Mál númer 202409633
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Borist hefur erindi frá Steinþóri Kára Kárasyni, arkitekt, f.h. Borgarafls lóðarhafa að Úugötu 2-4, dags. 30.09.2024, með ósk um breytingu deiliskipulags og stækkun lóðar vegna aðstæðna í landi og hönnunar á aðkomu bílakjallara.
Afgreiðsla 1617. fundar skipualgsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #858
Borist hefur erindi frá Steinþóri Kára Kárasyni, arkitekt, f.h. Borgarafls lóðarhafa að Úugötu 2-4, dags. 30.09.2024, með ósk um breytingu deiliskipulags og stækkun lóðar vegna aðstæðna í landi og hönnunar á aðkomu bílakjallara.
Afgreiðsla 617. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 858. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. október 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #617
Borist hefur erindi frá Steinþóri Kára Kárasyni, arkitekt, f.h. Borgarafls lóðarhafa að Úugötu 2-4, dags. 30.09.2024, með ósk um breytingu deiliskipulags og stækkun lóðar vegna aðstæðna í landi og hönnunar á aðkomu bílakjallara.
Með fyrirvara um afgreiðslu bæjaráðs samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að óverulegt frávik skipulags, um stækkun lóðar Úugötu 2-4 til austurs vegna bættrar aðkomu í bílakjallara, skuli meðhöndlað í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umfang byggingar mun ekki breytast en aðkoma og öryggi bætist til muna þar sem ekki var unnt að leysa aðstæður með öðrum hætti í samræmi við skipulagstillögu. Landið sem fer undir aðkomu bílakjallara mun ekki nýtast sveitarfélaginu eða íbúum hverfisins með neinum sérstökum hætti. Málsaðili skal greiða allan kostnað sem mögulega af fráviki þessu hlýst og kosta frágang nýrrar aðkomu þar sem við á. Á grunni fyrirliggjandi gagna fellst skipulagsnefnd á að um forsendubrest sé að ræða, samanber ákvæði 1.6. í úthlutunarskilmálum lóðar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna breytingar á lóða-, hæðar- og mæliblöðum og skal útfæra nákvæma stærð og afmörkun með lóðarhafa og hönnuðum hans.
Skipulagsnefnd vísar erindi um lóðastækun og afgreiðslu þess til bæjarráðs, en ráðið annast ráðstöfun lands og eigna sveitarfélagsins.