Mál númer 202502535
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Hvatning hópsins Opnum Skálafell að staðið verði við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli og um opnun lyftna auk þess að aðgengi að svæðinu verði bætt.
Afgreiðsla 1659. fundar bæjarráðs staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. febrúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1659
Hvatning hópsins Opnum Skálafell að staðið verði við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli og um opnun lyftna auk þess að aðgengi að svæðinu verði bætt.
Lagt fram og kynnt.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir ábendingar bréfritara um kosti skíðasvæðisins í Skálafelli og minnir á að það var skilyrði fyrir þátttöku Mosfellsbæjar í uppbyggingu skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu að aðstaðan í Skálafelli yrði líka endurnýjuð. Af hálfu Mosfellsbæjar er þess krafist að staðið verði við gerða samninga og að vinna við uppbyggingu í Skálafelli verði hafin svo fljótt sem verða má, annað felur í sér forsendubrest.