3. október 2006 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsbyggð, breyting á aðalskipulagi200606272
Framhald umfjöllunar frá 179. fundi um auglýsta tillögu, athugasemdir og svör við þeim.
Framhald umfjöllunar frá 179. fundi um auglýsta tillögu, athugasemdir og svör við þeim.%0D%0DJS lagði fram svohljóðandi tillögu: Geri það að tillögu minni að frestað verði umfjöllun um breytingu á aðalskipulaginu þar til fyrir liggur niðurstaða umhverfisráðuneytisins um kærur vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um að tengibraut úr Helgafellslandi að Vesturlandsvegi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.%0D%0DTillagan var felld með þremur atkvæðum gegn einu.%0D%0DNefndin samþykkir með fjórum atkvæðum framlögð drög að svörum við athugasemdum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum um staðsetningu settjarna. Jafnframt samþykkir hún að gerðar verði eftirtaldar breytingar á tillögunni: %0DÁ afmörkun íbúðarsvæðis: a) Horn byggðarfleka austan tengivegar að Þingvallavegi, undir Helgafelli, verði teygt lítillega til norðurs. b) Rétt verði úr sveig á afmörkun byggðarfleka gegnt Álafosskvos, þannig að vestasta horn hans færist fjær Kvos en miðjan færist nær henni. c) Við beygju á Skammadalslæk þar sem lækjargilið er dýpst verði það skilgreint sem opið svæði og íbúðarsvæði minnkað að sama skapi. %0DÁ legu tengivega: a) Tengibraut til austurs færist neðar í landið við Skammadalslæk, þess verði þó gætt að stíflumannvirki við lækinn spillist ekki. b) Rétt verði úr hlykkjum á tengivegi til norðurs þannig að hann færist aftur fjær Ásahverfi. %0DNefndin leggur til að tillagan svo breytt verði samþykkt og send Skipulagstofnun til staðfestingarmeðferðar.%0D%0DJS lagði fram svohljóðandi bókun: Ég greiði ekki atkvæði með þessari niðurstöðu meirihluta nefndarinnar og minni jafnframt á sjónarmið mín og tillögur, sem ég hef sett fram á undanförnum mánuðum um endurskoðun málsins í heild hvað tengibrautina varðar. Sú endurskoðun nái bæði til gildandi aðalskipulags sem og þeirra breytinga á því sem eru í farvatninu. Ég sit því hjá við afgreiðslu málsins.%0DJafnframt tel ég að svörum við athugasemdum við skipulagsbreytinguna sé áfátt þar sem á skortir að athuganir og rannsóknir liggi fyrir í mörgum þáttum. Því er í mörgum tilfellum beitt huglægu mati og fullyrðingum sem eru umdeilanlegar og ekki studdar gögnum á grundvelli skoðunar eða rannsókna.%0D%0DFulltrúar V og D lista óska bókað: Fulltrúar meirihluta í skipulags-og byggingarnefnd lýsa undrun sinni á afstöðu og bókun fulltrúa S lista í nefndinni. Leitun er að skipulagsverkefni sem unnið hefur verið að í Mosfellsbæ, sem fengið hefur jafn veigamikla skoðun og umfjöllun og þetta verkefni, m.a. af fulltrúa S lista sem hér bókar. Þeim fullyrðingum sem fram koma í niðurlagi bókunarinnar um að svörum við athugasemdum sé áfátt og á skorti rannsóknir og athuganir, er vísað algerlega á bug.
2. Miðdalur, lnr. 192804, ósk um deiliskipulag frístundalóðar200607135
Halldór Sigurðsson óskar með bréfi dags. 21.09.2006 eftir samþykkt á endurskoðaðri tillögu að deiliskipulagi frístundalóðar þar sem m.a. er gert ráð fyrir 110 fm húsi auk 65 fm geymslu- og tæknirýmis. Fyrri tillögu var hafnað á 175. fundi vegna stærðar bygginga. Frestað á 179. fundi.
Halldór Sigurðsson óskar með bréfi dags. 21.09.2006 eftir samþykkt á endurskoðaðri tillögu að deiliskipulagi frístundalóðar þar sem m.a. er gert ráð fyrir 110 fm húsi auk 65 fm geymslu- og tæknirýmis. Fyrri tillögu var hafnað á 175. fundi vegna stærðar bygginga. Frestað á 179. fundi.%0DNefndin fellst ekki á framlagða tillögu þar sem stærð húsa er umfram þau mörk sem miðað er við fyrir frístundahús á þessu svæði. Nefndin tekur fram að frístundahús sem nefnd eru í erindinu eru innan þessara stærðarmarka en ekki dæmi um hið gagnstæða.
3. Í Óskotslandi 125380 - ósk um deiliskipulag200606194
Einar Ingimarsson arkitekt f.h. Ásgeirs M. Jónssonar, óskar eftir samþykkt á endurskoðaðri tillögu að deiliskipulagi lóðar fyrir frístundahús við Hafravatn. Á 174. fundi var því hafnað að lóðinni yrði skipt upp í tvær lóðir. Frestað á 179. fundi.
Einar Ingimarsson arkitekt f.h. Ásgeirs M. Jónssonar, óskar eftir samþykkt á endurskoðaðri tillögu að deiliskipulagi lóðar fyrir frístundahús við Hafravatn. Á 174. fundi var því hafnað að lóðinni yrði skipt upp í tvær lóðir. Frestað á 179. fundi.%0DNefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að hún verði auglýst til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
4. Deiliskipulag frístundalóðar, lnr. 125172200609150
Ragnhildur Ingólfsdóttir f.h. Guðmundar K. Guðmundssonar leggur fram tillögu að deiliskipulagi frístundalóðar við Silungatjörn. Frestað á 179. fundi.
