Mál númer 202502224
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Upplýsingar veittar um nýjan kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Afgreiðsla 1659. fundar bæjarráðs staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. febrúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1659
Upplýsingar veittar um nýjan kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Bæjarstjóri fór yfir nýjan kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Bæjarráð Mosfellsbæjar fagnar því að náðst hafi samningar til fjögurra ára milli sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Kennarar eru síðasti stóri hópur starfsmanna sveitarfélaga til að fara inn í svo kallað virðismatskerfi starfa en vitað er að kennarar hafa dregist aftur úr öðrum sérfræðingum í launakjörum. Niðurstaða samninganna er að í upphafi samningstímabils verði greidd 8% inn á endanlegt virðismat en það er í samræmi við bráðabirgðamat sem þegar hefur farið fram.
Markmið samninganna er m.a. að styrkja stöðu skólakerfisins þannig að það geti betur mætt þeim áskorunum sem við blasa, að tryggja sveigjanleika svo unnt sé að skipuleggja skólastarf þannig að það stuðli að betri árangri og ekki síður bættri líðan nemenda. Þá eiga samningar að stuðla að bættum starfsaðstæðum kennara, auka stöðugleika í mönnun skólakerfisins og gera störf kennara eftirsóknarverð. Bæjarráð tekur heils hugar undir mikilvægi þessara markmiða.
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Upplýsingapóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu mála í kjaraviðræðum KSÍ.
Afgreiðsla 1656. fundar bæjarráðs staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 5. febrúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1656
Upplýsingapóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu mála í kjaraviðræðum KSÍ.
Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs kom og kynnti stöðuna á leikskólanum Höfðabergi en þar hafa 6 deildir verið lokaðar vegna verkfalls frá því á mánudag.