Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202503262

  • 20. mars 2025

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1662

    Er­indi frá bæj­ar­ráðs­full­trú­um D lista um nið­ur­skurð frá sam­þykktri fjár­hags­áætlun 2025.

    Bók­un D-lista:
    Boð­að­ar hag­ræð­ing­ar­kröf­ur á skóla í Mos­fells­bæ árið 2025 koma mjög á óvart þar sem full­trú­ar meiri­hlut­ans hafa ít­rekað rætt um mik­il­vægi þess að auka fjár­magn til barna og ung­menna.
    Í lok síð­asta ár voru sett­ar voru 100 milj­ón­ir í átak­ið „Börn­in okk­ar“ fyr­ir árið 2025.
    Þrem­ur mán­uð­um síð­ar er skól­un­um gert að hagræða um 100 milj­ón­ir árið 2025.
    Það lít­ur því þann­ig út að átak­ið „Börn­in okk­ar“ eigi að fjár­magna með hag­ræð­ingu í skól­um bæj­ar­ins.
    Þetta er slæm ákvörð­un að okk­ar mati.
    Vinnu­um­hverfi skól­anna er mjög krefj­andi og sí­fellt aukn­ar kröf­ur og áskor­an­ir sem kalla á auk­ið fjár­magn í starf­semi skól­anna.
    Að mati fulltúa D-list­ans í bæj­ar­ráði eru þessi vinnu­brögð meiri­hlut­ans til skaða fyr­ir skóla­sam­fé­lag­ið í Mos­fells­bæ.
    Full­trú­ar D-list­ans skora á meiri­hlut­ann að end­ur­skoða ákvörð­un sína um hag­ræð­ing­ar­kröfu á skóla Mos­fells­bæj­ar árið 2025, og óska eft­ir að mál­ið verði tek­ið til um­ræðu í fræðslu­nefnd.

    ***
    Fund­ar­hlé hófst kl. 8:48.
    Rún­ar Bragi Guð­laugs­son vék af fundi kl. 9.15.
    Fund­ur hófst aft­ur kl. 9:22.

    ***
    Bók­un B, S og C lista:
    Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar B, S og C lista lýsa yfir von­brigð­um sín­um á fram­setn­ingu bæj­ar­ráðs­full­trúa D lista í bók­un þeirra varð­andi hag­ræð­ing­ar­til­lög­ur sem stjórn­sýsla bæj­ar­ins hef­ur unn­ið að í sam­ræmi við fjár­hags­áætlun.

    Á fundi bæj­ar­ráðs var far­ið yfir fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað bæj­ar­stjóra þar sem m.a. kom fram að við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar 2025 var sam­þykkt að far­ið yrði í vinnu við að draga úr rekstr­ar­kostn­aði um 200 m.kr. þvert á öll svið. Frá þeim tíma hafi svið­in leitað leiða til að draga úr rekstr­ar­kostn­aði án þess að það leiddi til skerð­ing­ar á þjón­ustu eða sam­þykkt­um verk­efn­um.

    Það er því röng álykt­un að hag­ræð­ing­ar­krafa sem gerð var á all­ar stofn­an­ir bæj­ar­ins hafi ver­ið ætluð til þess að fjár­magna verk­efn­ið „Börn­in okk­ar“. Það er af og frá að það mik­il­væga verk­efni sé sett á lagg­irn­ar á kostn­að ann­arra stofn­ana. Með því verk­efni er ver­ið að bregð­ast við mik­illi fjölg­un barna­vernd­ar­til­kynn­inga, t.d. með því að styrkja bæði barna­vernd og skóla­þjón­ustu.

    Til­gang­ur með hag­ræð­ing­ar­kröf­un­um í fjár­hags­áætlun er að stuðla að til­tekt í rekstri og bæta fjár­hags­stöðu bæj­ar­ins. Þær eru því hluti af ábyrgri fjár­mála­stjórn sem meiri­hluti B, S og C lista vill við hafa.