er það vanáætlun.%0DHvað varð­ar aukn­ar launa­greiðsl­ur þá ákvað bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar að verða við til­lög­um LN í fe­brú­ar um hækk­un launa starfs­manna Mos­fells­bæj­ar til sam­ræm­is við ný­gerða kjara­samn­inga Reykja­vík­ur­borg­ar. Það er grund­vall­armun­ur á því og að áætla ekki fyr­ir fyr­ir­sjá­an­leg­um breyt­ing­um á launa­lið­um vegna ógerðra kjara­samn­inga eins og tíðk­að­ist í meiri­hluta­tíð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Fram­sókn­ar­flokks­ins.%0DBæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti nýj­ar fram­kvæmd­ir að upp­hæð 109 mkr. á ár­inu 2006. Hér er um nýja ákvörð­un um fram­kvæmd­ir að ræða en ekki vanáætlun á þeg­ar sam­þykktri fram­kvæmda­áætlun og á því er grund­vall­armun­ur.%0DÞess­ar breyt­ing­ar voru sam­þykkt­ar sam­hljóða í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar."%0D%0DSam­þykkt að breyta fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2006 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn. Breyt­ing­in hef­ur ekki áhrif á rekstr­arnið­ur­stöðu sam­an­tek­ins A- og B-hluta.%0D%0DSam­þykkt með 7 at­kvæð­um.%0D%0DBók­un bæj­ar­ráðs vegna máls 200609025 sam­þykkt og jafn­framt sam­þykkt að breyta fjár­hags­áætlun Fé­lags­legra íbúða fyr­ir árið 2006 þann­ig að áætl­að­ur sölu­hagn­að­ur lækki úr 5 mkr og verði 0. Tekju­lækk­un skal mætt með lán­töku.%0D%0DSam­þykkt með 7 at­kvæð­um.

          Fundargerðir til staðfestingar

          • 4. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 788200609008F

            Fyrsta lið fundargerðarinnar, endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006, er vísað til sérstakrar afgreiðslu undir almenn erindi í lok fundargerðarinnar.

            788. fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.%0D%0DFyrsta lið fund­ar­gerð­ar­inn­ar, end­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2006, er vísað til sér­stakr­ar af­greiðslu und­ir al­menn er­indi í lok fund­ar­gerð­ar­inn­ar.

            • 4.1. End­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2006 200609025

              Drög að end­ur­skoð­aðri fjár­hags­áætlun árs­ins 2006 m.a. vegna kjara­samn­ings­breyt­inga o.fl.

              Niðurstaða þessa fundar:

              End­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2006 vísað til sér­stakr­ar af­greiðslu sbr. síð­asta dag­skrárlið þess­ar­ar fund­ar­gerð­ar.

            • 4.2. Rekstr­ar­yf­ir­lit janú­ar-júní 2006 200609026

              Kynnt­ar eru nið­ur­stöð­ur rekstr­ar janú­ar til júní 2006.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 4.3. Dagskrá vinnu við fjár­hags­áætlun 2007 200609027

              Drög að tíma­settri vinnu við fjár­hags­áætlana­gerð vegna árs­ins 2007 verða send á morg­un mið­viku­dag.%0D

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 4.4. Um­sókn um lóð 200603130

              Áslák­ur sæk­ir um stærri lóð vegna fram­tíð­ar­hags­muna og hugs­an­legr­ar stækk­un­ar.%0D

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

            • 4.5. Skóla­akst­ur skóla­ár­ið 2006-7 200608041

              Lögð er fram til­laga um greiðslu vegna skóla­akst­urs nem­anda úr dreif­býli.%0D

              Niðurstaða þessa fundar:

              Til máls tóku: JS,RR,HSv,MM.%0D%0DAfgreiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

            • 4.6. Er­indi frá Lög­fræði­stofu Sól­eyj­ar­götu 17 sf.,vegna eigna­skrán­ingu í Sel­holti Mos. 200604099

              Í er­ind­inu er óskað við­ur­kenn­ing­ar á því að land hafi ver­ið selt, einn­ig við­ur­kenn­ing­ar á því að leigt land sé 7 hekt­ur­um stærra en skráð stærð í leigu­samn­ingi.%0D

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

            • 4.7. Minn­is­blað bæj­ar­stjóra varð­andi út­hlut­un iðn­að­ar­lóða í Mos­fells­bæ 200604003

