Mál númer 202503262
- 20. mars 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1662
Erindi frá bæjarráðsfulltrúum D lista um niðurskurð frá samþykktri fjárhagsáætlun 2025.
Bókun D-lista:
Boðaðar hagræðingarkröfur á skóla í Mosfellsbæ árið 2025 koma mjög á óvart þar sem fulltrúar meirihlutans hafa ítrekað rætt um mikilvægi þess að auka fjármagn til barna og ungmenna.
Í lok síðasta ár voru settar voru 100 miljónir í átakið „Börnin okkar“ fyrir árið 2025.
Þremur mánuðum síðar er skólunum gert að hagræða um 100 miljónir árið 2025.
Það lítur því þannig út að átakið „Börnin okkar“ eigi að fjármagna með hagræðingu í skólum bæjarins.
Þetta er slæm ákvörðun að okkar mati.
Vinnuumhverfi skólanna er mjög krefjandi og sífellt auknar kröfur og áskoranir sem kalla á aukið fjármagn í starfsemi skólanna.
Að mati fulltúa D-listans í bæjarráði eru þessi vinnubrögð meirihlutans til skaða fyrir skólasamfélagið í Mosfellsbæ.
Fulltrúar D-listans skora á meirihlutann að endurskoða ákvörðun sína um hagræðingarkröfu á skóla Mosfellsbæjar árið 2025, og óska eftir að málið verði tekið til umræðu í fræðslunefnd.***
Fundarhlé hófst kl. 8:48.
Rúnar Bragi Guðlaugsson vék af fundi kl. 9.15.
Fundur hófst aftur kl. 9:22.***
Bókun B, S og C lista:
Bæjarráðsfulltrúar B, S og C lista lýsa yfir vonbrigðum sínum á framsetningu bæjarráðsfulltrúa D lista í bókun þeirra varðandi hagræðingartillögur sem stjórnsýsla bæjarins hefur unnið að í samræmi við fjárhagsáætlun.
Á fundi bæjarráðs var farið yfir fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra þar sem m.a. kom fram að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2025 var samþykkt að farið yrði í vinnu við að draga úr rekstrarkostnaði um 200 m.kr. þvert á öll svið. Frá þeim tíma hafi sviðin leitað leiða til að draga úr rekstrarkostnaði án þess að það leiddi til skerðingar á þjónustu eða samþykktum verkefnum.
Það er því röng ályktun að hagræðingarkrafa sem gerð var á allar stofnanir bæjarins hafi verið ætluð til þess að fjármagna verkefnið „Börnin okkar“. Það er af og frá að það mikilvæga verkefni sé sett á laggirnar á kostnað annarra stofnana. Með því verkefni er verið að bregðast við mikilli fjölgun barnaverndartilkynninga, t.d. með því að styrkja bæði barnavernd og skólaþjónustu.
Tilgangur með hagræðingarkröfunum í fjárhagsáætlun er að stuðla að tiltekt í rekstri og bæta fjárhagsstöðu bæjarins. Þær eru því hluti af ábyrgri fjármálastjórn sem meirihluti B, S og C lista vill við hafa.