8. maí 2025 kl. 07:35,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úthlutun lóðarinnar Langitangi 9-13202504416
Lagt er til að fjölbýlishúsalóðin við Langatanga 9-13 verði auglýst til úthlutunar og úthlutun fari fram skv. fyrirliggjandi úthlutunarskilmálum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðin Langitangi 9-13 verði auglýst til úthlutunar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að úthlutun fari fram skv. fyrirliggjandi úthlutunarskilmálum.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2026 til 2029202504195
Tillaga um upphaf vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar 2026-2029.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
3. Íþróttamiðstöðin að Varmá - Félagsaðstaða, Nýframkvæmd202504392
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ljúka fullnaðarhönnun og að bjóða út uppbyggingu á félagsaðstöðu ofan við lyftingarsal og geymslur í sal 1 og 2.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila fullnaðarhönnun og útboð félagsaðstöðu ofan við lyftingarsal og geymslur í sal 1 og 2 samræmi við meðfylgjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
4. Varmárskóli heimilisfræðistofa, Nýframkvæmd202004121
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út endurbyggingu á gólfplötu í kjallara vesturálmu Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á endurbyggingu á gólfplötu í kjallara vesturálmu Varmárskóla samræmi við meðfylgjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
5. Endurbætur skólalóða - Varmárskóli - Nýframkvæmd202306281
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 2. áfanga endurgerðar skólalóðarinnar við Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á 2. áfanga endurgerðar skólalóðarinnar við Varmárskóla í samræmi við meðfylgjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
6. Endubætur skólalóða - leikskólinn Hlíð, Nýframkvæmd202505004
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í framkvæmd við lóð sem tilheyrir leikskólanum Hlíð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila framkvæmd við lóð sem tilheyrir leikskólanum Hlíð í samræmi við meðfylgjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
7. Endubætur skólalóða - Lágafellsskóli - Nýframkvæmd202504322
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 1. áfanga endurgerðar skólalóðarinnar við Lágafellsskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á 1. áfanga endurgerðar skólalóðarinnar við Lágafellsskóla í samræmi við meðfylgjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
8. Vindorkugarður við Dyraveg í Sveitarfélaginu Ölfusi202504471
Umsögn Mosfellsbæjar vegna vindorkugarðs við Dyraveg í Ölfusi lögð fram og kynnt.
Lagt fram og kynnt.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
9. Ráðning leikskólastjóra leikskólans Huldubergs202505016
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa stöðu leikskólastjóra við leikskólann Huldubergs lausa til umsóknar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að staða leikskólastjóra við leikskólann Hulduberg verði auglýst laus til umsóknar.
10. Nefndaskipan og þóknanir nefnda- vinnuhópur kjörinna fulltrúa202504131
Tilkynningar frá oddvitum D-lista og L-lista um að fulltrúar listanna muni ekki taka sæti í vinnuhóp lagðar fram.
Lagt fram.
11. Tilnefning fulltrúa Mosfellsbæjar í fulltrúaráð Eirar202504210
Aðalfundur fulltrúaráðs Eirar fer fram 22. maí nk. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Mosfellsbæjar í fulltrúaráðið.
Fram kemur tillaga um að í fulltrúaráð Eirar verði skipað með eftirfarandi hætti af hálfu Mosfellsbæjar:
Aðalmenn:
Ólafur Ingi Óskarsson
Halla Karen Kristjánsdóttir
Agla HendriksdóttirVaramenn:
Sigurbjörg Fjölnisdóttir
Guðleif LeifsdóttirEngar fleiri tilnefningar koma fram og skoðast ofangreindar tilnefningar því samþykktar.
12. Stýrihópur mennta- og barnamálaráðuneytis um eftirfylgni verkefna á grundelli samkomulags um börn með fjölþættan vanda202505017
Tilnefning bæjarstjóra í stýrihóp mennta- og barnamálaráðherra um eftirfylgni verkefna á grundvelli samkomulags um börn með fjölþættan vanda lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með stofnun stýrihóps Mennta- og barnamálaráðuneytisins um eftirfylgni verkefna á grundvelli samkomulags um börn með fjölþættan vanda. Bæjarráð lýsir jafnframt yfir ánægju með tilnefningu Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í stýrihópnum, þar sem mikilvægt er að í starfshópnum sitji aðilar með dýrmæta reynslu af þeim mikilvægu verkefnum sem falli undir samkomulagið.
13. Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - á samráðsgátt202502407
Umsögn Mosfellsbæjar við frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsögn Mosfellsbæjar um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs