Mál númer 202505017
- 8. maí 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1667
Tilnefning bæjarstjóra í stýrihóp mennta- og barnamálaráðherra um eftirfylgni verkefna á grundvelli samkomulags um börn með fjölþættan vanda lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með stofnun stýrihóps Mennta- og barnamálaráðuneytisins um eftirfylgni verkefna á grundvelli samkomulags um börn með fjölþættan vanda. Bæjarráð lýsir jafnframt yfir ánægju með tilnefningu Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í stýrihópnum, þar sem mikilvægt er að í starfshópnum sitji aðilar með dýrmæta reynslu af þeim mikilvægu verkefnum sem falli undir samkomulagið.