              Drög að út­hlut­un­ar­skil­mál­um verða send á morg­un mið­viku­dag.%0D

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

            • 4.8. Strætó í Grafar­vog, Borg­ar­holts­skóli 200608021

              Ábend­ing og at­hug­un á akstri Strætó í tengsl­um við nýj­an Kor­p­úlfs­staða­veg.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

            • 4.9. Er­indi Sig­urð­ar I.B.Guð­munds­son­ar v.ósk um heils­árs­bú­setu og bygg­ing­ar­leyfi á Há­eyri við Reykjalund­ar­veg 200608145

              Óskað er eft­ir að Há­eyri verði við­ur­kennt sem hús til heils­árs­bú­setu, einn­ig óskað eft­ir bygg­ing­ar­leyfi.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Frestað.

            • 4.10. Um­sókn um lóð und­ir sthapatya-ved hús/byggð 200609021

              Óskað er eft­ir bygg­ing­ar­leyfi á Mos­fells­heiði.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Frestað.

            • 5. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 789200609013F

              789. fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

              • 5.1. Um­sókn um lóð und­ir sthapatya-ved hús/byggð 200609021

                Þessu er­indi var frestað á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs.%0D

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.2. Er­indi Sig­urð­ar I.B.Guð­munds­son­ar v.ósk um heils­árs­bú­setu og bygg­ing­ar­leyfi á Há­eyri við Reykjalund­ar­veg 200608145

                Þessu er­indi var frestað á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs.%0D

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.3. Ósk Skipu­lags­stofn­un­ar um um­sögn vegna efnis­töku í Hrossa­dal í landi Mið­dals 200608232

                Óskað er eft­ir því að tek­ið verði á dagskrá sem 3. dag­skrárer­indi, er­indi 200608232, um­sögn bæj­ar­verk­fræð­ings og um­hverf­is­nefnd­ar.%0D

                Niðurstaða þessa fundar:

                Til máls tóku: RR,JS,KT,MM.%0D%0DUm­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku sam­þykkt.

              • 5.4. Er­indi Löggarðs fh. leik­skóla­kenn­ara. Trún­að­ar­mál. 200608243

                Óskað er eft­ir því að tek­ið verði á dagskrá sem 4. dag­skrárer­indi, er­indi 200608243, varð­andi áskor­un um aft­ur­köllun áminn­ing­ar.%0D

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.5. Er­indi Mál­hild­ar Sig­ur­björns­dótt­ur v. leyfi til heils­árs­bú­setu í sum­ar­húsi 200609064

                Óskað er eft­ir leyfi til heils­árs­bú­setu og lög­heim­il­is­skrán­ing­ar.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.6. Lóð að Ála­foss­vegi 12 200510169

                Mót­mælt er aft­ur­köllun lóð­ar­inn­ar að Ála­foss­vegi 12 og tal­ið að m.a. sé kom­inn á eign­ar­rétt­ur af­nota.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.7. Er­indi Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga v. lána­sjóð sveit­ar­fé­laga 200608241

                Bréf frá Lána­sjóði sveit­ar­fé­lags, þar sem sjóð­ur­inn kynn­ir starfs­semi sína.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              • 5.8. Gatna­gerð Reykja­hvoli og Bjarg­slundi 200607122

                Óskað er heim­ild­ar til gatna­fram­kvæmda við Bjarg­slund.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.9. End­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2006 á lið 61-09 sölu­íbúð­ir minn­is­blað 200609023

                Lagt er til að horf­ið verði frá því að selja leigu­íbúð Mos­fells­bæj­ar eins og ráð­gert hafði ver­ið í gild­andi fjár­hags­áætlun.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Vísað til 12. lið­ar fund­ar­gerð­ar­inn­ar: End­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2006.

