Mál númer 202111306
- 30. apríl 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1666
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboðinu "Lágholt - Endurnýjun veitulagna" að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda um endurnýjun gatna, gangstétta og veitulagna í Lágholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að því gefnu að viðkomandi uppfylli skilyrði útboðsgagna.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun. - 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á endurnýjun gatna, gangstétta og allra veitulagna í Lágholti.
Afgreiðsla 1659. fundar bæjarráðs staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. febrúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1659
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á endurnýjun gatna, gangstétta og allra veitulagna í Lágholti.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á endurnýjun gatna, gangstétta og allra veitulagna í Lágholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.