Mál númer 202505574
- 22. maí 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1669
Innviðaráðuneytið bendir á áform um lagabreytingar á sviði sveitarstjórnarmála sem hafa verið kynnt í samráðsgátt. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja) og hins vegar frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum (endurskoðun sveitarstjórnarlaga). Umsagnarfrestur er til 9. júní nk.
Lagt fram og kynnt.