              • 5.10. Er­indi Ein­ars Jör­unds­son­ar v. um­ferðarör­yggi barna í Leiru­tanga 200609030

                Er­indi er varð­ar um­ferðarör­yggi barna við Leiru­tanga.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.11. Lága­fells­skóli - breyt­ing­ar á stjórn­un­ar­álmu 200609035

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.12. Bréf frá Sorpu bs v/drög að þjón­ustu­samn­ingi. 200609036

                Sorpa bs. ósk­ar eft­ir við­brögð­um sveit­ar­fé­lag­anna varð­andi drög að þjón­ustu­samn­ingi við Sorpu bs.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.13. Bréf frá Land­bún­að­ar­ráðu­neyti, skýrsla Vot­lend­is­nefnd­ar. 200609038

                Land­bún­að­ar­ráðu­neyt­ið vek­ur at­hygli á skýrslu Vot­lend­is­nefnd­ar.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              • 5.14. Er­indi Al­þing­is varð­andi fjár­laga­ár­ið 2007 200609047

                Fjár­laga­nefnd gef­ur sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um kost á fund­um.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.15. Flóð­lýs­ing gervi­grasvall­ar við íþrótta­svæð­ið Varmá. 200609055

                Óskað er heim­ild­ar til þess að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­andi um flóð­lýs­ingu gervi­grasvall­ar.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 5.16. Um­sókn um lóð f.h. Víf­il­fells 200609063

                Óskað er eft­ir lóð fyr­ir hönd Víf­il­fells hf.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla bæj­ar­ráðs stað­fest með sjö at­kvæð­um.

              • 6. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 67200609007F

                67. fund­ar­gerð fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                • 6.1. End­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2006 á lið 61-09 sölu­íbúð­ir%0Dm­inn­is­blað 200609023

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Til máls tóku:MM,HS,RR,JS,HSv.%0D%0DAfgreiðsla fjöl­skyldu­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um, en fyrri hluta af­greiðslu vísað til end­ur­skoð­un­ar fjár­hags­áætl­un­ar 2006 sem er til sér­stakr­ar af­greiðslu sbr. síð­asta dag­skrárlið þess­ar­ar fund­ar­gerð­ar.%0D%0DFull­trúi B-lista fagn­ar breytt­um hugs­un­ar­hætti í fjöl­skyldu­nefnd. Hug­mynd­ir um að selja ekki fleiri fé­lags­leg­ar íbúð­ir er í anda þeirra til­lagna og bók­ana sem full­trúi B-list­ans hef­ur lagt til í fjöl­skyldu­nefnd und­an­farin ár. Í ört vax­andi bæj­ar­fé­lagi ber bæj­ar­stjórn / fjöl­skyldu­nefnd að huga að því að auka fram­boð á fé­lags­legu leigu­hús­næði er tek­ur mið af þörf­um skjól­stæð­inga fjöl­skyldu­sviðs hverju sinni. %0D%0DBæj­ar­full­trú­ar D list­ans mót­mæla þeirri full­yrð­ingu full­trúa B-list­ans að hér sé um að ræða breytt­an hugs­un­ar­hátt í fjöl­skyldu­nefnd. %0DÁ und­an­förn­um árum hef­ur ásókn í fé­lags­legt hús­næði ver­ið í sögu­legu lág­marki en teikn eru á lofti um að það kunni að vera að breyt­ast. Fjöl­skyldu­nefnd er því að breg­aðst við breytt­um að­stæð­um í þjóð­fé­lag­inu.

                • 6.2. For­eldra­fé­lag Öskju­hlíð­ar­skóla, beiðni um fjár­veit­ingu til rekst­urs til sum­ar­dval­ar­heim­il­is fyr­ir fötluð börn. 200605329

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla fjöl­skyldu­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                • 6.3. Yf­ir­lit yfir styrk­umsókn­ir árið 2006 200601336

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 6.4. Er­indi frá Sam­tök­um um kvenna­at­hvarf, beiðni um styrk 200511270

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla fjöl­skyldu­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                • 6.5. Fram­kvæmda­leyfi vegna bygg­ing­ar hjúkr­un­ar­heim­il­is í Mos­fells­bæ. 200609032

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 6.6. For­varn­ir, um­sókn um styrk í for­varn­ar­sjóð 200602021

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 7. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 113200609012F

                  113. fund­ar­gerð íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                  • 7.1. Íþrótta­svæði við Varmá, deili­skipu­lag 200608201

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Álykt­un íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar lögð fram.

                  • 7.2. Er­indi ÍSÍ varð­andi upp­lýs­ing­ar um að­g­ang minni­hluta­hópa að íþrótt­astarfi 200608224

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                  • 7.3. Er­indi UMFA v. til­lögu að sam­starfs­samn­ingi meistar­flokks í knatt­spyrnu 200606200

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Er­ind­ið lagt fram og því vísað til vinnu að stefnu­mót­un íþrótta- og tóm­stunda­mál­um.

