Mál númer 202009514
- 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Skipulagsstofnun hefur auglýst á vef sínum tillögu að matsáætlun umhverfisáhrifa fyrir vindorkugarð á Mosfellsheiði. Zephyr Iceland ehf. leggur fram áætlunina sem unnin er af verkfræðistofunni Mannvit. Garðurinn er ekki innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar, en matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum var opin til umsagnar, en ekki sérstaklega send á Mosfellsbæ
Afgreiðsla 213. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 771. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. október 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #213
Skipulagsstofnun hefur auglýst á vef sínum tillögu að matsáætlun umhverfisáhrifa fyrir vindorkugarð á Mosfellsheiði. Zephyr Iceland ehf. leggur fram áætlunina sem unnin er af verkfræðistofunni Mannvit. Garðurinn er ekki innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar, en matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum var opin til umsagnar, en ekki sérstaklega send á Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd tekur undir bókun skipulagsnefndar um málið og felur umhverfisstjóra að senda hana til Skipulagsstofnunar.
Mosfellsbær vill benda á beina hagsmuni sína að áætluðum vindorkugarði á Mosfellsheiði. Staðsetning er áætluð á svæði sem skiptist milli þriggja sveitarfélaga og dregur nafn sitt af helsta kennileiti Mosfellsbæjar, Mosfelli. Bent skal á að fyrirhugaður vindorkugarður, bæði innan landsvæðis Sveitarfélagsins Ölfuss og Grímsnes- og Grafningshrepps, er alveg við sveitarfélagamörk Mosfellsbæjar. Umhverfisnefnd vill því einnig nefna að á seinni stigum er Mosfellsbær lögbundinn umsagnaraðili skipulagsáætlana, bæði aðal- og deiliskipulags beggja sveitarfélaga sökum nálægð við sveitarfélagamörk, skv. 30. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mosfellsbær óskar því eftir að vera upplýstur um stöðu mála á öllum stigum og vera hluti upptalinna umsagnar og hagsmunaaðila. Einnig harmar Mosfellsbær að hafa ekki verið hluti þeirra hagsmunaaðila sem fengu tilkynningu um að vinna við mat á umhverfisáhrifum væri hafin eins og fram kemur í tillögu. Þar með hefðu drög til yfirlestrar mátt berast vegna augljósrar landfræðilegrar legu og hagsmuna bæjarins. Sveitarfélagið vill leggja áherslu á að við ákvörðunartöku um vindorkugarð á Mosfellsheiði verði litið til sjónarmiða um sjónmengun á heiðinni, skerðingu á gæðum útivistarsvæðis og sögulegri staðsetningu gamla Þingvallavegarins. Framkvæmdin mun hafa veruleg áhrif á landslagsheildir á heiðinni. Sveitarfélagið gerir þó ekki efnislega athugasemd við auglýsta tillögu að matsáætlun að svo stöddu þó óskað sé eftir að lögð sé áhersla á mat sýnilegra áhrifa fyrirætlana. - 14. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #769
Skipulagsstofnun hefur auglýst á vef sínum tillögu að matsáætlun umhverfisáhrifa fyrir vindorkugarð á Mosfellsheiði. Zephyr Iceland ehf. leggur fram áætlunina sem unnin er af verkfræðistofunni Mannvit. Athugasemdafrestur er til 15.10.2020.
Afgreiðsla 524. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 769. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. október 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #524
Skipulagsstofnun hefur auglýst á vef sínum tillögu að matsáætlun umhverfisáhrifa fyrir vindorkugarð á Mosfellsheiði. Zephyr Iceland ehf. leggur fram áætlunina sem unnin er af verkfræðistofunni Mannvit. Athugasemdafrestur er til 15.10.2020.
Skipulagsstofnun hefur auglýst á vef sínum tillögu að matsáætlun umhverfisáhrifa fyrir vindorkugarð á Mosfellsheiði. Zephyr Iceland ehf. leggur fram áætlunina sem unnin er af verkfræðistofunni Mannvit.
Athugasemdafrestur er til 15.10.2020.Mosfellsbær vill benda á beina hagsmuni sína að áætluðum vindorkugarði á Mosfellsheiði. Staðsetning er áætluð á svæði sem skiptist milli þriggja sveitarfélaga og dregur nafn sitt af helsta kennileiti Mosfellsbæjar, Mosfelli. Bent skal á að fyrirhugaður vindorkugarður, bæði innan landsvæðis Sveitarfélagsins Ölfuss og Grímsnes- og Grafningshrepps, er alveg við sveitarfélagamörk Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd vill því einnig nefna að á seinni stigum er Mosfellsbær lögbundinn umsagnaraðili skipulagsáætlana, bæði aðal- og deiliskipulags beggja sveitarfélaga sökum nálægð við sveitarfélagamörk, skv. 30. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mosfellsbær óskar því eftir að vera upplýstur um stöðu mála á öllum stigum og vera hluti upptalinna umsagnar og hagsmunaaðila. Einnig harmar Mosfellsbær að hafa ekki verið hluti þeirra hagsmunaaðila sem fengu tilkynningu um að vinna við mat á umhverfisáhrifum væri hafin eins og fram kemur í tillögu. Þar með hefðu drög til yfirlestrar mátt berast vegna augljósrar landfræðilegrar legu og hagsmuna bæjarins.
Sveitarfélagið vill leggja áherslu á að við ákvörðunartöku um vindorkugarð á Mosfellsheiði verði litið til sjónarmiða um sjónmengun á heiðinni, skerðingu á gæðum útivistarsvæðis og sögulegri staðsetningu gamla Þingvallavegarins. Framkvæmdin mun hafa veruleg áhrif á landslagsheildir á heiðinni. Sveitarfélagið gerir þó ekki efnislega athugasemd við auglýsta tillögu að matsáætlun að svo stöddu þó óskað sé eftir að lögð sé áhersla á mat sýnilegra áhrifa fyrirætlana.