Mál númer 2025011303
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Beiðni Sorpu bs. um samþykki sveitarfélagsins fyrir endurfjármögnun eingreiðsluláns sem er hluti af frjárfestingaáætlun Sorpu bs. fyrir árið 2025.
Afgreiðsla 1657. fundar bæjarráðs staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. febrúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1657
Beiðni Sorpu bs. um samþykki sveitarfélagsins fyrir endurfjármögnun eingreiðsluláns sem er hluti af frjárfestingaáætlun Sorpu bs. fyrir árið 2025.
Lovísa Jónsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins. Anna Sigríður Guðnadóttir tók við stjórn fundarins undir þessum dagskrárlið.
***
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að samþykkja beiðni stjórnar SORPU bs. um heimild til að endurfjármagna lán hjá Íslandsbanka nr. 505200687, frá 20. febrúar 2019, að fjárhæð kr. 666.666.670. Lánið gjaldfellur þann 5. júní 2025 og eru núverandi vaxtakjör upp á 10,75%. SORPA bs. hefur tryggt sér lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga (LSS) með eftirfarandi hagstæðari kjörum:
Vaxtakjör: 4,2% verðtryggt.
Lánstími: 15 ár.
Heildarkostnaður: 872 milljónir króna að viðbættum verðbótum.
Árleg greiðslubyrði árið 2026: 72 milljónir króna að viðbættum verðbótum.