Mál númer 202412085
- 8. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #863
Kynning á næstu skrefum varðandi stofnun nýs félags um þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðsla 1650. fundar bæjarráðs staðfest á 863. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. desember 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1650
Kynning á næstu skrefum varðandi stofnun nýs félags um þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH kom á fundinn og kynnti stöðu á nýju fyrirkomulagi almenningssamgangna ríkis og sveitarfélaga ásamt Ragnari Guðgeirssyni frá Expectus ráðgjöf og Hildigunni Hafsteinsdóttur lögfræðingi SSH.
Bæjarráð þakkar kynninguna.