                  • 7.4. Er­indi Fim­leika­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar v. fibergólf 200608012

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Til máls tóku:RR,KT,JS,HSv.%0D%0DEft­irfar­andi bók­un var lögð fram af full­trú­um V og D-lista:%0D"Full­trúi S-list­ans sem sat 113.fund íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri UMFA og í ljósi þess er bók­un hans í hæsta máta furðu­leg og lýs­ir mik­illi van­þekk­ingu á sam­skipta­ferli sveit­ar­félgs­ins og UMFA og á með­ferð op­in­berra fjár­muna.%0DFull­yrð­ing um vil­yrði af hálfu odd­vita D og V lista er röng og bend­ir til að málskiln­ing­ur full­trú­ans sé ann­ar en flestra. Það er tölu­verð­ur mun­ur að vera já­kvæð­ur eða veita vil­yrði."%0D%0DFull­trú­ar Sam­fylk­ing­ar lögðu fram eft­ir­far­andi til­lögu:%0D%0D"Fim­leika­deild Aft­ur­eld­ing­ar er ört vax­andi deild bæði hvað varð­ar fjölda ið­k­enda sem og vegna auk­inns ár­ang­urs þeirra. Sam­kvæmt er­indi deild­ar­inn­ar sem er sam­þykkt af Að­al­stjórn Aft­ur­eld­ing­ar er það mjög mik­il­vægt fyr­ir ið­k­end­ur að sem fyrst verði til stað­ar svo kallað fíbergólf (stökkrenn­ing­ur).%0DBæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar gera það því að til­lögu sinni að veitt­ir verði þeir fjár­mun­ir sem óskað er eft­ir eða 1,7 millj.kr. til kaupa á fíbergólfi nú þeg­ar í stað þess að vísa er­ind­inu til gerð­ar fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2007."%0D%0DSam­þykkt að vísa til­lög­unni til bæj­ar­ráðs.

                  • 7.5. Heils­dags­skóla­þjón­usta - frí­stunda­sel og dægra­dvöl 2006. 200609002

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 7.6. End­ur­skoð­un á regl­um um frí­stunda­sel og dægra­dvöl grunn­skól­anna. 200609003

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Til máls tóku:JS,RR,BÞÞ,HS,MM.%0D%0DAfgreiðsla íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar, um breyt­ingu á regl­um um frí­stunda­sel og dægra­dvöl, stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                  • 7.7. Hand­bók íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar 200609071

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 7.8. Stefnu­mót­un í íþrótta- og tóm­stunda­mál­um 200605097

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                  • 8. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 169200609001F

                    169. fund­ar­gerð fræðslu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                    • 9. At­vinnu- og ferða­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 62200609010F

                      62. fund­ar­gerð at­vinnu- og ferða­mála­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                      • 10. Skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 177200609002F

                        177. fund­ar­gerð skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                        • 11. Skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 178200609009F

                          178. fund­ar­gerð skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                          • 12. Menn­ing­ar­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 111200609015F

                            111. fund­ar­gerð menn­ing­ar­mála­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar tekin á dagskrá og af­greidd í ein­stök­um lið­um.

                            • 12.1. Sam­vinna menn­ing­ar­mála­nefnd­ar og bæj­arlista­manns um kynn­ingu á sér og verk­um sín­um inn­an Mos­fells­bæj­ar. 200608268

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram.

                            • 12.2. Kaup á lista­verk­um 200605274

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Lagt fram.

                            • 12.3. Lista­sal­ur 2006 - 7; um­sókn­ir um sýn­ing­ar 200608240

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Af­greiðsla 111. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                            • 12.4. Sam­st­arf um menn­ing­ar­mál 200608242

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Til máls tók: HB.%0D%0DLagt fram.

                            • 12.5. Samn­ing­ur við MAP um forn­leifa­upp­gröft í Mos­fells­dal o.fl. 200608215

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Af­greiðsla 111. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar, þar sem lagt er til við bæj­ar­stjórn að stað­festa samn­ing um forn­leifa­upp­gröft, stað­fest með sjö at­kvæð­um.

                            • 12.6. Stefnu­mót­un í menn­ing­ar­mál­um 200603117
                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15