20. mars 2025 kl. 07:33,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Í upphafi fundar var samþykkt með fjórum atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins sem verður liður nr. 11 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hagir og líðan eldra fólks - könnun 2024202409230
Kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan eldra fólks í Mosfellsbæ sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun.
Bæjarráð þakkar Ólafíu Dögg Ásgeirsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu umbóta og þróunar, fyrir greinargóða kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan eldra fólks í Mosfellsbæ og lýsir yfir ánægju með jákvæðar niðurstöður rannsóknarinnar.
Málinu er vísað til kynningar í velferðarnefnd og í öldungaráði.Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar
2. Rammasamningur um jarðvinnu202403698
Óskað er heimildar bæjaráðs til að fara í útboð á rammasamningi um kaup á jarðvinnu fyrir lagnavinnu á vegum Mosveitna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um útboð á rammasamningi um kaup á jarðvinnu fyrir lagnavinnu á vegum Mosveitna.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
3. Endurnýjun Sendibifreiðar Hitaveitu Mosfellsbæjar - Bifreiðar og tæki202503344
Lagt er til að bæjarráð heimili kaup á bifreið fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar í kjölfar verðfyrirspurnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum kaup á bifreið fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
4. Auglýsing stöðu skólastjóra í Kvíslarskóla202503432
Tillaga um heimild til að auglýsa stöðu skólastjóra Kvíslarskóla lausa til umsóknar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að staða skólastjóra Kvíslarskóla verði auglýst í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
5. Erindi frá bæjarráðsfulltrúum D lista202503262
Erindi frá bæjarráðsfulltrúum D lista um niðurskurð frá samþykktri fjárhagsáætlun 2025.
Bókun D-lista:
Boðaðar hagræðingarkröfur á skóla í Mosfellsbæ árið 2025 koma mjög á óvart þar sem fulltrúar meirihlutans hafa ítrekað rætt um mikilvægi þess að auka fjármagn til barna og ungmenna.
Í lok síðasta ár voru settar voru 100 miljónir í átakið „Börnin okkar“ fyrir árið 2025.
Þremur mánuðum síðar er skólunum gert að hagræða um 100 miljónir árið 2025.
Það lítur því þannig út að átakið „Börnin okkar“ eigi að fjármagna með hagræðingu í skólum bæjarins.
Þetta er slæm ákvörðun að okkar mati.
Vinnuumhverfi skólanna er mjög krefjandi og sífellt auknar kröfur og áskoranir sem kalla á aukið fjármagn í starfsemi skólanna.
Að mati fulltúa D-listans í bæjarráði eru þessi vinnubrögð meirihlutans til skaða fyrir skólasamfélagið í Mosfellsbæ.
Fulltrúar D-listans skora á meirihlutann að endurskoða ákvörðun sína um hagræðingarkröfu á skóla Mosfellsbæjar árið 2025, og óska eftir að málið verði tekið til umræðu í fræðslunefnd.***
Fundarhlé hófst kl. 8:48.
Rúnar Bragi Guðlaugsson vék af fundi kl. 9.15.
Fundur hófst aftur kl. 9:22.***
Bókun B, S og C lista:
Bæjarráðsfulltrúar B, S og C lista lýsa yfir vonbrigðum sínum á framsetningu bæjarráðsfulltrúa D lista í bókun þeirra varðandi hagræðingartillögur sem stjórnsýsla bæjarins hefur unnið að í samræmi við fjárhagsáætlun.
Á fundi bæjarráðs var farið yfir fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra þar sem m.a. kom fram að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2025 var samþykkt að farið yrði í vinnu við að draga úr rekstrarkostnaði um 200 m.kr. þvert á öll svið. Frá þeim tíma hafi sviðin leitað leiða til að draga úr rekstrarkostnaði án þess að það leiddi til skerðingar á þjónustu eða samþykktum verkefnum.
Það er því röng ályktun að hagræðingarkrafa sem gerð var á allar stofnanir bæjarins hafi verið ætluð til þess að fjármagna verkefnið „Börnin okkar“. Það er af og frá að það mikilvæga verkefni sé sett á laggirnar á kostnað annarra stofnana. Með því verkefni er verið að bregðast við mikilli fjölgun barnaverndartilkynninga, t.d. með því að styrkja bæði barnavernd og skólaþjónustu.
Tilgangur með hagræðingarkröfunum í fjárhagsáætlun er að stuðla að tiltekt í rekstri og bæta fjárhagsstöðu bæjarins. Þær eru því hluti af ábyrgri fjármálastjórn sem meirihluti B, S og C lista vill við hafa.Gestir
- Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
6. Viðræður um uppbyggingarsamning - athafnasvæði sunnan Fossavegar202503152
Erindi Mosómela ehf. þar sem óskað er viðræðna um uppbyggingu atvinnulóða í landi Mosómela ehf. (F 233-1668) í Leirvogstungu.
Frestað vegna tímaskorts.
7. Aurora Nest, Lynghólsvegi 17 - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202501288
Ósk um endurupptöku máls er varðar umsögn um umsókn um rekstarleyfi fyrir gististað.
Frestað vegna tímaskorts.
8. Kæra nr. 173-2024 til ÚUA vegna Suður-Reykjalands L125425202412187
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram og kynntur.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Ársskýrsla vegna urðunarstaðar í Álfsnesi 2024202503153
Skýrsla frá Sorpu bs.um úrgangsstjórnun urðunarstaðar í Álfsnesi árið 2024.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum202503398
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum. Umsagnarfrestur er til 27. mars nk.
Frestað vegna tímaskorts.
11. Samningar ríkis og sveitarfélaga um þjónustu við börn með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila og202503508
Frestað vegna tímaskorts.