Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202502407

  • 5. mars 2025

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #867

    Um­fjöllun um um­sögn Mos­fells­bæj­ar vegna frum­varps til nýrra laga um Jöfn­un­ar­sjóð sem birt hef­ur ver­ið í Sam­ráðs­gátt.

    Af­greiðsla 1659. fund­ar bæj­ar­ráðs stað­fest á 867. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 5. mars 2025

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #867

      Frum­varp til laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga sem birt hef­ur ver­ið í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda lagt fram til kynn­ing­ar.

      Af­greiðsla 1658. fund­ar bæj­ar­ráðs stað­fest á 867. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 27. febrúar 2025

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1659

        Um­fjöllun um um­sögn Mos­fells­bæj­ar vegna frum­varps til nýrra laga um Jöfn­un­ar­sjóð sem birt hef­ur ver­ið í Sam­ráðs­gátt.

        Drög að um­sögn Mos­fells­bæj­ar vegna frum­varps­ins lögð fram til kynn­ing­ar.

        Guð­mund­ur Hreins­son vék af fundi und­ir dag­skrárliðn­um.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ganga frá um­sögn Mos­fells­bæj­ar vegna frum­varps­ins í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög að um­sögn að teknu til­liti til um­ræðna sem fram fóru á fund­in­um.

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir yfir þung­um áhyggj­um af þeim breyt­ing­um sem hafa ver­ið gerð­ar á frum­varpi til nýrra laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga og tel­ur óhjá­kvæmi­legt að gerð­ar verði breyt­ing­ar á frum­varp­inu. Verði frum­varp­ið sam­þykkt óbreytt mun það þýða 400 millj­óna króna lækk­un fram­lags á ári. Tekjutap um 400 millj­ón­ir króna myndi óhjá­kvæmi­lega hafa veru­leg nei­kvæð áhrif fyr­ir bæj­ar­fé­lag­ið og skerða getu þess til þess að takast á við brýn verk­efni sem sveit­ar­fé­lög standa frammi fyr­ir. Þar sem Mos­fells­bær er, eins og öll sveit­ar­fé­lög, bund­inn af fjár­mála­regl­um VII. kafla sveit­ar­stjórn­ar­laga er vand­séð hvern­ig sveit­ar­fé­lag­ið á að geta eflt vel­ferð­ar­þjón­ustu og þjón­ustu við börn og barna­fjöl­skyld­ur eða byggt upp ný íbúða­svæði í sam­ræmi við áætlan­ir stjórn­valda.

        Vert er að und­ir­strika að slík tekju­skerð­ing yrði öll­um sveit­ar­fé­lög­um mik­il og erf­ið áskor­un. Það sem Mos­fells­bær og önn­ur ört vax­andi sveit­ar­fé­lög þurfa á að halda er styrk­ing tekju­stofna, ekki veik­ing þeirra. Bæj­ar­ráð vænt­ir þess að frum­varp­ið verði lag­fært í sam­ræmi við ábend­ing­ar í um­sögn Mos­fells­bæj­ar.

      • 20. febrúar 2025

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1658

        Frum­varp til laga um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga sem birt hef­ur ver­ið í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda lagt fram til kynn­ing­ar.

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar gagn­rýn­ir harð­lega máls­með­ferð við fram­lagn­ingu frum­varps um jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga en sveit­ar­fé­lög­um eru gefn­ar tvær vik­ur til að veita um­sögn við frum­varp­ið. Um er að ræða mikl­ar breyt­ing­ar á út­hlut­un­ar­líkan­inu sem til að mynda hef­ur þau áhrif að fram­lag til Mos­fells­bæj­ar lækk­ar um 400 millj­ón­ir. Það er því lág­mark að sveit­ar­fé­lög­um sé sýnd virð­ing og svigrúm til að greina líkan­ið og veita fag­lega um­sögn um þetta mik­il­væga mál. Mos­fells­bær full­nýt­ir út­svars­heim­ild sína og áhrif nýja út­hlut­un­ar­lík­ans­ins á fjár­hag bæj­ar­ins eru mjög mik­il.
        Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra að vinna um­sögn um mál­ið.