Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. mars 2025 kl. 07:33,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um að taka nýtt mál á dagskrá fund­ar­ins sem verð­ur lið­ur nr. 11 á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hag­ir og líð­an eldra fólks - könn­un 2024202409230

    Kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan eldra fólks í Mosfellsbæ sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun.

    Bæj­ar­ráð þakk­ar Ólafíu Dögg Ás­geirs­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra skrif­stofu um­bóta og þró­un­ar, fyr­ir grein­ar­góða kynn­ingu á nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar­inn­ar Hag­ir og líð­an eldra fólks í Mos­fells­bæ og lýs­ir yfir ánægju með já­kvæð­ar nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar­inn­ar.
    Mál­inu er vísað til kynn­ing­ar í vel­ferð­ar­nefnd og í öld­unga­ráði.

    Gestir
    • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar
      Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir mætti und­ir dag­skrárliðn­um.
    • 2. Ramma­samn­ing­ur um jarð­vinnu202403698

      Óskað er heimildar bæjaráðs til að fara í útboð á rammasamningi um kaup á jarðvinnu fyrir lagnavinnu á vegum Mosveitna.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um út­boð á ramma­samn­ingi um kaup á jarð­vinnu fyr­ir lagna­vinnu á veg­um Mosveitna.

      Gestir
      • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • 3. End­ur­nýj­un Sendi­bif­reið­ar Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar - Bif­reið­ar og tæki202503344

        Lagt er til að bæjarráð heimili kaup á bifreið fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar í kjölfar verðfyrirspurnar.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um kaup á bif­reið fyr­ir Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

        Gestir
        • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
        • 4. Aug­lýs­ing stöðu skóla­stjóra í Kvísl­ar­skóla202503432

          Tillaga um heimild til að auglýsa stöðu skólastjóra Kvíslarskóla lausa til umsóknar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að staða skóla­stjóra Kvísl­ar­skóla verði aug­lýst í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

          Gestir
          • Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
          • 5. Er­indi frá bæj­ar­ráðs­full­trú­um D lista202503262

            Erindi frá bæjarráðsfulltrúum D lista um niðurskurð frá samþykktri fjárhagsáætlun 2025.

            Bók­un D-lista:
            Boð­að­ar hag­ræð­ing­ar­kröf­ur á skóla í Mos­fells­bæ árið 2025 koma mjög á óvart þar sem full­trú­ar meiri­hlut­ans hafa ít­rekað rætt um mik­il­vægi þess að auka fjár­magn til barna og ung­menna.
            Í lok síð­asta ár voru sett­ar voru 100 milj­ón­ir í átak­ið „Börn­in okk­ar“ fyr­ir árið 2025.
            Þrem­ur mán­uð­um síð­ar er skól­un­um gert að hagræða um 100 milj­ón­ir árið 2025.
            Það lít­ur því þann­ig út að átak­ið „Börn­in okk­ar“ eigi að fjár­magna með hag­ræð­ingu í skól­um bæj­ar­ins.
            Þetta er slæm ákvörð­un að okk­ar mati.
            Vinnu­um­hverfi skól­anna er mjög krefj­andi og sí­fellt aukn­ar kröf­ur og áskor­an­ir sem kalla á auk­ið fjár­magn í starf­semi skól­anna.
            Að mati fulltúa D-list­ans í bæj­ar­ráði eru þessi vinnu­brögð meiri­hlut­ans til skaða fyr­ir skóla­sam­fé­lag­ið í Mos­fells­bæ.
            Full­trú­ar D-list­ans skora á meiri­hlut­ann að end­ur­skoða ákvörð­un sína um hag­ræð­ing­ar­kröfu á skóla Mos­fells­bæj­ar árið 2025, og óska eft­ir að mál­ið verði tek­ið til um­ræðu í fræðslu­nefnd.

            ***
            Fund­ar­hlé hófst kl. 8:48.
            Rún­ar Bragi Guð­laugs­son vék af fundi kl. 9.15.
            Fund­ur hófst aft­ur kl. 9:22.

            ***
            Bók­un B, S og C lista:
            Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar B, S og C lista lýsa yfir von­brigð­um sín­um á fram­setn­ingu bæj­ar­ráðs­full­trúa D lista í bók­un þeirra varð­andi hag­ræð­ing­ar­til­lög­ur sem stjórn­sýsla bæj­ar­ins hef­ur unn­ið að í sam­ræmi við fjár­hags­áætlun.

            Á fundi bæj­ar­ráðs var far­ið yfir fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað bæj­ar­stjóra þar sem m.a. kom fram að við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar 2025 var sam­þykkt að far­ið yrði í vinnu við að draga úr rekstr­ar­kostn­aði um 200 m.kr. þvert á öll svið. Frá þeim tíma hafi svið­in leitað leiða til að draga úr rekstr­ar­kostn­aði án þess að það leiddi til skerð­ing­ar á þjón­ustu eða sam­þykkt­um verk­efn­um.

            Það er því röng álykt­un að hag­ræð­ing­ar­krafa sem gerð var á all­ar stofn­an­ir bæj­ar­ins hafi ver­ið ætluð til þess að fjár­magna verk­efn­ið „Börn­in okk­ar“. Það er af og frá að það mik­il­væga verk­efni sé sett á lagg­irn­ar á kostn­að ann­arra stofn­ana. Með því verk­efni er ver­ið að bregð­ast við mik­illi fjölg­un barna­vernd­ar­til­kynn­inga, t.d. með því að styrkja bæði barna­vernd og skóla­þjón­ustu.

            Til­gang­ur með hag­ræð­ing­ar­kröf­un­um í fjár­hags­áætlun er að stuðla að til­tekt í rekstri og bæta fjár­hags­stöðu bæj­ar­ins. Þær eru því hluti af ábyrgri fjár­mála­stjórn sem meiri­hluti B, S og C lista vill við hafa.

            Gestir
            • Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
          • 6. Við­ræð­ur um upp­bygg­ing­ar­samn­ing - at­hafna­svæði sunn­an Fossa­veg­ar202503152

            Erindi Mosómela ehf. þar sem óskað er viðræðna um uppbyggingu atvinnulóða í landi Mosómela ehf. (F 233-1668) í Leirvogstungu.

            Frestað vegna tíma­skorts.

            • 7. Aur­ora Nest, Lyng­hóls­vegi 17 - um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202501288

              Ósk um endurupptöku máls er varðar umsögn um umsókn um rekstarleyfi fyrir gististað.

              Frestað vegna tíma­skorts.

              • 8. Kæra nr. 173-2024 til ÚUA vegna Suð­ur-Reykjalands L125425202412187

                Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram og kynntur.

                Frestað vegna tíma­skorts.

                • 9. Árs­skýrsla vegna urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi 2024202503153

                  Skýrsla frá Sorpu bs.um úrgangsstjórnun urðunarstaðar í Álfsnesi árið 2024.

                  Frestað vegna tíma­skorts.

                  • 10. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um skipu­lag haf- og strand­svæða og skipu­lagslög­um202503398

                    Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum. Umsagnarfrestur er til 27. mars nk.

                    Frestað vegna tíma­skorts.

                    • 11. Samn­ing­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga um þjón­ustu við börn með fjöl­þætt­an vanda og upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila og202503508

                      Frestað vegna tíma­skorts.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30