Mál númer 2020081017
- 14. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #769
Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni, dags. 28.08.2020, með ósk um uppskiptingu lands í Helgadal L123636.
Afgreiðsla 524. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 769. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. október 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #524
Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni, dags. 28.08.2020, með ósk um uppskiptingu lands í Helgadal L123636.
Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni, dags. 28.08.2020, með ósk um uppskiptingu lands í Helgadal L123636.
Skipulagsnefnd heimilar uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd áréttar að þinglýsa skal aðkomu að nýjum landareignum og að spildur verði skráðar í landeignaskrá sem „óbyggt land“ í samræmi við meirihlutaskilgreiningu þeirra í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Engar byggingar- eða framkvæmdarheimildir fylgja nýjum landareignum umfram það er tengist borholum á svæðinu. Ný lönd hljóta ekki skráningu lögbýla. Ósk umsækjanda um breytingu aðalskipulags, dags. 12.12.2018, fyrir svæðið er með öllu óháð þessu erindi og liggur sú fyrirspurn fyrir í endurskoðun aðalskipulags. Ekki er verið að taka neina afstöðu til breyttra landnýtingarflokka með heimildum til uppskiptingu landsins.