Mál númer 201610148
- 14. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #769
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni og Ingibjörgu Norðdahl, dags. 10.01.2018, með ósk um skiptingu lóðar L125503, 9977,9m², við norðanvert Hafravatn í tvennt. Við meðferð málsins hafa bæst við ýmis gögn sem liggja til grundvallar við afgreiðslu.
Afgreiðsla 524. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 769. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. október 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #524
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni og Ingibjörgu Norðdahl, dags. 10.01.2018, með ósk um skiptingu lóðar L125503, 9977,9m², við norðanvert Hafravatn í tvennt. Við meðferð málsins hafa bæst við ýmis gögn sem liggja til grundvallar við afgreiðslu.
Skipulagsnefnd synjar erindinu um skiptingu lóðarinnar þar sem áætlun er ekki í samræmi við samþykkt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Á blaðsíðu 45-46 í greinargerð aðalskipulagsins kemur fram að ekki skuli heimila frekari uppbyggingu á frístundasvæði við norðanvert Hafravatn. Staða núverandi húsa helst óbreytt. Byggingarmagn má vera að hámarki 90 m2, frístundahús að meðtalinni geymslu og eða gestahúsi.
- 21. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #711
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni og Ingibjörgu Norðdahl dags. 10. janúar 2018 varðandi ósk um upplýsingar vegna skiptingu lóðar við Hafravatn.
Afgreiðsla 455. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 711. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. febrúar 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #455
Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni og Ingibjörgu Norðdahl dags. 10. janúar 2018 varðandi ósk um upplýsingar vegna skiptingu lóðar við Hafravatn.
Skipulagsnefnd felur lögmanni bæjarins að svara erindinu í samræmi við framlögð drög að svarbréfi.