Mál númer 202502407
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Umfjöllun um umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarps til nýrra laga um Jöfnunarsjóð sem birt hefur verið í Samráðsgátt.
Afgreiðsla 1659. fundar bæjarráðs staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 1658. fundar bæjarráðs staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. febrúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1659
Umfjöllun um umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarps til nýrra laga um Jöfnunarsjóð sem birt hefur verið í Samráðsgátt.
Drög að umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarpsins lögð fram til kynningar.
Guðmundur Hreinsson vék af fundi undir dagskrárliðnum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarpsins í samræmi við fyrirliggjandi drög að umsögn að teknu tilliti til umræðna sem fram fóru á fundinum.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim breytingum sem hafa verið gerðar á frumvarpi til nýrra laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og telur óhjákvæmilegt að gerðar verði breytingar á frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt mun það þýða 400 milljóna króna lækkun framlags á ári. Tekjutap um 400 milljónir króna myndi óhjákvæmilega hafa veruleg neikvæð áhrif fyrir bæjarfélagið og skerða getu þess til þess að takast á við brýn verkefni sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Þar sem Mosfellsbær er, eins og öll sveitarfélög, bundinn af fjármálareglum VII. kafla sveitarstjórnarlaga er vandséð hvernig sveitarfélagið á að geta eflt velferðarþjónustu og þjónustu við börn og barnafjölskyldur eða byggt upp ný íbúðasvæði í samræmi við áætlanir stjórnvalda.
Vert er að undirstrika að slík tekjuskerðing yrði öllum sveitarfélögum mikil og erfið áskorun. Það sem Mosfellsbær og önnur ört vaxandi sveitarfélög þurfa á að halda er styrking tekjustofna, ekki veiking þeirra. Bæjarráð væntir þess að frumvarpið verði lagfært í samræmi við ábendingar í umsögn Mosfellsbæjar.
- 20. febrúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1658
Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda lagt fram til kynningar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar gagnrýnir harðlega málsmeðferð við framlagningu frumvarps um jöfnunarsjóð sveitarfélaga en sveitarfélögum eru gefnar tvær vikur til að veita umsögn við frumvarpið. Um er að ræða miklar breytingar á úthlutunarlíkaninu sem til að mynda hefur þau áhrif að framlag til Mosfellsbæjar lækkar um 400 milljónir. Það er því lágmark að sveitarfélögum sé sýnd virðing og svigrúm til að greina líkanið og veita faglega umsögn um þetta mikilvæga mál. Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimild sína og áhrif nýja úthlutunarlíkansins á fjárhag bæjarins eru mjög mikil.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn um málið.