Mál númer 202403893
- 12. desember 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1650
Óskað er heimildar bæjarráðs til undirritunar samnings milli HM og Veitna ohf. um innleiðingu snjallmæla með uppsetningu á öllum heimilum Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um útfærslu á innleiðingu snjallmæla á heimilum í Mosfellsbæ. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
- 10. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #848
Óskað er heimildar bæjarráðs til að kaupa snjallmælalausn (mæla, lesara og hugbúnað) fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 1619. fundar bæjarráðs samþykkt á 848. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. apríl 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1619
Óskað er heimildar bæjarráðs til að kaupa snjallmælalausn (mæla, lesara og hugbúnað) fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila kaup á snjallmælalausn fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.