Ragnhildur Ingólfsdóttir arkitekt f.h. Guðmundar K. Guðmundssonar leggur fram tillögu að deiliskipulagi frístundalóðar við Silungatjörn. Frestað á 179. fundi.%0DNefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að hún verði auglýst til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
5. Engjavegur 11, 17 og 19, ósk um breytingu á deiliskipulagi200606135
Athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi lauk 22. september 2006. Ein athugasemd barst, frá Sigríði Jóhannsdóttur f.h. eiganda Skóga við Engjaveg, dags. 21. september 2006. Frestað á 179. fundi.
Athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi lauk 22. september 2006. Ein athugasemd barst, frá Sigríði Jóhannsdóttur f.h. eiganda Skóga við Engjaveg, dags. 21. september 2006. Frestað á 179. fundi.%0DNefndin fellst ekki á það sjónarmið bréfritara að breytingin feli í sér of mikla þéttingu byggðar og bendir á að hinar nýju lóðir eru 1200 - 1500 fermetrar.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið.
6. Erindi Einars Jörundssonar v. umferðaröryggi barna í Leirutanga200609030
Einar vekur athygli á ógætilegum akstri um Leirutanga og stingur upp á því að loka sveignum neðst, t.d. milli Leirutanga 29 og 31. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til umsagnar og afgreiðslu. Frestað á 179. fundi.
Einar vekur athygli á ógætilegum akstri um Leirutanga og stingur upp á því að loka sveignum neðst, t.d. milli Leirutanga 29 og 31. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til umsagnar og afgreiðslu. Frestað á 179. fundi.%0DBæjarverkfræðingi er falið að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum og ræða við bréfritara.
7. Umsókn um lóð undir sthapatya-ved hús/byggð200609021
Guðrún Kristín Magnúsdóttir f.h. Global Country of World Peace sækir um 100 - 200 ha lands á Mosfellsheiði undir sthapaya-ved hús/byggð skóla. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til umsagnar og afgreiðslu. Frestað á 179. fundi.
Guðrún Kristín Magnúsdóttir f.h. Global Country of World Peace sækir um 100 - 200 ha lands á Mosfellsheiði undir sthapaya-ved hús/byggð skóla. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til umsagnar og afgreiðslu. Frestað á 179. fundi.%0DUmrætt svæði er skilgreint sem opið óbyggt svæði á aðalskipulagi og er ekki ætlað undir byggð. Nefndin telur engar líkur á því að þeirri stefnumörkun verði breytt og hafnar því erindinu.
8. Ósk um heilsársbúsetu og byggingarleyfi á Háeyri við Reykjalundarveg.200608145
Sigurður I. B. Guðmundsson óskar eftir leyfi til heilsársbúsetu og byggingarleyfi á efri hluta lóðar sinnar á Háeyri við Reykjalundarveg. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til umsagnar og afgreiðslu. Frestað á 179. fundi.
Sigurður I. B. Guðmundsson óskar eftir leyfi til heilsársbúsetu og byggingarleyfi á efri hluta lóðar sinnar á Háeyri við Reykjalundarveg. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til umsagnar og afgreiðslu. Frestað á 179. fundi.%0DFrestað.
9. Litlikriki 1, fyrispurn um byggingarleyfi200609138
Kynning á tillöguteikningum að fjölbýlishúsi í samræmi við ákvæði í skipulagsskilmálum um kynningu fyrir nefndinni. Frestað á 179. fundi.
Kynning á tillöguteikningum að fjölbýlishúsi í samræmi við ákvæði í skipulagsskilmálum um kynningu fyrir nefndinni. Frestað á 179. fundi.%0DNefndin tekur jákvætt í framlagðar teikningar.
10. Litlikriki 21, umsókn um byggingarleyfi200607076
Grenndarkynningu á tillögu að minniháttar breytingu á deiliskipulagi lauk þann 25. september 2006 með því að allir þátttakendur höfðu staðfest með samþykki sitt með undirskrift á uppdrátt.
Grenndarkynningu á tillögu að minniháttar breytingu á deiliskipulagi lauk þann 25. september 2006 með því að allir þátttakendur höfðu staðfest með samþykki sitt með undirskrift á uppdrátt.%0DNefndin leggur til að skipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið.
11. Í landi Laxness, fyrirspurn vegna endurbyggingar200509150
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um málið.
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um málið.%0DFrestað.
12. Um auglýsinga- og skiltamál í bænum200609230
Umræða um óleyfisskilti og bíla og tæki með auglýsingum sem komið er fyrir á áberandi stöðum, s.s. meðfram Vesturlandsvegi.
Umræða um óleyfisskilti og bíla og tæki með auglýsingum sem komið er fyrir á áberandi stöðum, s.s. meðfram Vesturlandsvegi.%0DFrestað.
13. Litlikriki 76, fyrirspurn um frávik frá skipulagi200608078
Kl. 8:30 koma á fundinn fulltrúar Byggingarfélagsins Stafholts ehf. og gera grein fyrir sjónarmiðum sínum um hönnun hússins. Í bókun nefndarinnar á 176. fundi var lögð áhersla á að farið yrði að skipulagsskilmálum að því er varðar bílastæði og stöllun hússins.
Fulltrúar Byggingarfélagsins Stafholts ehf. komu á fundinn og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum um hönnun hússins. Í bókun nefndarinnar á 176. fundi var lögð áhersla á að farið yrði að skipulagsskilmálum að því er varðar bílastæði og stöllun hússins.%0DNefndin óskar eftir að gólfkóti hússins verði lækkaður um 50 cm en gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framlagðar teikningar og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu málsins.